Hér að neðan er útdráttur úr frétt í DV. Fyrir þrjátíu árum varð til hugtakið „löglegt en siðlaust“. Það var Vilmundur Gylfason sem sagði þessi fleygu orð um þá spillingu sem hafði þá þegar gegnsýrt íslenska stjórnsýslu í áratugi. Ætla hefði mátt að þessi afhjúpun á eðli íslenska valdakerfisins yrði til að gera spillingaröflunum erfiðara fyrir, og þá varkárari sem gert hafa út á hana. Raunin hefur orðið allt önnur. Kjötkatlamennirnir hafa eflst að allri dáð, og eru nú sannkallaðir spillingarsnillingar. Halda áfram að lesa