Ef fimm konur og fimmtán karlar í hundrað manna úrtaki reyndust hafa tiltekinn sjúkdóm dytti manni ef til vill í hug að sjúkdómurinn legðist fremur á karla en konur. Fengi maður að vita að í úrtakinu væru 25 konur og 75 karlar lægi hins vegar beinna við að álykta að sjúkdómurinn væri jafn algengur meðal beggja kynja. Væri um að ræða 10 konur og 90 karla væri nærtækara að álykta að konur væru þrefalt líklegri til að fá sjúkdóminn. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, virðist hafa frumlegri afstöðu til tölfræði. Halda áfram að lesa