Í hvelli

Ingólfur er snillingur. Hann kláraði umbrotið á 2 dögum og síðan erum við búin að púsla, breyta og bæta á methraða. Ég reikna með að handritið verði orðið útgáfuhæft ekki seinna en um mánaðamótin og sennilega miklu fyrr en það er eitt vandamál óleyst sem gæti tafið okkur.


Ég set myndir og annað efni sem tengist bókinni inn á Launkofann og það verður nú opnað fyrir stærri hóp en það eru ekki nema um 20 manns sem hafa haft aðgang að því hingað til. Ég er reyndar búin að skipta um lykilorð á Launkofanum svo þeir sem hafa haft aðgang þurfa að hafa samband til að fá nýjan lykil ef þeir hafa áhuga á að skoða þetta. Ég er búin að loka eldri færslum þar, allavega í bili en ég hef ekki eytt neinu, svo aðdáendum Launkofans er óhætt að anda með nefinu.

Þeir sem hafa áhuga á að fá aðgang geta sent mér póst á eva.evahauksdottir@gmail.com eða haft samband á facebook. Ég er ekki tilbúin til að láta bláókunnuga fá aðgang á þessu stigi en vona að fólk sýni því skilning, það er ekki ætlunin að móðga neinn.

Góðir hlutir gerast hægt.
Frábærir hlutir gerast hinsvegar í hvelli.

Launkofinn lokaður

Ég verð víst að biðja aðdáendur launkofans að anda með nefinu. Ástæðan fyrir því að þið komist ekki inn er sú að ég er að flytja á milli léna og einhver hjá vodafone hefur fiktað eitthvað í stillingunum. Ég kemst ekki inn sjálf og í gær og dag lágu bæði athugasemdakerfið og ritstjórnarsíðan fyrir lénið niðri svo ég hef ekkert sett neitt nýtt inn hvort sem er. Halda áfram að lesa

Myndskeið nr. 2

https://www.youtube.com/watch?v=PKtBolx_Y9c

Þegar við settum fyrsta myndskeiðið í loftið, reiknuðum við alveg með heimskulegum viðbrögðum. Við höfum aðeins fengið örfáar athugasemdir opinberlega en feministar hafa hnýtt í Ingó fyrir að vera klámhundur og mikill sægur fávita hefur sent mér einkaskilaboð á facebook eða með tölvupósti. Halda áfram að lesa

Æ, þessi tími

Voðalega líður tíminn hratt. Ég flýg út á fimmtudag og hef eki náð að gera nærri allt sem ég hafði hugsað mér í þessari ferð. Sem betur fer eru það þó hlutir sem skipta ekki svo miklu máli. Ég náði að hitta flesta sem mig langaði og við náðum allri vinnu við bókina sem ég á annað borð get unnið. Réttarhöld í flugvallarhlaupsmálinu halda áfram á morgun og það er út af fyrir sig ágætt að ég skuli ná að vera viðstödd.

Sápan heldur sumsé áfram á morgun, ef ég finn þá tíma til að blogga.

20 fermetrar

Ég skil son minn hinn mannfælnari svosem vel að vilja vera út af fyrir sig. Ég vil fá hann út til Danmerkur en ég skil svosem hans rök fyrir að vilja það ekki. Ég skil hinsvegar ekki í öðrum eins ruslasafnara að vera tilbúinn til að greiða morð og milljón fyrir afnot af húsnæði sem er á stærð við fataskáp. Halda áfram að lesa

Bara eitt vandamál óleyst

 Jæja, allt tekur þrisvar sinnum lengri tíma en maður reiknar með í upphafi en loksins sé ég fram á að bókin okkar verði útgáfuhæf, ekki seinna en um næstu mánaðamót.

Stóra vandamálið í augnablikinu er að snillingurinn og dugnaðarforkurinn hann Ingólfur er ósammála mér um úgáfuformið. Mér hefur þótt einstaklega gaman að vinna með Ingó. Hann skilur mig nógu vel til að velja svipbrigði og sjónarhorn sem ríma algerlega við andblæinn í textanum og það hefur engan skugga borið á okkar samstarf. Vandamálið er hinsvegar að honum finnst það ’öfgakennd’ hugmynd að  pappírsnotkun sé í eðli sínu ofbeldi gegn trjám, og heldur fast við þá hugmynd að gefa hana út á pappír, þótt rafbók sé augljóslega hagkvæmari og umhverfisvænni kostur. Halda áfram að lesa

Allt komið á flug

Góðir hlutir gerast hægt. Frábærir hlutir gerast hinsvegar í hvelli. Þegar ég kom til Íslands þann 7. janúar var textinn nokkurn veginn klár, teikningarnar af Birtu og líklega 8-10 myndir. Hinsvegar var öll uppsetning eftir. Við kláruðum hana á 4 dögum og nú eigum við bara eftir að ganga frá nokkrum endum, setja inn barnæskumyndir og lesa próförk.

Ef okkur gengur jafn vel með kynningarmyndskeiðin, þá ætti bókin að vera orðin útgáfuhæf um mánaðamótin.