Öfgar í virkjanamálum

Öfgarnar í virkjanamálum eru tvenns konar:

  • Annars vegar að vilja rífa helminginn af þeim stórvirkjunum sem byggðar hafa verið.
  • Hins vegar að vilja virkja meira, þótt búið sé að virkja sjöfalt það sem þarf til innanlandsnota, það er að segja ef stóriðjan er undanskilin.

Hófsemdarfólkið vill fara bil beggja: Láta hér staðar numið, en ekki rífa neitt af því sem fyrir er.