Síðasta miðvikudag sagði ég frá netsamfélögum sem líta á átröskun sem lífsstíl. Á sama hátt eru til netsamfélög ungmenna sem álíta það eðlilega aðferð til að takast á við tilfinningar, að skera sig, brenna, hárreyta sjálfan sig eða skaða á annan hátt. Sjálfssköðun virðist mun útbreiddari meðal stúlkna en pilta. Sumir telja þó að piltar feli áverka betur og skaði sig frekar með höggum en eggvopnum sem geri þeim auðveldara að skálda upp skýringar. Halda áfram að lesa