Ómar Valdimarsson finni sér vinnu sem hann ræður við

Ómar R. Valdimarsson segist eftir að hafa lesið Hæstaréttardóminn, sannfærður um sekt sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ég velti því fyrir mér hvort Ómar hafi virkilega ekkert frétt af því að þeir sem dæmdu málið voru hinir sömu og fóru með rannsókn þess.

Ég get alveg tekið undir hvatningu til almennings um að kynna sér dóm Hæstaréttar en bendi á að það er ekki síður ástæða til að kynna sér önnur gögn málsins. Hlustið áþetta viðtal við Ragnar Aðalsteinsson. Skoðið svo þennan vef, ekki aðeins dóm hæstaréttar heldur einnig greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar, greinargerð Sævars Ciesielski og álit lögfræðinga. Skoðið einnig skýrslur sem teknar voru af sakborningum og vitnum og metið sjálf hversu trúverðugur framburður þeirra var.

Af hverju minnist enginn sakborninga á veðrið nóttina sem Guðmundur hvarf? Hvernig tókst þeim að rugla saman svo ólíkum bílum og því hvernig líkinu var komið fyrir í bílnum? Er yfirhöfuð hægt að koma líki af stórum karlmanni inn í bjöllu sem þegar er troðfull af hnjám? Hvernig komust sakborningar til Keflavíkur á svo skömmum tíma kvöldið sem Geirfinnur hvarf? Hversvegna var Erla að játa á sig morð, hefði ekki verið einfaldara fyrir hana að segja sannleikann? Hvernig tókst fólki sem réði ekki einu sinni við að svíkja fé út úr póstinum án þess að upp kæmist, að láta tvö lík hverfa án nokkurra ummerkja um neitt sem tengdi hina horfnu við þau?

Þær spurningar sem hæstarétti yfirsást að bera fram, skipta hundruðum en auk þess var dómstóllinn undir pólitískum þrýstingi um að sakfella þetta fólk. Við skulum því ekki líta á dóminn sem eina eða mikilvægasta gagnið í þessum málum og legg ég til að Ómar R. Valdimarsson leggi fyrir einfaldara starf en rannsóknarblaðamennsku,

Þeir sem ekki kæra sig um að lifa við réttarfar þar sem fólk er dæmt fyrir glæpi af því að Framsóknarmaddaman heimtar það, á grundvelli játninga sem þvingaðar eru fram með ofbeldi og lyfjagjöf, geta skrifað undir hér.

Share to Facebook