Rún dagsins er Þurs


Þurs er bölrún, sú öflugasta í rúnarófinu. Þurs er rún óhamdrar náttúru sem ekkert verður við ráðið. Í galdri er hún notuð til að kalla bölvun yfir óvin en þar sem Þurs er vandmeðfarinn getur slíkur fordæðuskapur auðveldlega snúist í höndum manns og því best að láta hann eiga sig.

Í rúnalestri táknar Þurs áfall sem spyrjandinn getur ekki komið í veg fyrir, svosem náttúruhamfarir, efnahagshrun, sjúkdóma og dauða. Það sem hann getur gert er hinsvegar að bregðast við áfallinu, gera ráðstafanir til að draga úr afleiðingunum ef hann sér það fyrir og  muna að það er engin skömm að leita hjálpar. Það gerðu víkingar einmitt þegar þeir ákölluðu guði sína.

Deila færslunni

Share to Facebook