Að gefnu tilefni sendi ég áðan eftirfarandi póst á forsvarsmenn Fletcher-skólans við Tufts University. Halda áfram að lesa
Öfgar í virkjanamálum
Öfgarnar í virkjanamálum eru tvenns konar:
- Annars vegar að vilja rífa helminginn af þeim stórvirkjunum sem byggðar hafa verið.
- Hins vegar að vilja virkja meira, þótt búið sé að virkja sjöfalt það sem þarf til innanlandsnota, það er að segja ef stóriðjan er undanskilin.
Hófsemdarfólkið vill fara bil beggja: Láta hér staðar numið, en ekki rífa neitt af því sem fyrir er.
Rannsóknir og forréttindafemínismi
Ef fimm konur og fimmtán karlar í hundrað manna úrtaki reyndust hafa tiltekinn sjúkdóm dytti manni ef til vill í hug að sjúkdómurinn legðist fremur á karla en konur. Fengi maður að vita að í úrtakinu væru 25 konur og 75 karlar lægi hins vegar beinna við að álykta að sjúkdómurinn væri jafn algengur meðal beggja kynja. Væri um að ræða 10 konur og 90 karla væri nærtækara að álykta að konur væru þrefalt líklegri til að fá sjúkdóminn. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, virðist hafa frumlegri afstöðu til tölfræði. Halda áfram að lesa
Hræðsluáróður um kynlíf unglinga
Í gær var þáttur í Íslandi í dag sem bar yfirskriftina „Kláminu að kenna?“
Þar sagði ung stúlka ófagra sögu af sambandi sem hún hafði verið lengi í. Einnig kom fram kennari í kynjafræði sem hélt fram ýmsum staðhæfingum um klám og samlíf unglinga. Kennarinn sagði meðal annars að þetta (sem stúlkan lýsti) væri algengara en við höldum, og að strákar væru gjarnan með ranghugmyndir um kynlíf sem stelpurnar gæfu eftir fyrir. Enn fremur að stelpur séu oft með laskaða sjálfsmynd, og fréttamaðurinn segir að þeim fari fjölgandi stelpunum sem lendi í þessari stöðu sem stúlkan lýsti. Engin gögn voru nefnd sem styddu nokkrar af þessum staðhæfingum („algengara en við höldum*, „fer fjölgandi“ eða hversu algengar „ranghugmyndir“ um kynlíf væru). Halda áfram að lesa
Er RÚV verjandi Geirs?
Íslenskir fjölmiðlar eru, með fáum undantekningum, drasl. Undantekningarnar eru vissulega til staðar, eins og Sigrún Davíðsdóttir og Helgi Seljan (og þær eru fleiri, þótt ég tíundi þær ekki hér). Þess vegna átti ég ekki von á frábærri umfjöllun um Landsdómsmálið. Samt varð ég fyrir gífurlegum vonbrigðum, aðallega með RÚV, sem ég hafði leyft mér að vona að liti svo á að hér væri um slíkan stórviðburð að ræða að öllu yrði tjaldað til. Reyndin er önnur; umfjöllunin hingað til hefur verið eins og í menntaskólablaði árgangs með enga hæfileikakrakka. Halda áfram að lesa