Það kostar ekki bara þjáningu að vera fögur, það kostar líka bæði tíma og peninga. Stundum þarf maður m.a.s. að vera í sæmilegu formi líkamlega og/eða andlega til að vera fær um að fremja fegrunaraðgerðir í heimahúsum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: 5. hluti Óbærilegur léttleiki
Játning dagsins
Það er toppmál ef fatlaðir geta lifað því lífi sem þeir sjálfir kjósa helst. Frábært að þátttaka þeirra á öllum sviðum samfélagsins aukist jafnt og þétt.
Ég játa með ósæmilega litlum skömmustuvotti að það gleður skrattakollinn í mér að sjá fyrir mér framboðslista fatlaðra til alþingiskosninga. Þeir gætu boðið sig fram undir slagorðinu „Fleiri þroskahefta á þing“.
Þetta var ljótt. Má ekki segja svona.
og svo bara dó hún…
Ertu dáin út í bláinn…
Og hversvegna er manneskju í sjálfsvígshættu hleypt út af geðdeild fylgdarlaust?
Af því að hún var ekki drykkjusjúklingur?
Af því að hún hætti ekki að mæta í vinnu þótt henni liði djöfullega?
Af því að hún vanrækti ekki barnið sitt?
Af því að hún hætti ekki að þrífa sig?
Af því að hún öskraði ekki á athygli, hótaði ekki eða hegðaði sér eins og bjáni?
Af því að hún hlaut að vera of greind til að trúa því í alvöru að líf hennar væri ónýtt?
Af því að hún hlaut að vera of góð og tillitsöm manneskja til að gera fjölskyldunni annað eins? Halda áfram að lesa
Rassgat!
Lengi hélt ég að enginn vildi mig.
Svo áttaði ég mig á því að almennilegir menn vilja mig alveg. Það voru bara fávitarnir sem vildu mig ekki. Það var ég sem var vandamálið. Ég varð bara hrifin af fávitum og almennilegir menn eru ekkert að reyna við konur sem sjá þá ekki. Þegar ég áttaði mig á þessu fór ég að horfa á aðrar týpur. Halda áfram að lesa
Takk Þórfreður
…fyrir bókina.
Hún er yndisleg.
Þessi ódýru trix sem virka
Lærlingurinn hefur, eins og allir vel uppaldir piltar, mikið álit á kærustunni sinni. Honum finnst lítið koma til rómantískrar hugmyndaauðgi þeirra manna sem færa konum sínum blóm og súkkulaði og segist ekki hafa neina trú á því að sín heittelskaða sé nógu „grunnhyggin“ til að falla fyrir svo „ódýru trixi“. Halda áfram að lesa
Ruglið
Hann var með samskiptatæknina á hreinu. Sem er auðvitað toppmál. Jós yfir mig runu af gullhömrum með löngu eeeni í lokin.
-eeeeen, þú virðist standa í einhverju ruglsambandi og ég velti fyrir mér hvað þú ætlir að gera í því.
Ég sagðist ekki kannast við neitt „ruglsamband“. Ég ætti að vísu sálufélaga sem mér þætti innilega vænt um og ég reiknaði með að yrði hluti af lífi mínu áfram, rétt eins og Keli, pabbi minn, synir mínir og hver annar sem ég elska mikið. Hvort hann vildi vera svo vænn að skilgreina fyrir mig rugl. Halda áfram að lesa
Einhvernveginn þannig
-Hvers konar tilfinningar berðu þá til hans? spyr Lærlingurinn og það er von að hann spyrji. Í skilgreiningaróðu samfélagi sem samt sem áður viðurkennir aðeins eina tegund tilfinningatengsla milli manns og konu, fer ekki hjá því að fólki þyki undarlegt að maður elski einhvern mjög mikið en þarfnist samt tengsla við einhvern gerólíkan honum. Halda áfram að lesa
Óvænt afhjúpun
Ég minnist þess ekki að hafa séð hann fyrr en hann er svipuð týpa og Hugi í útliti. Rétti mér pakka í bleikum silkipappír og kvaðst vilja færa mér gjöf í tilefni af Hrekkjavöku.
-Hver ert þú eiginlega? spurði ég undrandi, enda nýbúin að skoða póstinn minn og samkvæmt honum virðist ekki tiltakanlegur hundraðþúsundkallaskortur hrjá lesendahóp minn. Allavega engin fyrirheit um karl í kynnisferð í dag. (Á samt stefnumót við einn óséðan í kvöld)
-Lestu kortið, svaraði hann og snaraðist út.
Í pakkanum var myndskreytt ævintýrabók, „The Widow´s Broom“ eftir Chris Van Allsburg.
Undir kortið ritar „Þórfreður“.
Ég taldi mig hafa sannreynt þá kenningu að Þórfreður væri fullreyndur fáviti sem af og til skýtur upp kollinum í von um að ég sé orðin afhuga þeirri skoðun að sá sem leggur líf manns í rúst þrisvar sinnum, muni gera það í fjórða sinn ef hann fær ráðrúm til.
Ég hafði rangt fyrir mér. Þ.e.a.s. um að Þórfreður væri fávitinn í dulargervi. Hin kenningin er enn í fullu gildi.
Ætli Du Prés birtist næst?
Fengir og tími
Tvö stefnumót bókuð í vikunni. Vííí! Það er greinilega vit í því að bjóða fundarlaun (sem hefðu hvort sem er farið í makaleitartilraunir, mun ólíklegri til árangurs).
Ég skora samt enn og aftur á alla sem langar í hundraðþúsundkall að plögga mig. Muna bara að ég er ekki að leita að bólfélaga eða kærasta heldur maka. Ég trúi ekki á kærustusambönd. Vinkona mín var búin að þekkja manninn sinn í 9 ár áður en þau giftust. Þau skildu. Önnur varð fyrir því að eftir 20 ára hjónaband stóð maðurinn upp frá morgunverðarborðinu og sagðist „ekki nenna þessu lengur“ án þess að húnhefði nokkra vitræna ástæðu til að halda að eitthvað væri að. Langur tími er sumsé engin trygging fyrir eilífri ást og hamingju. Sæmilega glöggt fólk ætti ekki að þurfa meira en sex mánaða tilhugalíf til að gera upp við sig hvort það er tilbúið til að búa saman, með þeim fórnum sem sambúð útheimtir. Sumsé, ef þú þekkir einhvern frambærilega sem er í alvarlegri makaleit, sendu hann þá til mín.
Óskilamaðurinn
Hann reyndist vera innanhússmaður hjá mikilvægri valdastofnun.
Mér þykir líklegt að hryðjuverkasamtök heimilisins álíti hann áhugaverðari fyrir bragðið.
Óskilamaður á leiðinni
Óskilamaðurinn er á leiðinni.
Mér skilst að hann ætli að fóðra mig í einu af þorpum Satans við ströndina. Ekki samt þar sem ég eldaði sjálf á sínum tíma.
Ég bjó í þessum sveitarfélagshundsrassi í rúm þjú ár. Ekki veit ég hvaða geðbilun fékk mig til að tolla þar svo lengi.
Einfaldlega
-Lokaðu búðinni og sinntu mér! sagði hann og þrýsti mér að sér.
-Þú fyrirgefur en þetta faðmlag jaðrar við að vera erótískt. Hvurslags ástsýki er eiginlega hlaupin í þig?
-Þú ætlar að hitta mann. Kannski er þetta síðasta tækifærið mitt til að vera hjá þér.
-Drottinn minn dýri! Ég ætla í bíltúr austur fyrir fjall. Með manni sem ég hef aldrei séð og veit ekkert um. Ætli við hittumst nú ekki aftur áður en ég gifti mig! Halda áfram að lesa
Óskilamaður
Í morgun frétti ég af manni í óskilum. Kannski má ég eig´ann.
Útsendarar Satans
Ég gekk til dyngju minnar til að hafa fataskipti áður en ég opnaði búðina. Þar sem ég stóð á nærbuxunum var barið að dyrum eigi allóhraustlega og ég heyrði óm af samræðum fyrir utan. Halda áfram að lesa
Missti af
Ég missti af haustinu.
Missti af sumrinu líka.
Og vorinu.
En veturinn ætlar ekkert að fara fram hjá mér.
Fundarlaun fyrir réttan maka
Mig langar í mann og það er laugardagskvöld. Ætti ég þá ekki að vera á leiðinni út á lífið? Það er víst lítill tilgangur í því að kasta ástargaldri ef maður fylgir honum svo aldrei eftir.
Málið er að ég nenni því ekki. Mig langar í mann en ekki nógu mikið til að ég sé tilbúin til að leggja það á mig að fara inn á þá subbulegu og þrautleiðinlegu staði sem kallast skemmtistaðir. (Auk þess eru mennirnir sem ég hef áhuga á ekki þar, heldur einir heima hjá sér með góða bók eða bíómynd.) Halda áfram að lesa
Án markmiðs
Stundum sat ég langtímum og horfði á líf mitt líða hjá.
Það voru alls ekki slæmir dagar.
Vitræn samúð
Ég var fyrst núna að lesa Flugdrekahlauparann. Þetta er góð bók, það vantar ekki, örlagasaga tveggja drengja sem alast upp í Afghanistan. Þetta er bók sem allir ættu að lesa en ég er samt ekki snortin. Sagan er til þess fallin að græta væmnisfrírri manneskju en mig en mér þykir bara ekkert vænt um aðalpersónurnar. Sögumaðurinn er sjálfhverf raggeit, vinur hans vammlaus og þrælslundaður. Ég kann illa við þá báða.
Samúð? Jú ég finn til samúðar með þeim á sama hátt og ég hef samúð með glæpamönnum og alkóhólistum. Það er vitræn samúð, siðferði fremur en tilfinning. Vitneskjan um að breiskleiki sé sammannlegur kvilli og að oftast séu gjörðir manna skiljanlegar, þótt þær séu ekki réttlætanlegar. En það er ekki samlíðunin með Ástu Sóllilju á jörðinni.
Staðreynd
–Ég hef saknað þín.
-Það þykir mér vænt um.
-Hvað var þetta? Kaldhæðni?
-Heldurðu?
-Æi, viltu ekki dylgja við mig. Ég skil ekki dylgjur. Halda áfram að lesa