Þetta er Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra Íslands.
Myndin er tekin af vef innanríkisráðuneytisins.
En hver er þetta? Er þetta nokkuð Hanna Birna?
Nei það getur ekki verið.
Að minnsta kosti er engin sambærileg mynd til
á vef innanríkisráðuneytisins.
Hanna Birna hefur ekki sést í þessari grænu skyrtu
og hún er ekki með svona langt nef.
Síðustu daga hefur samfélagsumræðan að miklu leyti snúist um minnisblað um tiltekinn hælisleitanda. Um er að ræða tvö skjöl, annarsvegar minnisblað sem er til í innanríkisráðuneytinu og hinsvegar blað sem er alveg eins að öðru leyti en því að tveimur málsgreinum hefur verið bætt neðan við það.
Eins og innanríkisráðherra hefur bent á eru þessi tvö blöð alls ekki sambærileg. Það var því ekki von að hún áttaði sig á því hvernig nokkrum gat dottið í hug að blaðið hefði lekið úr ráðuneytinu.
Ekki frekar en nokkrum gæti dottið í hug að ég hefði sótt þessa mynd, sem er alls ekki af Hönnu Birnu, heldur af einhverri konu í grænni skyrtu og með langt nef, á vef innanríkisráðuneytisins.
Myndskreyting Kristján Frímann Kristjánsson.