Ég er hrææta.
Ég bý með hráætu.
I’m sick but I’m pretty baby.
Greinasafn fyrir flokkinn: Óflokkað (allt efni)
25 hlutir sem þú vissir líklega ekki um mig (FB leikur)
- Flestir halda að ég sé náttúrubarn og bókaormur, hvorugt er rétt.
- Ég hef fáránlega ástríðu gagnvart orðum, spila t.d. scrabble við sjálfa mig og les orðabækur.
- Mér finnst ofboðslega leiðinlegt að fara í búðir, sérstaklega fatabúðir.
- Ég kann vel við kóngulær.
- Ég hef óvenju lítinn húmor fyrir slysum, sjúkdómum, ofbeldi, kynþáttahyggju og kynrembu.
- Mér finnst dauðinn ekkert sérstaklega sorglegur.
- Ég græt oft af yfirborðskenndri tilfinningavellu en sjaldan af sorg, kvíða eða reiði.
- Ég er langrækin og úthluta engum fyrirgefningu nema syndaviðurkenning liggi fyrir en fyrirgef þeim fúslega sem iðrast í alvöru.
- Mér finnst ekkert niðurlægjandi við að viðurkenna að maður hafi gert mistök eða haft rangt fyrir sér, ef eitthvað er er það frelsandi.
- Ég hef megna andúð á snobbi, einkum snobbi gagnvart menntun og atvinnu.
- Ég er haldin fordómum gagnvart AA fólki.
- Neyslubrjálæði, sóun á nauðsynjavörum og sóðaleg umgengni um náttúruna hneykslar mig.
- Ég hef trúarþörf og yrki sálma en trúi þó ekki á Gvuð.
- Ég hef ástarþörf og yrki ástarljóð en trúi þó ekki á rómantíska ást.
- Ég trúi á hagkvæmnishjónabönd og myndi funkera vel í slíku.
- Mér finnst eitthvað hryllilega ógeðslegt við að sjá fólk setja borðhníf upp í sig eða sleikja hann.
- Mér finnst hinsvegar ekkert ógeðslegt að lána öðrum tannburstann minn.
- Ég hef mikla þörf fyrir vinsamlega snertingu og vil helst sofa í rúmi með öðrum án þess að sé neitt kynferðislegt við það.
- Ég tek óvæntri, kynferðislegri snertingu hinsvegar mjög illa en bráðna frekar fyrir tvíræðu augnaráði, athugasemdum og látbragði.
- Ég verð skotin í kornungum strákum sem kunna hvorki á hárgreiðu né klukku en ég gæti ekki hugsað mér að búa með slíku eintaki.
- Það sem mér finnst erfiðast við að búa með öðru fólki er draslið sem fylgir manneskjum.
- Ég missi fljótt virðinguna fyrir fólki sem skortir hugrekki eða kemur fram af óheilindum.
- Andlega sinnað fólk fer í taugarnar á mér.
- Ég vinn illa undir álagi og gengur best að halda mig að verki þegar ég hef nægan tíma.
- Ég á erfitt með að fara eftir áætlunum annarra, breyti yfirleitt alltaf einhverju, bara til að draga úr þeirri tilfinningu að einhver annar sé að stjórna mér.
Ég hef oft verið frekar neikvæð gagnvart svona leikjum en um daginn þegar ég var að skoða vinalistann minn hér, áttaði ég mig á því að ég veit yfirleitt ekki rassgat um þetta fólk. Ég ákvað að vera með í þetta sinn og þeir sem ég skora á að birta sambærilega lista eru ekki meðal þeirra sem ég er í nánu sambandi við í dag, heldur frekar fólk sem vekur áhuga minn en ég veit lítið eða ekkert um.
Mara
-Vantar ljós í líf þitt Eva mín?
-Nei en það vantar peninga í líf mitt.
-Peninga já? Og þú svarar þeirri þörf með því að fara að búa með hómópata og hráætu sem gefur fólki ljós. Væri ekki rökréttara að búa með vísindasinnaðri hræætu sem gefur fólki peninga?
-Ég hef búið með vísindasinnaðri hræætu en ég hafði ekki krónu upp úr því. Halda áfram að lesa
Valkostir
Það er meira en ár síðan ég hef heimsótt Bankann og það er búið að rífa allar innréttingar út og skipta um gólfefni. Ekki minnist ég þess að hafi séð á þeim innréttingum sem fyrir voru en það er auðvitað ekkert annað en sjálfsagt að borga dálítið hærri vexti til að Bankinn minn geti verið í stælnum. Halda áfram að lesa
Tilvonandi
Hráætan, hugsanlegur tilvonandi sambýlingur minn færði mér kraftaverkalyf og eitthvað hollt dulbúið sem sælgæti. Kraftaverkalyfið virkar á alla sjúkdóma. Maður getur tekið mikið í einu og orðið fárveikur, og losnað þannig við óværuna (í mínu tilviki berkjubólgu) með svæsnum niðurgangi og uppköstum á nokkrum dögum, eða maður getur tekið lítið í einu og læknast án aukinna óþæginda á 1-10 vikum. Halda áfram að lesa
Einn einn FB leikurinn
Not as easy as you might think. Change the answers to suit you and pass it on. One word answers only. Be sure to send back to the person you received it from.
Where is your cell phone?
Pocket
Your significant other?
Nonexistent
Your hair?
Blond
Your mother?
Irritating
Your father?
Trustworthy
Your favorite thing?
Ideas
Your dream last night?
Erotic
Your favorite drink?
Coffee
Your dream/goal?
Write
What room are you in?
Lounge
Your hobby?
Blogging
Your fear?
Cancer
Where do you want to be in 6 years?
Married
Where were you last night?
Sister’s
Something that you aren’t?
Prejudges
Muffins?
Ok
Wish list item?
Coat
What did you do last night?
Film
What are you wearing?
Slippers
TV?
Useless
Your pets?
None
Friends?
Political
Your life?
Passionate
Your mood?
Impatient
Missing someone?
Intensely
Drinking?
Seldom
Smoking?
Never
Your car?
Dead
Something you’re not wearing?
Jewelry
Your favorite store?
None
Your favorite color?
Red
When is the last time you cried?
Monday
Who will resend this?
Sister
Where do you go to over and over?
aftaka.org
Five people who email me regularly?
Boring
My favorite place to eat?
Kitchen
Favorite place I’d like to be at right now?
Bed
Four people I think will respond
Curious
Here’s what you are supposed to do….make a new note, delete my answers, type in your answers and send it to a bunch of people, including me.
Og?
https://www.facebook.com/notes/eva-hauksdottir/og/47178348659/
Hvern andskotann á maður eiginlega að gera?
Ég á eitthvert smotterí í Sunlife og píndi syni mína til þess fyrir nokkrum árum að setja hluta af sínum sparnaði þangað líka. Það var reyndar ekkert smá vesen að setja saman pakka af gróðavænlegum fyrirtækjum sem ekki eru augljóst handbendi djöfulsins. Það sem þeir áttu hér er auðvitað farið fjandans til, eða það sem verra er, ofan í vasa svikahrappa. Halda áfram að lesa
Spennufall
Kom heim úr stríðinu þreytt en sæl. Bjóst einhvernveginn við að almenningur áttaði sig á hvað hefði gerst. Reiknaði með sigurvímu og þjóðhátíð fram eftir nóttu. Ekki alveg. Þjóðin virðist hafa litið svo á nú væri ákveðnu verkefni lokið, fremur en að sigur hafi unnist. Fólkið fór bara heim og eldaði kjötfars. Halda áfram að lesa
Opin dós
Ég opnaði dósina og í henni var maískorn. Gult eins og gleðin, sætt en samt hollt og alltaf viðeigandi.
Hvað er í dósinni?
Höndin sem fæðir mig færði mér niðursuðudós í fyrradag. Sem væri svosem ekki í frásögur færandi nema af því að hún vakti hjá mér tilfinningu sem ég hélt að væri dauð.
Þessi ofur sérstaka niðusuðudós er ómerkt. Ekki með neinum miða. Ég veit ekki hvað er í henni. Og merkilegt nokk, ég upplifi forvitni, eftirvæntingu, eins og þegar ég var lítil og fékk innpakkaða afmælisgjöf. Halda áfram að lesa
Aðdragandi
Í gær fór ég allt í einu að hugsa um hvernig það væri að kyssa þig.
Sem er óvenjulegt, því yfirleitt lít ég á það sem rosalega alvarlegan hlut að kyssa. Miklu alvarlegri en að skiptast á líkamsvessum. Og hvað mig og þig varðar þá held ég að það yrði ekki, tja beinlínis alvarlegt, eða þannig séð… já, svo jafnvel þótt við …já…, sem væri alls ekki viðeigandi og stendur ekki til, þá myndum við nú varla ganga svo langt að kyssast. Held ég. Halda áfram að lesa
Nýi kærastinn minn
Nei sko. Myndin af honum Grími, tryggasta aðdáanda mínum birtist á Nei. Ég á frægan kærasta. Kannski ekki sérlega gáfaðan en hann er allavega smekkmaður á höfuðfatnað.
(Síðar kom reyndar í ljós að sá grímuklæddi var ekki lögga)
Opið ræsi
Ég man mjg sjaldan drauma en síðustu nótt dreymdi mig einn táknrænan.
Ég var á Hverfisgötunni og rétt fyrir neðan Þjóðleikhúsið var búið að grafa alla götuna upp, miklu dýpra en svo að mögulegt væri að þetta væru aðeins vegaframkvæmdir. Lóa Aldísar var þar og kvikmyndatökumaður með henni og ég gekk til Lóu og spurði hvað væri að gerast. Hún sagði mér að stærsta klóakrottan hingað til væri fundin og einnig fullt af pöddum. Ég leit niður í uppgrafið ræsið og sá þar rottu, miklu stærri en nokkurn kött. Hún var ógeðfelld en ég varð hvorki hrædd né hissa, fannst kannski aðallega skrýtið að sjá bara eina rottu. Ég undraðist hinsvegar mikinn fjölda af pöddum sem líktust kakkalökkum
Plastkona
Maðurinn sem teiknar hugaróra á hafsbotni kom til mín í dag og færði mér að gjöf brúðu eina stóra. Kvað það koma til af því að hann hefði ákveðið að gerast plastpokamaður í kreppunni og brúðan, sem er tæpir 2 metrar á hæð en samt með grennri læri en ég, kæmist ekki fyrir í plastpokanum úti í horni á heimili unnustunnar. Hann spurði hvort væri ekki langt síðan einhver hefði gefið mér brúðu en áður en ég gat svarað því bankaði annar gestur upp á svo samræðurnar snerust að öðru. Halda áfram að lesa
Týr
Þingvallaskógur rétt fyrir dögun.
Völvan situr á gæruskinni og vaktar eldstæðið. Horfir milli trjánna á víkingana niðri á flötinni. Stingur mjórri grenigrein í eldinn. Handleikur rúnina sem hún fann í vasa sínum um morguninn. Týr. Getur ekki rifjað upp hvenær eða af hvaða tilefni hún stakk einmitt þessari rún í vasann en hún á vel við þessa dagana. Halda áfram að lesa
Lurða
Ég yrði leiðinlegur sjúklingur. Þarf ekki annað en smá slappleika til kalla fram í mér megna gremju. Mér finnst beinlínis ósanngjarnt að ég verði lasin. Var orðin hress undir kvöld og druslaðist á borgarafund. Halda áfram að lesa
Annir hjá tmd
Ég er farin að finna til með Grími. Manngarmurinn virðist bara alltaf vera í vinnunni. Allavega var einhver hjá tmd (sama ip-tala og sú sem Grímur notaði til að tjá sig á kerfinu mínu) farinn að skoða sápuóperuna mína upp úr kl 9 í gærmorgun og fór inn á hana reglulega allan daginn, alltl til 9:32 um kvöldið. Var svo kominn inn aftur kl 6:01 í morgun. Þessi mikla viðvera vekur spurningar um hvort Grímur sé með svefnpoka á starfsstöðinni. Sama ip tala kemur nefnilega stundum inn af og til alla nóttina líka en Grímur hefur líklega fengið frí frá næturvaktinni í nótt og hangið í tölvunni heima hjá sér í staðinn.
Nema skýringin sé sú að Grímur og kolllegar hans séu á vöktum við að runka sér yfir blogginu mínu, því ? Nei, það getur nú ekki verið. Líklega þarf ég að fá lyf gegn þessari vænisýki.
Kukl
Leigubílsstjórinn varð dálítið kindarlegur þegar við nornafeðgarnir stigum inn í bílinn, vopnaðar hrafnskló og hauskúpu af rollu og báðum hann að stoppa við kirkjugarðinn. Það viðraði vel til galdrakúnsta í þessari fyrstu tunglfyllingu ársins en sjálf hef ég takmarkaða trú á því að kirkjugarðar séu öðrum stöðum magnaðri, held það hafi frekar verið veðrið og já, kannski tvær laggir af púrtvíni sé ekki eins galin hugmynd og ég hef haldið. Halda áfram að lesa
Enn einn fyrirlestur um hamingjuna
Hamingjan byggist á 4 undirstöðum: veraldlegu öryggi (ekki ofgnótt), góðri heilsu (ekki þar með sagt að maður þurfi að vera afreksmaður í íþróttum eða efni í fyrirsætu), tilfinningalegu öryggi (ekki rómantískri ást) og tækifærum til að sinna reglulega einhverju sem maður hefur áhuga á og gefur manni egóbúst. Halda áfram að lesa