Í júlí síðastliðnum skilaði settur ríkissaksóknari, Davíð Þór Björgvinsson, áliti sínu á beiðni um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmála. Niðurstaða hans var sú að rök séu fyrir endurupptöku í málum Sævars Ciesielski, Tryggva Rúnars Leifssonar, Alberts Klahn Skaftasonar og Guðjóns Skarphéðinssonar. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Sævar Ciesielski
Hjartarsalt í minningu Sævars Ciesielksi
Undir stéttinni í bakgarðinum mínum býr maurasamfélag. Stundum sé ég kvikindin hreinlega streyma upp úr glufu milli hellnanna, hundruðum saman og marsera upp á þröskuldinn. Ég strái dátlitlu hjartarsalti á þröskuldinn og í kverkarnar, þeir forðast það og halda sig mest úti í garði. Þetta eru skaðlaus grey, jafnvel dálítið krúttleg hvert um sig um en verða ógeðþekk þegar þau koma saman í þúsundatali. Mér er sama um þá í hæfilegri fjarlægð en vil síður hafa þá iðandi á eldhússborðinu mínu.
Látum ekki málið deyja með Sævari
Sævar Ciesielski er látinn.
Hann sat í einangun í tvö ár. Hann var beittur pyndingum. Hann var sakfelldur fyrir morð sem enn er ekki sannað að hafi verið framin og sem útilokað er að hann og aðrir sem sakfelldir voru hafi framið. Halda áfram að lesa