Þegar ég kom til Íslands í sumar líkti ég sölu á grænmeti og ávöxtum á Íslandi við skipulagða glæpastarfsemi. Ég er nefnilega vön að kaupa gulrætur á 181 kr/kg í Glasgow og tvær melónur saman á sem svarar 544 kr. (tilboð sem hefur verið í gildi í matvörubúinni næst okkur þessa 18 mánuði sem ég hef búið þar.) Ég fann þessar vörur ekki á svipuðu verði í Reykjavík. Stuttu síðar birtust fréttir af því að á Íslandi væri innkaupakarfan ódýrust á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Halda áfram að lesa
Athyglissýki
Í umræðunni um mál Edwards Snowden hef ég nokkrum sinnum séð því fleygt að hvati Snowdens að uppljóstrunum sé ekki einskær mannréttindaást heldur kannski bara „athyglissýki“. Halda áfram að lesa
Íslenska velferðarkerfið?
Vinkona mín veiktist alvarlega á síðasta ári. Kostnaður hennar við læknisþjónustu og lyf á árinu nam 330.000 krónum.
Ég á tvær vinkonur sem hafa leitað á slysadeild á síðustu vikum. Önnur beið í 6 klukkustundir áður en læknirinn rétt leit á hana og sagði henni að ekkert væri hægt að gera fyrir hana. Hún borgaði 5600 kr fyrir það. Hin beið í 7 klukkustundir og var sagt að fara til heimilislæknis. Halda áfram að lesa
Kristján Þór er alveg meðetta
Í Speglinum í gærkvöld ræddi heilbrigðisráðherra nauðsyn þess að “tryggja þjónustustig” heilbrigðiskerfisins (hvað sem það nú merkir.) Halda áfram að lesa
Norska aðferðin í fréttamennsku?
Ég fnæsti dálítið á Vísi þegar ég sá þessa frétt. Henni hefur verið breytt en upphaflega var textinn svona:
Skemmtiþjófar á Facebook – hópar
Eitt af því sem er verulega slæmt við Facebook er að maður er stundum skráður í hópa án þess að vera spurður álits. Einu sinni var hægt að senda fólki boð um að skrá sig í hóp en ég sé þann möguleika ekki lengur. Flestum finnst það öllu kurteislegra og mér finnst líklegt að margir telji sig vera að senda boð þegar þeir skrá einhvern í hóp. (Það er hinsvegar hægt að bjóða fólki að læka síðu en það er efni í annan pistil.)
Hvenær hættu þeir að vera þjónar?
Tungumálið kemur upp um okkur. Halda áfram að lesa
Og enginn spyr hvort þeim finnist það í lagi
Ef þú notar google, facebook, skype, twitter eða aðra samskiptamiðla þá getur verið að þú sért undir eftirliti bandarískra stjórnvalda. Það er stjórnarskrárbrot. Það er mannréttindabrot. Þáttastjórnendur spurðu Jón Hákon ekkert hvort honum þætti það í lagi.
Skiljanleg viðbrögð löggunnar
Fyrstu viðbrögð lögreglunnar við hinu umtalaða myndbandi voru ummæli á ímyndarrunkssíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar er bent á að fólki sé frjálst að leita réttar síns og staðfest að ríkissaksóknaraembættið muni skoða málið. Einnig segir: Halda áfram að lesa
Skemmtiþjófar á Facebook – fréttaveitan
Er fréttaveitan þín full af kisumyndum og vondum húmor svo þú þarft að leita í kraðakinu til að sjá áhugaverðar umræður? Eða sérðu ekki íþróttastatusa fyrir reiðilegri pólitískri gagnrýni frá grautfúlum álitshöfum? Halda áfram að lesa