Í upphafi árs 2007 ákvað þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, að Háskóli Íslands skyldi fá aukin framlög til rannsókna sem næmi þremur milljörðum á ári. Aukningin átti að koma til á fjórum árum, fram til 2011, sem þar með hefði þrefaldað árlegt beint framlag ríkisins til rannsókna við HÍ . (Aukningin kom ekki til framkvæmda nema sem nam um einum milljarði, vegna hrunsins.) Halda áfram að lesa
Rannsóknarnefnd, ekki starfshóp! Ögmundur!
Ögmundur innanríkisráðherra hefur lýst yfir að hann ætli að skipa starfshóp til að fara yfir Geirfinns- og Guðmundarmálið. Það gætu verið slæmar fréttir. Skipan „starfshópa“ er því miður velþekkt aðferð til að þagga niður gagnrýni, án þess að nokkuð bitastætt sé gert. Það ætti að vera ljóst að til að komast til botns í þessu máli þarf rannsóknarnefnd með víðtækar heimildir til gagnaöflunar og vitnaleiðslu. Slíkar heimildir hefur starfshópur skipaður af ráðherra ekki. Halda áfram að lesa
Steingrímur J. og Bankasýslan
Eftirfarandi póstskipti átti ég í dag við Steingrím J. Sigfússon, en Bankasýsla ríkisins heyrir undir fjármálaráðherra, sem skipar stjórn hennar, og getur því væntanlega rekið hana. Í þessu máli mun koma glöggt í ljós hvort ver öflugra, viljinn til að uppræta það klíkuveldi sem hefur tröllriðið Íslandi áratugum saman, eða þær formlegu girðingar sem valdaklíkurnar hafa reist til að hafa frið fyrir almenningi. Halda áfram að lesa
Einkavinavæðing — taka tvö
Þegar Elín Jónsdóttir sagði upp sem forstjóri Bankasýslunnar sagði hún:
Framundan eru stór og aðkallandi verkefni. Ber þar hæst að leggja þarf drög að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í fjármálafyrirtækjum að hluta eða öllu leyti.
Hrædd stjórnvöld eru hættuleg
Ákveðið hefur verið að flýta setningu Alþingis á laugardaginn, svo hún hefjist klukkan tíu en ekki hálftvö eins og venja hefur verið. Fáir trúa því væntanlega sem skrifstofustjóri Alþingis segir um þetta, nefnilega að þingmönnum sé svo í mun að geta byrjað helgina snemma. Halda áfram að lesa