Rún dagsins er Hagl

Hagl er rún tímabundinna erfiðleika. Í galdri er hún notuð sem refsirún, til þess að kalla erfiðleikahríð yfir þann sem hefur gert á hlut manns. Þótt markmiðið sé ekki að valda varanlegum skaða er alltaf vafasamt að nota bölrúnir og í versta falli getur það hitt nornina sjálfa eða einhvern annan en hún ætlaði.

Í rúnalestri er Hagl merki um að erfiðleikar séu óhjákvæmilegir en að í þessu tilviki sé best að berjast ekki af krafti heldur að bryjna sig sem best og standa af sér hríðina. Rétt eins og haglél bítur erfiðleikahríðin svo undan svíður en hún gengur blessunarlega fljótt yfir.

Deila færslunni

Share to Facebook