
Hagl er rún tímabundinna erfiðleika. Í galdri er hún notuð sem refsirún, til þess að kalla erfiðleikahríð yfir þann sem hefur gert á hlut manns. Þótt markmiðið sé ekki að valda varanlegum skaða er alltaf vafasamt að nota bölrúnir og í versta falli getur það hitt nornina sjálfa eða einhvern annan en hún ætlaði.
Í rúnalestri er Hagl merki um að erfiðleikar séu óhjákvæmilegir en að í þessu tilviki sé best að berjast ekki af krafti heldur að bryjna sig sem best og standa af sér hríðina. Rétt eins og haglél bítur erfiðleikahríðin svo undan svíður en hún gengur blessunarlega fljótt yfir.


Vend er happarúnin, sú sem vendir böli í gæfu og kallar fram gleði, skemmtun og nýjar hugmyndir. Vend er skemmtilegasta rúnin og í galdri er hún notuð til að bæta úr slæmu ástandi og kalla fram heppni sem hvetur mann til dáða. Ekkert illt hlýst af notkun hennar.
Ég hef ekki víðtæka reynslu af útilegum. Fór í fyrstu útileguna án fylgdar fullorðinna árið 1983 og lét mér það að kenningu verða.
Gjöf er mesta gæfurúnin í norræna rúnarófinu. Í galdri er húr notuð til að kalla fram gæfu í hverskyns aðstæðum og sér í lagi í samskiptum. Gjöf er rún ástar, vináttu og þakklætis og alltaf er óhætt að nota hana í galdri því útilokað er að gera neitt illt með því hugarfari sem hún táknar.
Kaun er rún erfiðleika og sársauka. Í galdri er hún notuð til hefndar en eins og títt er um forneskju er hætt við að það bitni verst á norninni sjálfri og því mælt með að leita frekar annarra ráða til að jafna metin, sé þess þörf.
Reið er rún ferðalaga og ævintýra. Í galdri er hún notuð til að finna ný og spennandi tækifæri og efla hugarflug og sköpunargleði. Eins er hún notuð til verndar í óvæntum og ískyggilegum aðstæðum. Reið er engin stöðugleikarún og varfærni er þörf við notkun hennar.
Æsir eru tákn menningar, hernaðar og visku og Ás er viskurúnin. Hún táknar bæði bókvit og þá visku sem menn öðlast af reynslunni. Í galdri er hún notuð til þess að finna rétt og skynsamleg svör við ráðgátum og góð ráð í hverjum vanda.
Ég hef lítið notað
Úr eða Úruxi er tákn nautsins sem plægir jörðina. Uxinn fer ekki mjög hratt en hann lætur engar fyrirstöður stöðva sig, Þetta er því rún styrks og þrautseigju. Í galdri er hún notuð til að efla viljastyrk og einbeitingu að einu markmiði.
Eins og nafnið gefur til kynna er Fé rún búfénaðar sem er forgengileg eign en um leið eign sem getur ávaxtast. Fé er notuð í galdri til þess að auka möguleika á hagnaði.
Norræna rúnarófið er kallað fuþark, eftir fyrstu 6 rúnunum. Rúnir voru ekki notaðar til þess að skrifa bækur heldur í áletranir, t.d. á bautasteina, rúmbríkur og kistla og ekki síður til galdraiðkunar. Á Íslandi var aðallega notað 16 rúna róf en þessi norræna gerð rúnarófsins er eldri og að mínu mati bæði fallegri og skemmtilegri.
Ég hefði seint trúað því að ég ætti eftir að eiga frumkvæði að því að fara í fjallgöngu en mér ofbauð svo úthaldsleysi mitt um síðustu helgi að ég ákvað að við þetta yrði ekki unað öllu lengur svo ég stakk upp á því að fara á Esjuna í dag.
Ég var að skrá norn.is á Blogggáttina en ég hef ekki fylgst með henni í mörg ár. Listinn yfir mest lesnu blogg ársins hefur ekki verið uppfærður frá 2011. Mér sýnist reyndar að stórir netmiðlar sem hafa auglýsingatekjur, og eru uppfærðir oft á dag, hafi nánast yfirtekið Bloggáttina. Þeir sem halda úti sínum eigin lénum eru lítt sýnilegir og bloggarar sem birta skrif sín á bloggsvæðum stóru miðlanna eru í þeirri undarlegu stöðu að keppa um athyglina við miðlana sem þeir skrifa fyrir, frítt.
Ég verð að fara að taka ákvörðun um það hvað ég ætla að gera í vetur. Mig langar nákvæmlega ekkert að taka meistaranám í HÍ, þar er sama ömurlega krossaprófastefnan og í grunnnáminu og gert ráð fyrir 5 námskeiðum á önn. FIMM námskeiðum. Mér hrýs hugur við því. Maður á semsagt að halda áfram að krafsa í yfirborðið á öllu. Læra þúsundir blaðsíðna utan að og reyna að komast hjá því að hugsa sjálfstætt. Engin sérhæfing og sárafá tækifæri til að kafa djúpt í efnið. Ég gubba.
Sumarið hefur verið ósköp ágætt. Ekkert stórkostlega spennandi að gerast en heldur ekki undan neinu að kvarta. Vorum í Hrísey í 3 vikur og mér tókst að 