Yfirkjörstjórn tilkynnti Þjóðskrá um búsetu oddvitans

Sveinbjörg

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur yfirkjörstjórn í Reykjavík samþykkt alla framboðslista til sveitarstjórnakosninga. Þetta hefur komið mörgum spánskt fyrir sjónir þar sem oddviti Framsóknarflokksins er að eigin sögn búsettur í Kópavogi. Halda áfram að lesa

Nýtingarfasistinn 1. hluti

Hættum að henda sextíuogtvöþúsundkallinum
ruslamatur-688x451

Fréttir af matarsóun heimila eru kannski pínulítið ýktar. Samkvæmt breskri rannsókn sem oft hefur verið vitnað í undanfarið, hendum við þriðjungnum af því sem við kaupum. Inni í þeirri tölu er þó ýmislegt sem fæst okkar munu nokkurntíma nýta, svosem ávaxtahýði og kaffikorgur. Halda áfram að lesa

Hvert ætlar þú að hringja ef einhver ógnar þér?

Það stendur ekki á lögreglunni að handtaka fólk og yfirheyra þegar glæponarnir þvælast fyrir verktökum í Gálgahrauni eða fara í taugarnar á starfsmönnum Bandaríska sendiráðsins. Það stendur ekki á þeim þegar fréttist af hálfu grammi af hassi einhversstaðar, þá er rokið til -sérsveitin send á staðinn og húsleit gerð og ekki endilega beðið dómsúrskurðar. Halda áfram að lesa