Greinasafn fyrir flokkinn: Fasystur
Klám er: „það sem ég vil ekki sjá“
Ég rakst á hreint út sagt stórkostlega skilgreiningu á klámi á vefsíðu Kristínar Tómasdóttur.
“Klám eru athafnir sem þú myndir ekki vilja vita af né sjá dóttur þína, systur eða sambærileg skyldmenni í.” Halda áfram að lesa
Píkutalsaðferðin
Ég veit ekki hver setti fram þá kenningu að klám hvetti til kynferðislegs ofbeldis en píkutal antiklámhunda drægi hins vegar úr því. Ég veit heldur ekki með hvaða rökum. Ef nauðgarar ákveða að finna sér geðslegra áhugamál eftir að sjá alþingiskonur gera sér upp fullnægingu á sviði er það vel. Ef það heldur aftur af dónaköllum að heyra lítil börn lýsa því yfir í sjónvarpi að þeir megi ekki dónast í þeim þá er sjálfsagt að nota þá aðferð. Halda áfram að lesa
Nokkur orð um hórdóm
Á sama tíma og gjaldþrot barnungra krakka er sívaxandi vandamál, neysla ólöglegra fíkniefna orðin svo áberandi að samtök hafa verið stofnuð um lögleiðingu þeirra og helmingur þjóðarinnar er á geðlyfjum, Ísland hefur gerst aðili að árásrarstríði, ákveðið hefur verið að drekkja hálendinu og þjóðin fitnar og fitnar og skemmir í sér tennurnar, sjá fjölmiðlar og ákveðnir stjórnmálamenn ástæðu til þess að búa til stór og mikil vandamál úr kynhegðun landans. Halda áfram að lesa