Lurða

Ég yrði leiðinlegur sjúklingur. Þarf ekki annað en smá slappleika til kalla fram í mér megna gremju. Mér finnst beinlínis ósanngjarnt að ég verði lasin. Var orðin hress undir kvöld og druslaðist á borgarafund.

Almennt er ég frekar hrifin af fasískri fundastjórn, það er bara svo miklu skilvirkara ef hægt er að hemja umræður um eitthvað sem kemur efni fundarins ekkert við, en fyrr má nú pota en rota. Held að fólk verði bara að horfa á sjónvarpið á miðvikudagskvöld til að sjá hvað ég á við.

Ég er annars hætt við að birta berrassamyndir af mér á blogginu. Ég er búin að sjá að ég þarf ekkert að fara út í svoleiðis aðgerðir til að svala athyglisfýsn minni. Grímur kíkti allavega á sápuóperuna 18 sinnum í dag og vitleysingur sem sendi hótunarpóst á netfang Saving Iceland fyrir nokkrum vikum er farinn að tjá sig á moggablogginu mínu. Ég lifi á áhugaverðum tímum.

Annars rann það upp fyrir mér núna áðan, þvert á það sem ég hef hingað til haldið, að kaffi er í eðli sínu vondur drykkur. Mér varð það á að súpa af kaffibolla í myrkri og það er bara mjög undarleg upplifun.

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Lurða

 1. ——————————

  ok
  mitt eigid blogg,. he he. nei takk. bloggid titt er svo skemmtilegt. eg drekk aldrei kaffi i myrkri tad bragdast odruvisi i myrkri.

  Posted by: gar | 13.01.2009 | 10:30:57

   ——————————

  Ég sé þá nú samt alveg fyrir mér (vitleysingana altså) góna á berrassamyndir og klóra sér í hausnum 🙂

  En þetta eru áhugaverðir tímar, það er alveg satt.

  Posted by: Harpa J | 13.01.2009 | 11:37:26

   ——————————

  Hey, fordómar !
  Ég hef beðið hér spenntur en stilltur eftir berrassamyndum.
  Er ekki hægt að birta berrass þeim sem koma ekki frá tmd.is ?

  Posted by: Hugz | 13.01.2009 | 13:08:57

   ——————————

  MMMMmmm morgunkaffið mitt er ennþá betra í fallegu bollunum úr Nornabúðinni. Ég drekk það oftast í myrkri inni í rúmi, ég er svo vel gift.

  Posted by: Kristín | 13.01.2009 | 19:44:26

Lokað er á athugasemdir.