Meira urr

Var að fá símtal frá Ameríkunni rétt í þessu. Það eru ennþá 2-3 vikur þar til ég fæ bókina mína í hendurnar. Ég kalla það bara helvíti gott ef ég næ jólasölunni. Nú er sumsé málið að fara á stúfana og reyna að fá bókabúðir til að panta bók sem ég get ekki einu sinni sýnt!

Yess! Tækifærin klæðast vinnufötum.

Bókin mín er að koma út

Bókin mín er að koma út. Þegar hægt að panta hana á netinu. Samt svo skrýtið að Keli frétti þetta á undan mér.

Ég er semsé komin í tölu útgefinna skálda og mun héðan af áskilja mér rétt til að gogga í skúffuskáld og skápaskáld.

Þá er bara næsti áfangi að verða þjóðskáld.

Eða kannski að selja svosem eins og 10 eintök af ljóðabók sem ég er löngu orðin leið á sjálf.