Bókin mín er að koma út

Bókin mín er að koma út. Þegar hægt að panta hana á netinu. Samt svo skrýtið að Keli frétti þetta á undan mér.

Ég er semsé komin í tölu útgefinna skálda og mun héðan af áskilja mér rétt til að gogga í skúffuskáld og skápaskáld.

Þá er bara næsti áfangi að verða þjóðskáld.

Eða kannski að selja svosem eins og 10 eintök af ljóðabók sem ég er löngu orðin leið á sjálf.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina