Umhverfissjallar

Ég er afar ánægð með nýtilkomna umhverfisstefnu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ég ætla rétt að vona að þetta sé alvöru hugarfarsbreyting en ekki bara pólitísk brella til að lappa upp á ímynd flokksins rétt fyrir þingkosningar.

Það er dálítið kaldhæðnislegt að ég skuli kjósa VG því þegar á heildina er litið er ég ekkert sérstaklega vinstri græn. Ég vil t.d. ekki sjá það að ríkið sé garfandi í öllum hugsanlegum reksti en það er enginn flokkur á Íslandi sem hafnar alræði stóra bróður og VG eru alveg sömu alræðisfastistarnir og sjálfstæðismenn, bara með aðrar áherslur. Það sem ræður gallhörðum stuðningi mínum við framboð sem ég er ekki sammála nema um örfá atriði eru stóru málin. Enginn annar flokkur hefur afdráttarlaust hafnað þátttöku íslendinga í hverskyns hernaðarbrölti og enginn annar flokkur hefur staðið harður á því að setja náttúruvernd í fyrirrúm þegar stóriðja er annars vegar. Ég hef heldur ekki áhyggjur af því að VG mylji undir þá sem best geta bjargað sér sjálfir á meðan þjónusta við aldraða og öryrkja er í ólestri.

Fyrst og fremst eru það þó heilindin sem ráða stuðningi mínum við VG. Enginn annar flokkur nálgast það að vera trúverðugur. Ég hef ekki áhyggjur af því að VG geri leynisamninga við erlend ríki eða skrái okkur aðila að stríði án þess að spyrja kóng, prest eða Jón í Kassagerðinni. Af tvennu illu finnst mér þó skárra að forræðishyggjan komi fram í dreifbýlismennsku eins og að banna einkaskóla og halda uppi ríkisreknu útvarpi með allri sinni sápu en að fremja landráð eins og Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson gerðu á sínum tíma. VG hefur ekki sveiflast með tískustraumum heldur haldið fast við sín prinsipp, hversu óvinsæl sem þau hafa verið. Ég treysti því VG einum flokka til að gefa okkur réttar upplýsingar um stefnu sína.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vann sér inn mörg stig hjá mér í gær. Ef Villi, Gísli Matreinn og kó sýna það og sanna á næstu árum að þeim sé virkilega alvara með því að taka upp góða umhverfisstefnu, getur farið svo að ég kjósi þá næst. En glætan spætan að þeir geti notað fögur fyrirheit þingflokknum til framdráttar, nei takk, mitt traust er nokkuð sem pólitíkusar þurfa að ávinna sér.

Ég er afar ánægð með nýtilkomna umhverfisstefnu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ég ætla rétt að vona að þetta sé alvöru hugarfarsbreyting en ekki bara pólitísk brella til að lappa upp á ímynd flokksins rétt fyrir þingkosningar.

Það er dálítið kaldhæðnislegt að ég skuli kjósa VG því þegar á heildina er litið er ég ekkert sérstaklega vinstri græn. Ég vil t.d. ekki sjá það að ríkið sé garfandi í öllum hugsanlegum reksti en það er enginn flokkur á Íslandi sem hafnar alræði stóra bróður og VG eru alveg sömu alræðisfastistarnir og sjálfstæðismenn, bara með aðrar áherslur. Það sem ræður gallhörðum stuðningi mínum við framboð sem ég er ekki sammála nema um örfá atriði eru stóru málin. Enginn annar flokkur hefur afdráttarlaust hafnað þátttöku íslendinga í hverskyns hernaðarbrölti og enginn annar flokkur hefur staðið harður á því að setja náttúruvernd í fyrirrúm þegar stóriðja er annars vegar. Ég hef heldur ekki áhyggjur af því að VG mylji undir þá sem best geta bjargað sér sjálfir á meðan þjónusta við aldraða og öryrkja er í ólestri.

Fyrst og fremst eru það þó heilindin sem ráða stuðningi mínum við VG. Enginn annar flokkur nálgast það að vera trúverðugur. Ég hef ekki áhyggjur af því að VG geri leynisamninga við erlend ríki eða skrái okkur aðila að stríði án þess að spyrja kóng, prest eða Jón í Kassagerðinni. Af tvennu illu finnst mér þó skárra að forræðishyggjan komi fram í dreifbýlismennsku eins og að banna einkaskóla og halda uppi ríkisreknu útvarpi með allri sinni sápu en að fremja landráð eins og Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson gerðu á sínum tíma. VG hefur ekki sveiflast með tískustraumum heldur haldið fast við sín prinsipp, hversu óvinsæl sem þau hafa verið. Ég treysti því VG einum flokka til að gefa okkur réttar upplýsingar um stefnu sína.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vann sér inn mörg stig hjá mér í gær. Ef Villi, Gísli Matreinn og kó sýna það og sanna á næstu árum að þeim sé virkilega alvara með því að taka upp góða umhverfisstefnu, getur farið svo að ég kjósi þá næst. En glætan spætan að þeir geti notað fögur fyrirheit þingflokknum til framdráttar, nei takk, mitt traust er nokkuð sem pólitíkusar þurfa að ávinna sér.

 

 

Share to Facebook

One thought on “Umhverfissjallar

 1. ————————–

  ULLABJAKKI!!!

  Nu kem eg svo sem af fjollum vardandi thad hverju their konar lugu i thetta skipti, en sjalfstaedisflokkurinn er eitthvad sem madur bara kys ekki frekar en ad kyngja rafhlodum.

  Enginn annar flokkur hefur tverskallast vid thvi ad lysa yfir studningi vid frelsisbarattu Palestinu.

  Enginn annar flokkur hefur trodid hofdinu jafn langt upp i rassgatid a bandarikjastjorn til thess ad halda i herfjandann.

  Enginn annar flokkur leggur slika ofuraherslu a ad efla veldi thraelanna.

  Og svo maetti lengi telja.

  Vissulega nytur framsokn ekki meiri virdingar hja mer en graftarkyli a rassgati rikis vors. Hins vegar ma til sanns vegar faera ad thettu sama riki hefur svo raekilega verid kaeft i ihaldinu ad thad er ordid helblatt fyrir longu og ef eg aetti ad velja, tha myndi eg fremur sparka i rassgatid en skera a graftrarkylid.

  Posted by: Haukur | 18.04.2007 | 8:08:08

Lokað er á athugasemdir.