Þvaglegg sýslumann vantar tölvuleik

Embættisafglöp Þvagleggs sýslumanns eru efni í heila sjónvarpsþáttaröð. Samt virðist vera útilokað að koma manninum frá völdum. Þetta er einn af mörgum ókostum þess að búa við yfirvald. Þeir sem misnota vald sitt sitja bara sem fastast, árum saman. Þeir stjórna ekki bara ákveðnum verkefnum, þeir hafa eins og nafnið gefur til kynna, vald yfir okkur hinum.

Halda áfram að lesa

Af nýstárlegum löggæsluaðferðum Þvagleggs sýslumanns

Þvagleggur sýslumaður er frumlegur maður. Maður sem hugsar út fyrir kassann og beitir áður óþekktum aðferðum í baráttunni gegn glæpum. Þolendur kynferðisbrota hafa nú eignast nýjan og öflugan málsvara í þessum óvenjulega fulltrúa réttlætisins og gleður það mig ósegjanlega. Halda áfram að lesa

Hvað er átt við með forvirkum rannsóknarheimildum?

Forvirkar rannsóknarheimildir merkja, að lögreglan getur fengið leyfi til að safna upplýsingum um þig og fylgjast með þér. Hin pottþéttu rök ‘reynsla annarra þjóða’ eiga sjálfsagt eftir að heilla sauðmúgann.

Hversu rúmar verða þessar heimilidir annars? Fáum við svör um það hvort forvirkar rannsóknarheimildir merki að lögreglan megi: Halda áfram að lesa

Hættið að bjóða okkur upp á svona þvælu

Mikið ofboðslega er þetta bull farið að fara í taugarnar á mér.

Það er ólöglegt að gefa börnum fíkniefni.
Það er ólöglegt að hafa kynferðislegt samneyti við börn, líka þegar peningar, fatnaður og dóp koma við sögu og reyndar telst það ennþá alvarlegra.
Fimmtán ára barn er ekki ábyrgt fyrir því að kæra mann fyrir að gefa sér fíkniefni. Börn eru heldur ekki ábyrg fyrir því að kæra menn fyrir mannrán, frelsisviptingu, nauðganir, siðferðislega þvingun og annað ofbeldi.

Hvernig væri að lögruglan sneri sér að því að eltast við alvöru bófa í stað þess að eyða púðrinu í að handtaka fólk fyrir að gagnrýna stríðsrekstur Bandaríkjamanna (sem Íslendingar styðja með aðild sinni að NATO)? Hvernig væri að þessir vesælingar bögguðu barnaræningja í stað þess að handtaka fólk fyrir það eitt að fara í taugarnar á yfirvaldinu og finna sér tylliástæðu til að ákæra það, þegar raunverulega ástæðan er andóf gegn valdníðslu? Já og hvernig væri að talsmenn þolenda, hætti að ljúga því að það sé svona útilokað að koma lögum yfir menn sem fela týnd börn, dópa þau upp og gera þau út til vændis?

Það er nefnilega haugalygi að vandamálið sé það að stelpurnar þori ekki að kæra. Annað hvort eru þessar sögur eitthvað orðum auknar eða þá að lögreglan er handónýt stofnun þar sem fullkomlega óhæfir yfirmenn vaða uppi.