Í upphafi árs 2007 ákvað þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, að Háskóli Íslands skyldi fá aukin framlög til rannsókna sem næmi þremur milljörðum á ári. Aukningin átti að koma til á fjórum árum, fram til 2011, sem þar með hefði þrefaldað árlegt beint framlag ríkisins til rannsókna við HÍ . (Aukningin kom ekki til framkvæmda nema sem nam um einum milljarði, vegna hrunsins.) Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Búrkur, skíðamenn og skammdegi
Bæði Ingibjörg Sôlrún Gísladóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vilja banna konum að klæðast búrkum á Íslandi. Þorgerður virðist telja að slíkt bann sé í lagi af því að búrkur falli ekki að íslenskri menningu, sjá hér. Ingibjörg er svolítið almennari, og talar um bann við að fólk hylji andlit sitt, af því að „við þurfum líka að sjá framan í fólk á opinberum fundum en ekki búa við það að hluti fundarmanna sé með andlitsgrímur sbr. fund í Iðnó“ eins og fram kemur hér. Halda áfram að lesa