Sorptækum gulrótum bjargað

gulraetur

Síðasta sunnudag sagði ég frá reynslu minni af grænmetiskaupum. Þar sem óskemmdar gulrætur fengust ekki í Krónunni síðasta sunnudagsmorgun fór ég tómhent heim. Um kvöldið var ég svo á ferð með fólki sem átti erindi í Hagkaup í Skeifunni og ég ákvað að fara inn með þeim í von um að ástandið væri betra þar en í ódýrari búðum. Halda áfram að lesa

Boðið pláss í Konukoti, eftir 13 ár á biðlista hjá borginni

lykill

Framkvæmdirnar við Grettisgötu hafa ekki aðeins vakið reiði vegna fyrirætlana um að rífa hús og fella tré, heldur kemur yfirgangur hins nýja eiganda einnig illa við íbúana. Nýi eigandinn er Nordik lögfræðiþjónusta sem samkvæmt upplýsingum Kvennablaðsins er leppur fyrir þýska fjárfesta. Halda áfram að lesa

Um hönnun og stuld

krummi1Lög um höfundarrétt eru úrelt. Þau eru ekki miðuð við nútímatækni og þau eru ekki miðuð við internetið. Netið gerir það reyndar að verkum að það er full þörf á því að samræma höfundarréttarlög um allan heim.

En lögin ættu ekki bara að þjóna þeim tilgangi að tryggja fólki rétt til heiðursins og tekna af eigin hugverkum, heldur ættu þau líka að vernda hinn almenna borgara gegn bulli á borð við það að handverkskennari sé að kenna börnum hönnunarþjófnað með því að láta þau styðjast við teikningar annarra.  Það er fráleit hugmynd að hönnuðurinn verði af tekjum þótt verk hans séu notuð í kennslu. Ég hef ekki tíma til að skrifa um þetta efni í dag svo þessi pistill sem ég birti 2011 verður að duga í bili.

Telur Sveinbjörg að Rússneska réttrúnaðarkirkjan sé ekki kirkja?

forget-to-mention-morons_o_863318Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknar og flugvallarvina sagði í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu núna áðan að það hefði ekki verið stefna Framsóknarflokksins að koma í veg fyrir moskubyggingu í Reykjavík, heldur hefði hugmyndin komið upp eftir að borgarbúar hefðu lýst andstöðu sinni við moskuna. Halda áfram að lesa