Í Fréttablaðinu í gær kemur fram að tveir fyrrum starfsmenn sérstaks saksóknara hafi staðfest að eitt þeirra verkefna sem þeir unnu fyrir embættið hafi falist í því að upplýsa slitastjórn Glitnis um trúnaðarsamtöl sakborninga í New York málinu og lögmanna þeirra. Þetta er brot á þagnarskyldu og sé það rétt að sérstakur hafi krafið menn sína um þessar upplýsingar er það háalvarlegt mál. Halda áfram að lesa
Sorptækum gulrótum bjargað
Síðasta sunnudag sagði ég frá reynslu minni af grænmetiskaupum. Þar sem óskemmdar gulrætur fengust ekki í Krónunni síðasta sunnudagsmorgun fór ég tómhent heim. Um kvöldið var ég svo á ferð með fólki sem átti erindi í Hagkaup í Skeifunni og ég ákvað að fara inn með þeim í von um að ástandið væri betra þar en í ódýrari búðum. Halda áfram að lesa
Ekkert í Islam sem réttlætir heiðursmorð
Kvennablaðið birti nýverið viðtal við Sverri Agnarsson, formann félags múslíma á Íslandi. Í framhaldinu ákváðum við að birta svör Sverris við nokkrum spurningum sem hafa verið áberandi í umræðu síðustu vikna. Hann hefur þegar skrifað um meint barnaníð Muhammads spámanns og í dag talar hann um heiðursmorð. Spurt er:
Heiðursmorð eru ein ástæðan fyrir andstöðu við Islam á Vesturlöndum. Hvernig er hægt að tala um Islam sem friðsöm trúarbrögð þegar menn drepa konur sínar og dætur af trúarástæðum?
Sverrir svarar:
Það er ekkert í Islam sem réttlætir heiðursmorð og Kóraninn nefnir þau hvergi. En auk þess þá er það ekki rétt að múslimar séu afkastameiri í kvennadrápum en aðrir.
Samkvæmt U.N. Population Fund, verða um það bil 5.000 konur fórnarlömb „heiðursmorða” í heiminum á ári, en tölfræði frá India’s National Crimes Record Bureau sýnir að 8.391 brúður – ein á klukkutíma, voru drepnar vegna heimanmundar þar í landi árið 2010. Af hverju þær tölur fara ekki inn í tölfræðina hjá Sameinuðu þjóðunum veit ég ekki.
En tölur Sameinuðu þjóðanna tákna ekki 5.000 múslímsk heiðursmorð, eins og margir heimildarmenn vilja meina, heldur að 5.000 konur og börn hafi verið myrt af sínum eigin fjölskyldumeðlimum, sem er ekki það sama. Konur myrtar af fjölskyldumeðlimum í BNA eru hluti af þessari tölfræði. Skýrslan segir að margar þessara 5.000 kvenna hafi verið fórnarlömb heiðursmorða, skýrslan segir ekki „allar“ og ekki heldur „flestar“. Hún segir að flest heiðursmorðin hafi verið framin í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta en gerir enga tilraun til að meta hversu stór hluti þeirra er framinn þar.
Ég er ekki að reyna að gera lítið úr vandamálinu heldur bara að fara yfir tölfræðina. Heiðursmorð eru meiri háttar vandamál en það er ekki sértækt múslímskt vandamál og á alls enga stoð í Islam. Morð er morð og ekkert annað.
Skoðum þetta í samhengi og reiknum með að þessi 5.000 morð hafi öll verið framin meðal múslíma, sem er ekki rétt, því 1.000 eru indversk og önnur 1000 eru bandarísk (það er verið að tala um konur myrtar af fjölskyldum sínum). En reiknum samt með því að öll 5.000 morðin séu framin af múslímum. Samkæmt nýju mati frá “The Pew Forum on Religion and Public Life” þá eru 1.57 milljarðar múslima í heiminum (25% jarðarbúa) Notum það sem dæmi og fáum þá út að 3,2 konur af hverri milljón múslima eru drepnar af fjölskyldum sínum árlega.
Skoðum svo Bandaríkin. Samkvæmt FBI Expanded Homicide Data voru 14.180 morð framin í BNA árið 2008. Af þessum voru 930 konur og stúlkur myrtar af eigin fjölskyldumeðlim. Samkvæmt The Bartleby World Factbook for 2008 voru Bandaríkjamenn 301 milljón árið 2008. Samkvæmt þessu voru 3,1 kona af hverri milljón íbúa í BNA drepin af fjölskyldum sínum árlega. Munurinn milli BNA og múslímalandanna er tölfræðilega ómarktækur og snýst BNA verulega í óhag þegar við vitum að 2.000 af þessum 5.000 sem ég reiknaði á múslímana eru indversk eða bandarísk.
Kvennakúgun og kvennamorð eru alþjóðleg fyrirbæri. Í ljósi nýrra upplýsinga um að tugþúsundir barna séu föst í viðvarandi kynlífsþrælkun í Bandaríkjunum myndi ég nú svipast um eftir ofbeldi víðar en í Mið-Austurlöndum. Svo vantar 60.000.000, jú sextíu milljón, stúlkubörn til að mannfjöldatölur stemmi á Indlandi, þau eru annaðhvort fjarlægð með frumstæðum fóstureyðingaaðferðum, drepin í fæðingu, eytt á einhvern hátt eða bornar út. Ef menn vilja gera eitthvað í málum kvenna er af nægu að taka.
Ég er ekki að réttlæta glæpi í múslímalöndunum með því að nefna þessi dæmi heldur benda á hversu brenglað það er að hata Islam fyrir eitthvað sem er vandamál alls heimsins, svo sem kynbundið ofbeldi.
Skemmdir tómatar
Þegar ég tala um grænmetismarkaðinn á Íslandi sem skipulagða glæpastarfsemi er alltaf einhver sem heldur að ég sé að fara með gamanmál. En mér er fúlasta alvara. Halda áfram að lesa
Var Muhammad spámaður barnaníðingur?
Kvennablaðið birti nýverið viðtal Evu Hauksdóttur við Sverri Agnarsson formann félags múslíma á Íslandi. Í framhaldinu ákváðum við að birta svör Sverris við nokkrum spurningum sem hafa verið áberandi í umræðu síðustu vikna. Hér kemur það fyrsta.
Hvernig getur það staðist að Islam boði ekki barnabrúðkaup og þar með barnaníð, þegar Muhammad spámaður, hin fullkomna fyrirmynd múslíma, kvæntist 6 ára barni og fullkomnaði hjónabandið þegar stúlkan var 9 ára?
Sverrir svarar:
Við skulum hafa í huga að í Mekka og Medína þegar Islam kemur fram á sjónarsviðið er tímatal mjög óljóst og allar upplýsingar um aldur því vafasamar. Það er samt hægt að strika strax burt orðið barnaníð því það er óumdeilt að Aisha, en það er nafn konunnar, var kynþroska þegar samlíf þeirra hófst og að hún hafði áður verið lofuð öðrum manni. Það virðist vera að útbreidd skoðun að margar heimildir séu til um aldur Aisah þegar hún giftist Múhammad. Sumir, sem blása hvað mest um þetta mál hérlendis virðast halda að hún hafi sjálf skrifað um það í bók eða að hún hefði nefnt aldur sinn við giftingu beint við Buhkari sem er virtasti heimildarmaðurinn um líf spámannsins.
Það er langt í frá að til séu margar eða áreiðanlegar heimildir um giftingaraldur Aisahu Eina heimildin sem Bukhari, sem er áreiðanlegastur hadith fræðimannanna, skráir um að Aisha hafi verið 9 ára kemur frá einum manni, Hishab ibn Urwa, þegar hann er orðinn gamall maður í Irak 70 árum eftir dauða Múhammeds og hafði verið í munnlegri geymd 6-7 kynslóða þegar Bukhari skrifar hana niður. Það er að vísu einn annar heimildarmaður hjá Múslím, sem var lærisveinn Bukhari, en þar sem Bukhari tekur hann ekki með er hún vafassöm og þegar ekki eru allavega þrír heimildarmenn að hadith, telst hún veik.
Þegar Bukhari skrifar niður þessa sögn eru liðin 200 ár frá dauða Hisham ibn Urwa sem sagði söguna og u.þ.b. 220 ár frá láti Muhammads og heimildirnar eru munnmæli. Það er bara þessi eina heimild sem er undirstaðan í öllum skrifum og fullyrðingum sem segja að Aisha sé 6 ára við giftingu og 9 ára þegar samvera þeirra hefst. Engin önnur heimild í öllum þeim þúsundum heimilda sem Bukhari skrifaði niður nefnir þetta. Þess er aldrei getið (og sennilega hafa flestir um það enga hugmynd) að til eru margar aðrar frásagnir og sögulegar heimildir sem geta varpað ljósi á aldur Aishu og þær segja allt annað. Það er miklu líklegra að hún hafi verið að minnsta kosti 18 ára.
Það er rétt að margir islamskir kennimenn vitna í þessa heimild sem byggir á frásögn Hisham ibn Urwa en heimildin verður ekkert áreiðanlegri þótt þeir trúi því að hadithur Bukharís séu óbrigðular og vilji byggja lagasetningar á jafnvel veikum hadithum. Karlremban tók fljótlega yfir allar ritskýringar í Islam eins og í öðrum trúarbrögðum en aldur Aishu var lítið ræddur þar til á síðustu öld og aldrei af samtímamönnum Muhammads enda hefur gifting þeirra ekki skorið sig úr öðrum hjónaböndum þess tíma.
Sannleikurinn er sá að enginn getur vitað neitt með vissu um aldur Ashiu þegar hún giftist Muhammad. Sennilegast er að hún hafi verið 18 – 20 ára þegar hjónband þeirra hefst.
Aisha lifði mörg ár eftir Muhammad og er ein helsta heimildin um hann. Lýsingar hennar á honum sem einstaklingi og eiginmanni bera vott um djúpstætt samband milli þeirra sem er eins lang frá barnaníði og hægt er. Hér er greinargóð og stutt heimild sem greinir þetta nánar.
Trúarbrögð eru oft notuð til að réttlæta voðaverk
Nýtingarfasistinn 5. hluti
Best fyrir… merkir ekki ónýtt eftir…
Samkvæmt norskri rannsókn sem gerð var á árunum 2009-2013 er algengasta ástæðan sem fólk gefur fyrir því að það hendi mat sú að hann sé „útrunninn“. Halda áfram að lesa
Geldingartangir ennþá notaðar af leikmönnum
Umræðan um ólöglegar geldingar á grísum rifjaði upp fyrir mér gamlar fréttir af geldingum leikmanna á lambhrútum og kálfum. Ég sendi fyrirspurn til MAST um það hvort vitað væri til þess að geldingar án deyfingar væru enn stundaðar og hvort hinar umdeildu tangir væru enn í notkun. Halda áfram að lesa
Hyggst ekki funda með föngum
Félag fanga, Afstaða til ábyrgðar, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að fangelsismálayfirvöld hafni óskum samtakanna um fund með talsmönnum þeirra.Þann 5. mars óskuðu fulltrúar Afstöðu eftir fundi með forstjóra Fangelsismálastofnunar. Kvennablaðið hefur undir höndum svarbréf dagsett 4. apríl 2014, undirritað af Páli Winkel:
Vísað er til bréfs þíns, dags. 5. mars sl. Í bréfinu er óskað eftir fundi með forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins. Þá er óskað eftir að skipaðir verði tengiliðir á milli Afstöðu, Fangelsisins Litla-Hrauns og Fangelsismálastofnunar þannig að aðilar geti haft samband hver við annan ,,mjög fljótt ef um neyðartilfelli er að ræða“.
Fangelsismálastofnun mun svara erindum sem til hennar er beint. Forstjóri Fangelsismálastofnunar hyggst ekki funda með forsvarsmönnum Afstöðu. Ekki verður séð að upp geti komið neyðartilfelli sem nauðsynlegt sé að ræða ,,mjög fljótt“. Því er ekki nauðsynlegt að skipa sérstaka tengiliði.
Að sögn Guðmundar Inga Þóroddsonar eru sjálfvígshugsanir algengar meðal fanga og sjálfsvígstilraunir hreint ekki sjaldgæfar.„Það hefur sýnt sig að fangar leita ekki til fangavarða þegar þeir eru í sjálfsvígshugleiðingum, heldur til annarra fanga og þegar ástandið er þannig að fangar hafa takmarkaðan eða engan aðgang að þjónustu sálfræðinga og geðlækna eykst hættan. Nú hafa komið upp tvö tilvik á nokkrum vikum þar sem fangar hafa reynt að fyrirfara sér og við vitum um fleiri sem eru í hættu. Við lítum á það sem neyðartilvik ef fangi sér enga aðra leið út úr vanlíðan sinni og það bætir ekki stöðuna að einangra fanga eins og nú er verið að gera. Við þurfum að geta rætt þessi mál við Forsvarsmenn fangelsismálastofnunar,“ segir Guðmundur Ingi.Samkvæmt 43. grein laga um fullnustu refsinga geta fangar kosið sér talsmenn til að vinna að málefnum fanga og til að koma fram fyrir þeirra hönd.Sú spurning hlýtur að vakna hvaða tilgangi það þjóni fyrir fanga að hafa talsmenn þegar fangelsisyfirvöld neita þeim um áheyrn.
Boðið pláss í Konukoti, eftir 13 ár á biðlista hjá borginni
Framkvæmdirnar við Grettisgötu hafa ekki aðeins vakið reiði vegna fyrirætlana um að rífa hús og fella tré, heldur kemur yfirgangur hins nýja eiganda einnig illa við íbúana. Nýi eigandinn er Nordik lögfræðiþjónusta sem samkvæmt upplýsingum Kvennablaðsins er leppur fyrir þýska fjárfesta. Halda áfram að lesa