Handa Kúrekanum

Útsendarar Friðriks eru byrjaðir að bora upp við Kröflu. Í leyfisleysi auðvitað, það er víst hefð fyrir því. Yfirvöld gera ekkert í málinu (það er líka hefð fyrir því) en ef ég fer á staðinn og reyni að stoppa þessa ósvinnu, verð ég dregin fyrir dómsstóla. Þannig er nú siðferðið í þessu bananalýðveldi. Ég þarf að kasta galdri. Vona að hann beri þann árangur að Friðrik fái bæði flatlús og njálg.

Halda áfram að lesa

Sagan af Miriam Rose

Miriam ólst upp í Bretlandi. Foreldrar hennar eru umhverfissinnar. Þau eru aktivistar en hafa þó ekki, svo Miriam viti til, tekið þátt í aðgerðum sem teljast ólöglegar. Þau stunduðu lífræna ræktun og ráku fair-trade verslun þegar hún var barn. Í dag býr faðir hennar í Póllandi þar sem hann hefur helgað sig baráttu smábænda gegn erfðabreyttum matvælum. Miriam er alin upp við meðvitund gagnvart náttúrunni og við þá trú að vel stæðu fólki beri heilög skylda til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Halda áfram að lesa

Sagan af Devram Nashupatinath

Devram Nashupatinath er bóndi. Hann býr við ána Narmada á Norður Indlandi. Hann á 7 börn. Devram tilheyrir Adivasi fólkinu. Hann ólst upp á sama landi og langalangafi hans og þar bjó hann þar til í fyrra. Ekki af því að landið væri svo frábær bújörð heldur af því að hann átti ekki um neitt annað að velja. Devram er ólæs og tilheyrir einni af lægstu stéttum samfélagsins.

Halda áfram að lesa

Heimsókn til Þórunnar

Í dag er alþjóðadagur grasrótarheyfinga gegn stóriðju. Þeir sem standa að þessu degi eru m.a. Saving Iceland, Rise Against í Trinidad, Earthlife Africa í S-Afríku, Alcan´t í Indlandi, Movement of Dam Affected People í Brasilíu og Community Alliance for Positive Solutions í Ástralíu. Allar þessar heyfingar eiga í höggi við sömu fyrirtækin en þar ber hátt nöfn eins og Rio-Tinto, Alcan og Alcoa.

Halda áfram að lesa

Þarf þetta ekkert að vinna?

Þegar Þórunn Gréta ákvað að fara sem skiptinemi til Þýskalands, undirbjó hún sig vel. Ekki bara með því að læra þýsku heldur gerði hún líka ráð fyrir tekjumissi og auka útgjöldum. Hún vann mikið og eyddi litlu og þegar hún fór út átti hún peninga til ferðarinnar. Hugsanlega hafa afar og ömmur gaukað að henni nokkrum mörkum en ég veit að það var ekki mulið undir hana og að mamma hennar var ákaflega stolt af því hvað hún sýndi mikinn sjálfsaga. Mér fannst Þórunn Gréta vera dugleg stelpa og reikna með að allir sem þekkja hana taki undir það. Halda áfram að lesa