Níðstöngin stendur enn

444608AJón Sigurðsson hefur líklega frétt af því að til stæði að fara með særingar gegn stóriðjustefnunni, því þegar ég mætti á Austurvöll í gærkvöld, var hann búinn að ná sér í þessa líka fínu níðstöng. Ég er ekkert hissa því það ógnar auðvitað sjálfstæði þjóðarinnar ef örfá risafyrirtæki yfirtaka allt atvinnulíf. Ég ók þarna fram hjá rétt áðan og hann heldur ennþá á stönginni og beinir henni að þinghúsinu. Halda áfram að lesa

Handa Kúrekanum

Útsendarar Friðriks eru byrjaðir að bora upp við Kröflu. Í leyfisleysi auðvitað, það er víst hefð fyrir því. Yfirvöld gera ekkert í málinu (það er líka hefð fyrir því) en ef ég fer á staðinn og reyni að stoppa þessa ósvinnu, verð ég dregin fyrir dómsstóla. Þannig er nú siðferðið í þessu bananalýðveldi. Ég þarf að kasta galdri. Vona að hann beri þann árangur að Friðrik fái bæði flatlús og njálg.

Halda áfram að lesa

Handa Hugz

Hugz skrifar komment sem krefst ítarlegs svars. Og hér hefurðu það gæskur.

Eins og hefur komið fram hjá mér áður þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um brottvísun Miriam. Það er Útlendingastofnunar að taka þá ákvörðun og hún fær tækifæri til að skýra sína hlið áður. Það er hinsvegar ljóst að lögreglan hefur krafist þess að Miriam verði rekin úr landi. Verði það að veruleika má búast við að hverjum þeim útlendingi sem beitir beinum aðgerðum á Íslandi, verði gert ókleift að koma hingað a.m.k. næstu tvö árin. Með slíkri ákvörðum væri þetta fólk sett í sama flokk og Kio Briggs. Halda áfram að lesa

Sagan af Miriam Rose

Miriam ólst upp í Bretlandi. Foreldrar hennar eru umhverfissinnar. Þau eru aktivistar en hafa þó ekki, svo Miriam viti til, tekið þátt í aðgerðum sem teljast ólöglegar. Þau stunduðu lífræna ræktun og ráku fair-trade verslun þegar hún var barn. Í dag býr faðir hennar í Póllandi þar sem hann hefur helgað sig baráttu smábænda gegn erfðabreyttum matvælum. Miriam er alin upp við meðvitund gagnvart náttúrunni og við þá trú að vel stæðu fólki beri heilög skylda til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Halda áfram að lesa

Heimsókn til Þórunnar

Í dag er alþjóðadagur grasrótarheyfinga gegn stóriðju. Þeir sem standa að þessu degi eru m.a. Saving Iceland, Rise Against í Trinidad, Earthlife Africa í S-Afríku, Alcan´t í Indlandi, Movement of Dam Affected People í Brasilíu og Community Alliance for Positive Solutions í Ástralíu. Allar þessar heyfingar eiga í höggi við sömu fyrirtækin en þar ber hátt nöfn eins og Rio-Tinto, Alcan og Alcoa.

Halda áfram að lesa

Rekinn!

Haukur er mikil félagsvera og þótt hann hafi strax tekið þá afstöðu að líta á dóminn sem launað frí til menntunar og ritstarfa í þágu Saving Iceland, og þótt hann hafi notið þeirra forréttinda að fá að valsa eftirlitslaust um borgina var hann samt feginn þegar honum var sagt að hann yrði fluttur á Skólavörðustíginn þann 13. ágúst. Halda áfram að lesa

Forgangsmálin

Sonur minn Byltingin var dæmdur til 18 daga fangavistar fyrir að trufla stóriðjufyrirtæki við þá iðju sína að eyðileggja jörðina. Þetta er algengur dómur fyrir ölvunarakstur enda mun dómskerfinu þykja það álíka alvarlegur glæpur að stofna lífi og limum vegfarenda í hættu og að minna stjórnvöld og stórfyrirtæki á að til er fólk sem ætlar ekki að horfa aðgerðarlaust upp á náttúruspjöll og mannréttindabrot í þágu áliðnaðarins.

Halda áfram að lesa