Hittum AGS

Hitti AGS gær ásamt Árna Daníel. Þetta var mikið froðusnakk.

Ingó tók myndina og eftir á fórum við þrjú og fengum okkur bjór saman. Kom í ljós að Ingó var orðinn of seinn með að skila inn ljósmyndum sem áttu að fara á sýningu í Miami. Var sko ekki einu sinni byrjaður að taka þær og eiginlega bara að leita að módeli.

Nújæja, við höfum svosem rætt möguleikann á því að ég pósi fyrir hann og það varð úr. Nóttin fór í tökur og myndvinnslu en hann náði að skila inn.

Fokk gaman að vinna með honum og nokkuð víst að við eigum eftir að vinna meira saman.

 

Afmælisgjöf

Mig vantar afmælisgjöf handa konunni minni, sagði kúnninn. Klukkuna vantaði 4 mínútur í 6 og frúin þegar komin heim.

Við ráðlögðum honum að kaupa góða nuddolíu. Fara svo heim og taka almennilega til, skipta á rúminu, láta renna í dekurbað fyrir konuna og enda rómantíska kvöldstund á því að gefa henni gott nudd.

Málið var í rauninni dautt þegar Spúnkhildur notaði orðalagið „dekra við“ og um leið og ég nefndi tiltekt, byrjaði hann að fikra sig í átt að dyrunum.

Demantar virka líka, kallaði Spúnkhildur á eftir honum.

Ég skal veðja að hann hefur farið niður í Blómálf og keypt pottaplöntu.

Uhhh!

Rifjaði upp hvers vegna ég henti viðbótinni „Are you interested“ út síðasta sumar.
Úrvalið hefur lítið breyst. Hvern á maður nú helst að skoða betur? Þennan sem er með prófílmynd af hundinum sínum? Þennan sem er með prófílmynd af sjálfum sér 3ja ára? Eða þennan sem er með prófílmynd af sjálfum sér og konunni sinni í faðmlögum?

Fann reyndar fallega lopapeysu á Y og klikkaði á ‘browse people like me’. Fékk upp vatnsgreiddan fermingardreng frá Aberdeen, feitan kana um fimmtugt, hest…

Prófaði enn eina ferðina að máta Braga Valdimar Skúlason inn í erótíska fantasíu, en það er það væri bara eitthvað svo sjúkt og rangt við að sænga hjá manni sem kann á greiðu.

Nornabúðin lokar

Nornabúðin lokar formlega um næstu mánaðamót. Fram að því er það sem eftir er af lagernum til sölu á kostnaðarverði og húsgögn, skreytingar, leirtau, veggtjöld og annað smálegt á því verði sem hver og einn getur greitt.

Ef einhver vill ráða mig sem málfarsráðunaut, sagnaþul eða hafa mig á launum við að gera það sem mér bara sýnist hverju sinni, er viðkomandi beðinn að hafa samband. Einnig ef einhver reyklaus einhleypingur sem hyggst slíta stjórnmálasambandi við Ísland, er á förum til Stavanger og vantar leigufélaga.

 

Inngróinn

-Skrýtið að hrífast af konu sem maður þekkir ekki nema í gegnum facebook og fjölmiðla en sannleikurinn er sá að ég hef gert mér erindi í búðina bara til að sjá þig og ég leita að þér á Austurvelli á laugardögum, sagði hann, og þótt hún sæi hann ekki í gegnum tölvuskjáinn og kæmi honum ekki fyrir sig, ímyndaði hún sér að hann væri lítil, úfin lopapeysa með döðluaugu og þykkar varir. Hún vissi að það gat ekki verið, því þá myndi hún eftir honum en hún ímyndaði sér það samt, því það var skemmtilegra þannig. Jafnvel þótt þykku varirnar og döðluaugun tilheyrðu allt annarri lopapeysu, sem hún vissi að hefði aldrei talað við hana í gegnum facebook, og jafnvel þótt sú hin sama lopapeysa væri af dramvarnarlegum ástæðum ekki inni í myndinni. Halda áfram að lesa

Vantar kött

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/54578888371

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/59232016147

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/56593792359

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/53405829145

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/55906403569

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/59101396629

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/67254638928

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/55309033533

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/71623255860

Mission accomplished

Kastljósið fjallar um AGS í kvöld.

Ég var búin að segja að ég gæti ekki tekið mér frí fyrr en almenningur væri búinn að fá almennilegar upplýsingar.
Þeir ætla að tala við mann sem er vel inni í málunum í kvöld og svo fremi sem það klikkar ekki, þá er ég frá og með 10 mínútum eftir að Kastljósi lýkur í kvöld, komin í pásu frá pólitík allavega fram að hádegi á fimmtudag.

Hver sem heyrir mig nefna Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Borgarahreyfinguna fram að því, er beðinn um að troða upp í mig óhreinni borðtusku.

Öskudagur

Ég ætla að vera Jesús á Öskudaginn. Semsagt með hárið slegið, í náttslopp og inniskóm. Ég ætla ekki í vinnu enda þrífst Jesús ekki í Nornabúðinni.

Þetta er náttúrulega bilun

Stundum sekk ég í karlfyrirlitningu sem getur enst vikum saman. Það undarlega er að þessi tímabil standa ekki í neinu sambandi við reynslu mína af tegundinni. Undanfarið hef ég t.d. ekki upplifað neitt sem getur skýrt það hversvegna mig langar beinlínis að fara illa með einhvern. Þ.e.a.s. bara einhvern. Helst einhvern ókunnugan. Ekki neinn sem ég þekki. Þetta er nefnilega ekkert persónulegt og mér líkar vel við flesta menn sem ég er í einhverjum tengslum við. Hins vegar vekur konseptið ‘karlmaður’ mér hvílíka andúð að ég hef beinlínis áhyggjur af því.

Og samt langar mig að vera hjá manni.

Hvar hittir þú maka þinn? (FB leikur)

Ég hef hitt þá sem ég hef átt mök við á ýmsum stöðum.

Suma á trúarsamkomum, nokkra á vinnustöðum eða í skóla. Einn í fangelsi, tvo á veitingastöðum, tvo heima hjá fyrri bólfélögum, einn á internetinu, einn í hitakompu í Kringlunni, hann hafði hlýja nærveru.

Einn gerði mér áhuga sinn ljósan þar sem við tvímenntum á asna í fornsögulegri hellaborg. Það var erótískasti asni sem ég hef riðið.

Einhvernveginn eitthvað

-Ég veit ekki hvernig ég á að orða það, en það er einhvernveginn eitthvað, kannski látbragðið eða hvernig þú ferð alltaf að stara mjög fast niður í borðið þegar ég horfi á þig, sem segir mér að þér líði óþægilega nálægt mér. Samt er eins og þú viljir alveg að ég faðmi þig.
-Elskan. Vert’ekki með svona blá augu.
-Ég er reyndar brúneygur.
-Já, sannarlega. Ég hef einmitt tekið eftir því.

Karamella

Og þegar maður veit fyrirfram að það mun ekki ganga, þá prófar maður eitthvað annað. Skiptir döðlum út fyrir karamellur.

Karamelluaugu eru mjúk, sæt og loða við mann. Höfða einhvernveginn til munnsins. Eins og kossar byrji í augunum.

Ég held að karlfyrirlitning mín sé að ná hámarki.
Gæti hugsað mér að éta einn núna.

Faðmlög eða kossar? (FB leikur)

Faðmlög án kossa geta verið ágæt þótt stundum vilji maður bæta kossi við. Kossar án faðmlaga eru aftur dálítið skrýtin upplifun. Virkar bara í mjög sérstökum aðstæðum. Snerting handa við andlit (eins og það getur nú verið ágætt) er samt ekki faðmlag. Faðmlag felur í sér að einhver tekur þið í faðm sinn, þ.e. umlykur líkama þinn með brjósti og örmum.

Faðmlög: T.d. svona snöggt vinarhótafaðmlag með klappi á herðablað.
Huggunarfaðmlag skal vera mjúkt, þétt, utan um axlir, umvefjandi, stundum svo fast að maður nær varla andanum.
Ástarfaðmlag undir annan handlegg, yfir hinn, með þéttum, mjúkum strokum niður bakið.

Kossar:
Á enni = virðing
Á vanga = umhyggja
Á gagnauga = áhugi
Á nef = kímni
Á hönd = aðdáun
Á háls = losti
Á munn = ást

Ástarkossar; í fyrstu með vörum. Rólega. Fáir, hægir, mjúkir, langir, blíðir, þéttir. Ekki slefa á mig.
Seinna, margir, tíðir, ákafir; tungu takk en vinsamlegast ekki reyna að sleikja á mér vélindað. Tennur, kannski já, varlega þó.

Gæti þegið koss núna, svei mér þá. Eða tvo eða fimmtán.

Nokkrar spurningar í viðbót (FB leikur)

Hvar fæddist þú?
Á Lansanum er mér sagt en ég man ekkert eftir því og það gæti þessvegna verið haugalygi. Um 12 ára aldurinn þótti mér líklegt að ég væri af ættum álfa og hefði verið sett í fóstur í mannheimum. Seinna sá ég fæðingarvottroðið mitt og sannfærðist um að þessi Lansasaga væri allavega að einhverju leyti sönn.

Hefur þú einhvern sérstakan hæfileika?
Já. Ég get talið hvaða eymingjadindli sem er trú um að hann sé algert dýr í bælinu.

Hver finnst þér vera þinn stærsti galli?
Ég hefi öngva galla en ofvaxin réttlætiskennd mín gerir líf mitt stundum erfiðara.

Uppáhalds hljóð?
Hlátur smábarns.
Andardráttur sofandi elskhuga.
Fíngert vorregn sem dynur á trjákrónu í logni.

Ég reikna líka með að ég muni lengi halda upp á taktfast pottaglamur og van-hæf-ríkis-stjórn.

Uppáhaldseftirréttur? 
Helst eftirréttahlaðborð. Ís virkar alltaf. Og eplakaka. Cremé Bruley er snilld. Peruterta klassísk.Annars gildir sú regla að ef það er borið fram með þeyttum rjóma, mun ég að öllum líkindum klára það.

Teygjustökk?
Því ekki? Það hljómar allavega skemmtilega.

Ég er annars að átta mig á því að miðað við hvað stökk hljóma almennt skemmtilega hef ég gert merkilega lítið af því að stökkva. Líka að þegar ég hugsa um stökk, er það alltaf stökk niður, úr mikilli hæð. Ég hugsa t.d. aldrei um hástökk.