Það hefur líklega verið árið 1990 sem ég frétti af dvalarstað þekkts barnaníðings og hugmynd kom upp í mínum vinahópi. Hefði hún náð fram að ganga hefði ég sent þáverandi dómsmálaráðherra nafnlaust bréf sem hefði verið á þessa leið: Halda áfram að lesa
Má löggi leyna Búsóskýrslunni?
Í september 2012 synjaði Stefán Eiríksson lögreglustjóri mér um aðgang að skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þann 16. september 2012 kærði ég þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin hefur nú loksins komist að niðurstöðu en hún er sú að lögreglustjóra hafi ekki verið heimilt að synja mér um aðgang að skýrslunni á grundvelli þeirra lagagreina sem hann notaði máli sínu til rökstuðnings. Einnig kemur fram að úr því hafi ekki verið bætt í skýringum lögreglustjórans til úrskurðarnefndarinnar. Halda áfram að lesa
Varðandi hetju ársins
Mikið hefur verið rætt um kosningu Hildar Lilliendahl sem hetju ársins og halda margir því fram að svívirðingum hafi rignt yfir hana.
Þegar frétt fær meira en 4000 ummæli er ekkert undarlegt þótt meðal þeirra sé eitthvert ógeð. Það er verðið sem við greiðum fyrir frjálsan aðgang allra að umræðunni, óháð greind, innræti, geðheilbrigði og stafsetningarkunnáttu. Ég nennti ekki að lesa nema 134 innlegg. Ef er eitthvað að marka það úrtak voru fáir úr hópi hinna 7800 stuðningsmanna Hildar Lilliendahl sem tjáðu sig á kommentakerfinu en stór meirihluti þeirra kommentara sem ég las lýsti óánægju með að Hildur hefði orðið fyrir valinu. Flestir gerðu það án þess að nota fúkyrði. Halda áfram að lesa
Afnemum mannanafnalög
Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur nöfn til viðbótar en foreldrar Christu litlu verða enn um sinn að sætta sig við að nafn hennar sé ólöglegt. Sú ákvörðun stenst enga rökvísi enda eru fjölmörg nöfn með samstöfunni ch á mannanafnaskrá og nafnið fellur prýðilega að beygingakerfinu. Halda áfram að lesa
Að runka refsigleðinni
Fangi strýkur af Litla Hrauni. Gefur sig að lokum fram enda afber enginn venjulegur maður útlegð á Íslandi um miðjan vetur. Honum er skutlað beint í einangrun, ekki af því nein hætta sé á að hann spilli rannsókn sakamáls eða af því að hætta stafi af honum eða steðji að honum innan um aðra fanga, heldur er það hrein og klár grimmd sem ræður ferðinni. Halda áfram að lesa
Fyrstaheimsvandamál
Þú veist að þú átt við fyrstaheimsvandamál að etja:
Þegar þú “þarft“ að kaupa 32 jólagjafir fyrir utan það sem þú ætlar að gefa börnum og maka og sérð ekkert sem þér finnst koma til greina undir 2000 kr. Halda áfram að lesa
Að falla fyrir kapítalískri lygi
Að opna landamæri
Í hvert sinn sem ég nefni möguleikann á því að opna landamæri, kýs einhver að túlka það á þann veg að þar með vilji ég drífa í því, án þess að setja niður áætlun um það hvernig eigi að taka á móti innflytjendum, án samráðs við aðrar þjóðir og fyrir klukkan tíu í fyrramálið. Halda áfram að lesa
Rónaþversögnin
Skilgreindir sem sjúklingar en krafist heilbrigðrar hegðunar
Merkilegur tvískinnungur hefur ríkt gagnvart ofdrykkjufólki og öðrum fíklum. Annarsvegar eru fíklar flokkaðir sem sjúklingar; hinsvegar er bati og batavilji gerður að skilyrði fyrir því að þeir fái umönnun. Halda áfram að lesa
Fánaberar fávísinnar
Ég þakka lesendum skjót viðbrögð við beiðni minni um afrit af glærum sem ég nefndi í pistli gærdagsins. Ég fékk póst frá fólki sem ætlaði að útvega umrædd gögn en greip í tómt þar sem búið var að fjarlægja allt efni námskeiðsins af vefnum og einnig frá lesanda sem gat engu að síður gefið mér miklar og gagnlegar upplýsingar. Einnig heyrði ég frá fólki sem hefur á sama hátt og ég frétt af því að verk þess séu til umfjöllunar í kynjafræðinámskeiðum en á þess ekki kost að skoða hvort sú umfjöllun er fagleg og sanngjörn. Halda áfram að lesa