Landhelgisgæslan er dæmi um löggæsludeild sem hefur það hlutverk að þjóna hagsmunum almennings. Gæta fiskimiða og sækja sjúka og slasaða. Ég veit ekki til þess að gæslan þjóni á neinn hátt því hlutverki að verja völd ríkisstjórnar og stofnana gegn almenningi, svo það er rökrétt að ráðast á gæsluna.
Í gær kom til mín maður sem varð fyrir tilefnislausri líkamsárás miðri í bæ fyrir stuttu. Hann þekkti ekki árásarmennina og slapp óslasaður en vildi síður að menn kæmust upp með svona hegðun svo hann lagði fram kæru. Hann fékk þau svör hjá lögreglunni að fyrir lægju um 80 svipuð mál, sem lögreglan hefði hvorki mannafla né tíma til að sinna.
Framlög til efnahagsbrotadeildar hafa líka verið skorin niður.
Hinsvegar er verið að efla sérsveitina og ekki bar á neinum fjárskorti síðasta föstudag, þegar ekki færri en 15 einkennisklæddir lögreglumenn (fjandinn má vita hve margir til viðbótar án búnings) vokuðu yfir 6 hræðum sem gengu grímuklæddar um bæinn og færðu fólki blóm fyrir vel unnin störf.
Verið er að efla sérsveitina en á sama tíma er dregið úr þjónustu lögreglunnar við almenna borgara, m.a.s. landhelgisgæslan er skorin niður. Halda menn svo í alvöru að megintilgangur stjórnvalda með því að halda úti lögreglu sé sá að vernda guðjóna og siggur þessa lands?
Uppsagnir hjá Gæslunni | |
————————————————
Eva mín; lögreglan er fyrir ráðamennina, ekki okkur. Hef sagt það áður og stend við hvert orð: http://skorrdal.is/utgafa/baekur/lydraedi_fjoldans.html
Skorrdal (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 12:55
————————————————
lana ykkur tissju ef fólk gæti hagar sér eins og menn en ekki skepnur þá hefði ekki verið þörf á þessum manskap í gæslu eða hvað
Jón Rúnar Ipsen, 15.1.2009 kl. 19:34
————————————————
Já, Emil, þau eru mörg Gæludýrin, einnig hjá Gæslunni, einsog kom svo vel fram í Kastljósi í kvöld…
Ásgeir Kristinn Lárusson, 15.1.2009 kl. 20:37
————————————————
Ég hafði nú svosem heyrt um spillingu innan gæslunnar eins og svo víða annarsstaðar. Ég er hæst ánægð með að upp hafi komist. Harma það þó að Landhelgisgæslan skuli svelt á sama tíma og sérsveitin er efld. Það sýnir bara áherslurnar hjá yfirvöldum.
Eva Hauksdóttir, 16.1.2009 kl. 00:43
————————————————
Jón Rúnar
Hefur þörfin fyrir mannskap hjá Gæslunni minnkað?
Eva Hauksdóttir, 16.1.2009 kl. 00:48
————————————————
þú veist hvað björn b sagði „í fraklandi var hægt að hafa byltingu því herin var notaður til að stafna nýtt líðræði en á íslandi er eingin her“
hlítur að eiga við það að hér er húsbónda holl víkingasveit sem er tilbúin að berja niður alla upreisn.
bjöggi (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 04:02
————————————————
Einfaldasta máli í heimi er að gera byltingu á Íslandi. Við þurfum ekki einu sinni uppreisn. Það eina sem við þurfum er almenn samstaða um eitt lítið atriði; að svelta hagkerfið. Hætta að borga af lánum og versla sem minnst. Ef við bætum svo allsherjarverkfalli við ætti ekki að taka nema 2 vikur að losna við alla heilu mafíuna.
Vandamálið er ekki víkingasveitin. Vandamálið er duglaus þjóð og dáðlaus, samsafn af raggeitum sem myndu frekar láta nauðga sér opinberlega og væla svo yfir því en að gera minnstu tilraun til að bera hönd yfir höfuð sér.
Eva Hauksdóttir, 16.1.2009 kl. 09:16
————————————————
Dettur ekki til hugar að reyna að halda því fram er gjörsamlega á móti þessum niðurskurði
Jón Rúnar Ipsen, 16.1.2009 kl. 22:26
————————————————
Það er ekki hægt að grípa til árangursríkra úrræða sem koma ekki niður á neinum. Stundum þarf að valda saklausum skaða, til að koma í veg fyrir miklu meiri skaða. Verkföll bitna á saklausum en við notum þau samt í kjarabaráttu og hér erum við ekki að tala um venjulega kjarabaráttu heldur hvorki meira né minna en sjálfstæði okkar sem þjóðar.
Eva Hauksdóttir, 17.1.2009 kl. 01:07