Páll Magnússon var í dag ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Páll þessi var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, árin 1996-2006. Árið 2003 afhenti Valgerður ráðherra (ásamt fjármálaráðherra) flokksbræðrum sínum Búnaðarbankann. Páll er sem sagt maður með reynslu af að einkavinavæða banka. Er þetta í lagi?
Greinasafn fyrir merki: Valdaklíkur og spilling
Spillingarsnillingar
Hér að neðan er útdráttur úr frétt í DV. Fyrir þrjátíu árum varð til hugtakið „löglegt en siðlaust“. Það var Vilmundur Gylfason sem sagði þessi fleygu orð um þá spillingu sem hafði þá þegar gegnsýrt íslenska stjórnsýslu í áratugi. Ætla hefði mátt að þessi afhjúpun á eðli íslenska valdakerfisins yrði til að gera spillingaröflunum erfiðara fyrir, og þá varkárari sem gert hafa út á hana. Raunin hefur orðið allt önnur. Kjötkatlamennirnir hafa eflst að allri dáð, og eru nú sannkallaðir spillingarsnillingar. Halda áfram að lesa
Þjónkun háskóla við valda- og hagsmunaaðila
Í nýlegri frétt á RÚV er sagt frá athugasemdum Ólínu Þorvarðardóttur við kostun á stöðum starfsmanna háskóla, en hún nefndi sérstaklega stöðu Helga Áss Grétarssonar við Lagastofnun HÍ, sem kostuð er af LÍÚ. Hér verður ekki rakið það sem Helgi hefur látið frá sér fara um þessi mál í fjölmiðlum, en augljóst er að ýmsar staðhæfingar hans um þau eru ekki byggðar á óyggjandi niðurstöðum úr rannsóknum. Halda áfram að lesa
Samtrygging, einelti, Ögmundur og Sigmundur
Það er ekki geðslegt að sjá Ögmund Jónasson taka til varna fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hér, og ömurlegt að heyra íslenskt valdafólk tala eina ferðina enn um réttmætar spurningar fjölmiðla sem einelti. Ögmundur gengur reyndar skrefi lengra, og líkir fjölmiðlum við morðingja, sennilega af því honum finnst einelti ekki nógu krassandi lýsing á þeim „ofsóknum“ sem hann og félagar hans verða fyrir. Halda áfram að lesa