Inngangur að innflytjendamýtum

Síðustu daga hafa nokkrar mannvitsbrekkur sem kalla sig þjóðernissinna, tjáð sig um málefni strokuþrælsins frá Máritaníu á umræðukerfi DV. Þótt ég aðhyllist frjálslega flóttamannastefnu, skil ég vel áhyggjur þeirra sem sjá fyrir sér hörð kynþáttaátök og hafa áhyggjur af því að mikill fjöldi innflytjenda ali af sér efnahagsvanda og ýmis félagsleg vandamál. Ég hef hinsvegar takmarkað umburðarlyndi gagnvart skoðunum þeirra sem álíta að lausnin á þessum vanda sé fólgin í aðskilnaðarstefnu og telja hvítt fólk og kristið á einhvern hátt öðru fólki æðra og rétthærra. Halda áfram að lesa

Hjartarsalt í minningu Sævars Ciesielksi

Undir stéttinni í bakgarðinum mínum býr maurasamfélag. Stundum sé ég kvikindin hreinlega streyma upp úr glufu milli hellnanna, hundruðum saman og marsera upp á þröskuldinn. Ég strái dátlitlu hjartarsalti á þröskuldinn og í kverkarnar, þeir forðast það og halda sig mest úti í garði. Þetta eru skaðlaus grey, jafnvel dálítið krúttleg hvert um sig um en verða ógeðþekk þegar þau koma saman í þúsundatali. Mér er sama um þá í hæfilegri fjarlægð en vil síður hafa þá iðandi á eldhússborðinu mínu.

Halda áfram að lesa

Þegar Vestmannaeyjapakkið lagðist á velferðarkerfið

Ég var á 6. ári þegar ég fann í fyrsta sinn til samúðar með ókunnugum. Fram að því höfðu ókunnugir verið einhverskonar grár massi sem kom manni ekki við en nú allt í einu var raunverulegur áhyggjusvipur á foreldrum mínum og ég settist í fyrsta sinn niður við fréttatíma sjónvarpsins. Ég man að ég hugsaði að ég hlyti að vera orðin mjög stór fyrst ég væri að horfa á fréttirnar en líklega hafa liðið nokkur ár þar til annað fréttaefni vakti áhuga minn. Það var ekki ég sem var stór, heldur voru þetta stórfréttir. Halda áfram að lesa

Ómar Valdimarsson finni sér vinnu sem hann ræður við

Ómar R. Valdimarsson segist eftir að hafa lesið Hæstaréttardóminn, sannfærður um sekt sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ég velti því fyrir mér hvort Ómar hafi virkilega ekkert frétt af því að þeir sem dæmdu málið voru hinir sömu og fóru með rannsókn þess. Halda áfram að lesa

Lögfest mannréttindabrot

Enda þótt alþjóðlegir mannréttindasáttmálar tryggi rétt flóttamanna til að bjarga lífi sínu með því að villa á sér heimildir á meðan þeir eru að komast í öruggt skjól, skirrast íslensk stjórnvöld aldrei við að þverbrjóta þessi sjálfsögðu mannréttindi. Svo langt gengur viðbjóðurinn að þrátt fyrir að gæsluvarðhaldi megi aðeins beita þegar hætta er á að glæpamaður spilli rannsókn máls eða vegna þess að hann er álitinn hættulegur, er í lögum sérákvæði um útlendinga sem talið er að villi á sér heimlidir. (Sjá útlendingalögin 5. kafla, 29.grein.) Halda áfram að lesa

Þarf að hreinsa út úr Hæstarétti?

Vinsamlegast hlustið á viðtalið við Ragnar Aðalsteinsson.

Það er semsagt ekki hægt að fá málið tekið fyrir hjá mannréttindadómstólum. Og jafnvel þótt óháð rannsóknarnefnd komist að þeirri niðurstöðu að rannsóknaraðferðir hafi verið ólögmætar, munu sakborningar ekki fá uppreisn æru við það. Halda áfram að lesa