Appelsínuhúð

Einhverju sinni kom upp umræða um appelsínuhúð í mínum vinahóp. Aðal spjátrungurinn, maður sem skipti áreiðanlega oftar um bólfélaga en nærbuxur, yppti öxlum og sagðist aldrei hafa verið með konu með appelsínuhúð. Ég gat engan veginn lagt trúnað á að jafn víðriðinn maður hefði aldrei þreifað á ófögnuði af þessu tagi en þegar ég gekk á hann kom í ljós að þegar hann talaði um appelsínuhúð, þá átti hann við mörköggla á stærð við vínber. Halda áfram að lesa

Frumdrög að túlkunarlykli með dæmigerðum karlmanni

Tveggja áratuga rannsóknir mínar á karlkyninu hafa leitt mig að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir því að stundum skil ég ekki karlmenn, er ekki sú að ég sé svona treg, heldur sú að karlar gera ekkert minni kröfur til þess en konur að aðrir lesi hugsanir þeirra. Tregða þeirra til að orða hlutina beint kemur bara dálítið öðruvísi út og kemur fram á öðrum sviðum. Halda áfram að lesa