Rök takk, plebbarnir ykkar

Gagnrýni eða öllu heldur sleggjudómar sem dynja á hreyfingunni Saving Iceland verða æ grátbroslegri. Í fyrra var algengt að íslenskir plebbar gagnrýndu meðlimi SI aðallega fyrir druslulegt útlit og annað þjóðerni en íslenskt. Þessa dagana er algengt að gagnrýnin sé á þessa leið:

-Þessar aðferðir skila engu.
-Þau vita ekki einu sinni hverju þau eru að mótmæla.
-Þetta eru bara athyglissjúkir fávitar.

Hreyfingin hefur þegar náð þeim árangri að halda umræðunni vakandi í þrjú ár. Ég auglýsi hér með eftir upplýsingum um þann gífurlega árangur sem hefur náðst með endalausum mótmælastöðum, skiltaburði, bréfaskrifum, blaðaskrifum, metsölubók og fjölmennustu götumótmælum Íslandssögunnar. Ég hef nefnilega ekki orðið vör við hann.

Ég auglýsi ennfremur eftir rökum fyrir þeirri skoðun að meðlimir Saving Iceland viti ekki um hvað þeir eru að tala. Eru einhverjar staðreyndavillur á netsíðunni þeirra eða hafa talsmenn hópsins farið með fleipur?

Ég auglýsi eftir yfirgripsmikilli þekkingu landans á nöfnum og andlitum þeirra sem hafa sett sig í mesta hættu í beinum aðgerðum. Sjálf er ég sannfærð um að fáir þekkja aðra en þá sem hafa verið talsmenn hópsins. Það er vissulega rétt að aðgerðasinnar vilja vekja athygli á málstað sínum en ég sé ekkert sem bendir til persónulegrar athyglissýki.

Ég lofa volgu blautbloggi með trúarlegu ívafi ef ég fæ almennilegt svar.

Share to Facebook

One thought on “Rök takk, plebbarnir ykkar

  1. ————————–

    Eva, veistu mér er svo hjartanlega sama hvað þessi hreyfing tekur sér fyrir hendur. Ég er hins vegar á því að ákvarðanir af þessu tagi séu teknar í kosningum en ekki af dómstólum götunar. Það má vera að þetta hafi samt haft áhrif. Ég er hæstánægður með nýja iðnaðarráðherrann okkar og held hann hafi afstöðu sem taki mun meira mið af vilja þjóðarinnar í þessum efnum en forveri hans gerði. Kannski sá vilji hafi mótast af aðgerðum fyrir ára, hver veit.

    Posted by: Guðjón Viðar | 28.07.2007 | 13:25:08

Lokað er á athugasemdir.