Píkuöfund

Ég veit ekki frá hvaða atburði þessi mynd er eða hver tók hana. Fannst hún bara viðeigandi því hún er áreiðanlega móðgandi fyrir þær konur sem eru ekki með píku

 

Háskóli í Michigan hefur ákveðið að uppfærsla á „Píkusögum“ (The Vagina Monologues) verði ekki sviðsett. Verkið fer eitthvað öfugt ofan í pólitísku rétttrúnaðarkirkjuna. Það yrði víst mismunun gagnvart ákveðnum hópi kvenna ef það færi á fjalirnar. Nefnilega þeim konum sem eru ekki með píku. Ég hélt fyrst að þetta væri grín en það eru víst fleiri skólar sama sinnis. Halda áfram að lesa

Klámmyndir ársins 2012

lyfjafr

Þessi dræsulega háskólastúdína var klárlega klámmyndafyrirsæta ársins 2011. Myndin var notuð á auglýsingu fyrir sloppasölu lyfjafræðinema. Ég skrifaði stutta hugleiðingu um þessa mynd á sínum tíma.

Þessi klámmynd kom í óvæntar þarfir feminista, því þegar mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar gekkst fyrir ritun sérstaks klámbæklings til þess að sporna gegn kláminu á vinnustöðum borgarinnar, kom í ljós að þar var eiginlega ekkert klám að finna. Halda áfram að lesa

Hugleikur

mindfuck

Hugleikur Dagsson er skemmtilegur listamaður. Ég kaupi bækurnar hans handa fermingarbörnum. Og nei, ég hef ekki áhyggjur af því að ungviðið misskilji samfélagsádeilu Hugleiks og haldi að hann sé að mæla með fjöldamorðum og barnaníði.

Og Hugleikur er ekki bara góður listamaður. Hann er líka svo góður strákur. Það hefur hann sjálfur staðfest. Hulli er ekki douchebag. Hulli segir ekki fólki að hoppa upp í tussuna á sér. Svo er hann líka feministi og þar með góð fyrirmynd. Halda áfram að lesa

Dýrin í Hálsaskógi og holdafar Gísla Ásgeirssonar

Gísli og feitabollumælirinn

Í líkamsvirðingarumræðunni í tengslum við megrunarlausa daginn minntust margir á gagnsleysi bmi-stuðla. Meðal þeirra var Gísli Ásgeirsson sem sagðist vera hin mesta feitabolla samkvæmt bmi-stuðli og trúði nú bara líðan sinni og útliti betur.

Jamm. Ef þessi mynd, sem ég stal blygðunarlaust af netinu, sýnir feitabollu, hlýtur hún að vera  þokkalega fótósjoppuð. Ég hef fyrir satt að svo sé ekki svo rökrétta ályktunin er sú að það sé eitthvað að stuðlinum en ekki holdafari Gísla.

En er þetta alveg svo einfalt? Er hægt að afskrifa mælitæki eins og bmi-stuðul, bara af því að kenningin gengur ekki upp í einhverju ákveðnu tilfelli? Halda áfram að lesa