Eins og nafnið gefur til kynna er Fé rún búfénaðar sem er forgengileg eign en um leið eign sem getur ávaxtast. Fé er notuð í galdri til þess að auka möguleika á hagnaði.
Þegar Fé kemur upp í rúnalestri er það ábending um að spyrjandinn eigi kost á að ávaxta fé sitt en rétt eins og bústofninn þarfnast umhirðu til þess að eign bóndans vaxi, er spyrjandanum nauðsyn á að sýna fyrirhyggju og vinna vel og markvisst að því að láta drauma sína rætast. Ef hún kemur upp með Ísrúninni er það vísbending um stöðugleika í fjármálum – til góðs eða ills eftir því hvernig staðan er.