Hættur, farinn

Á meðan fólkið sem bauð sig fram til þingsetu undir merkjum umhverfisvænnar vinstri hreyfingar keppist við að koma meiri völdum á færri hendur, sitja kjósendur aðgerðalausir og bíða eftir að ‘eitthvað’ gerist. Þeir fáu sem nenna og þora að láta ‘eitthvað’ gerast, vita nú af reynslunni að þeir eru of fáir til að ná árangri. Ekki einu sinni kannabisræktendur ná almennilegum árangri og eru þeir þó öllu fleiri en aðgerðasinnar á Íslandi.

Halda áfram að lesa

Og sómi þinn líka

Vegna þess að í hjarta hvers manns býr lítill eiginhagsmunaseggur og hann er mjög fær í því að ljúga að sjálfum sér. Vegna þess að allt hefur sinn verðmiða. Vegna þess að það getur hent hvern mann að selja sál sína og sannfæringu óafvitandi. Vegna þess að flestir telja sig betri manneskjur en þeir raunverulega eru. Halda áfram að lesa

Hversvegna er annað mál að brjóta rúðu í Nornabúðinni en Fjármálaeftirlitinu?

Ég nenni varla að standa í að svara þeim sem sjá ekki mun á því að brjórta rúðu í Nornabúðinni eða að brjóta rúðu í Fjármálaeftirlitinu eða skemma rafmagskapal í eigu 365 miðla. Ég ætla samt að útskýra þetta einu sinni enn, svona fyrir þá sem eru raunverulega að leita svara:Sko. Annarsvegar er ráðist gegn valdastofnunum og stórfyrirtækjum sem hafa misnotað vald sitt, endalaust logið og svikið og stefnt sjálfstæði þjóðarinnar í hættu með vanrækslu eða öðrum afglapahætti. Valdastofnanir og stórfyrirtæki geta svo beitt fyrir sig lögreglu, en hana skipa einu mennirnir í samfélagi okkar sem hafa lagalegan rétt til að beita ofbeldi, einu mennirnir sem hafa rétt til að beita vopnum og eru heilaþvegnir til þess að vinna hvaða skítverk sem er samkvæmt skipun. Eina leiðin til að draga valdastofnanir, stórfyrirtæki og valdamikla einstaklinga til ábyrgðar, er með öflugum þrýstingi hins almenna borgara og með því að ögra ramma laganna, sem oft eru sett sérstaklega til að vernda vald þeirra.

Hinsvegar er um að ræða einyrkja sem hefur ekki ógnað fjárhagslegu öryggi nokkurs manns, hefur nákvæmlega ekkert vald, engin vopn nema orð sín og hugarorku og ekki einu sinni líkamsburði til að slást við 12 ára barn hvað þá meir. Það er engin ástæða til þess að almennir borgara taki lögin í sínar hendur gagnvart mér, því ef ég geri eitthvað ólöglegt, eða er bara grunuð um það, þá er ekkert mál að fá lögregluna til að rannsaka það og hún mun sannarlega ekki halda hlífiskildi yfir mér ef ég vil fá frið til að ráðstafa fé og eignum annarra án samþykkis þeirra.

Rúðubrotin hjá Fjármálaeftirlitinu voru svar (mjög aggressívt svar) við þeirri valdhrokaaðgerð að loka opinberri stofnun fyrir fólki sem heldur uppi óþægilegum kröfum. Rúðubrotin í Nornabúðinni eru svar við þeim ósköpum að kona sem engu ræður og á enga einkaþotu og engan frænda í valdastöðu, skuli endalaust vera rífandi kjaft.  Þar fyrir utan, þá var ekki bankað upp á hjá mér á auglýstum afgreiðslutíma, heldur komið í skjóli nætur, sem gerir samanburðinn ennþá bjánalegri, því ég hef aldrei lokað á fólk þótt það eitthvað út á mig eða minn rekstur að setja. Ég hef ekki einu sinni lokað kommentakerfinu á blogginu mínu fyrir vitleysingum á borð við Björn bónda og Ólaf Hrólfs.

Ég hef séð töluvert marga viðra þá skoðun að mótmæli og kröfur eigi eingöngu að beinast gegn störfum manna en ekki þeim sjálfum persónulega. Ég er þessu ósammála. Á bak við valdastofnanir og stórfyrirtæki eru spilltir og valdamiklir einstaklingar sem oft hafa hag að því að viðhalda óréttlæti. Mér finnst í góðu lagi að angra þá, því fólk hættir ekkert að bera ábyrgð á gjörðum sínum þegar vinnudeginum lýkur. Það krefst hinsvegar meiri vandvirkni að heimsækja fólk en að mæta því í vinnugallanum.

Síðasta aðgerð ársins

Mikið hefur verið bloggað um þessa síðustu aðgerð ársins og fréttaflutningur af stórfelldum skemmdarverkum og líkamsárásum blásinn upp. Sé það rétt að einhver hafi kastað múrsteini í lögreglumann og kinnbeinsbrotið hann, þykir mér það skelfilegt. Ég styð ekki ofbeldi og þekki engan sem ég trúi að myndi réttlæta slíkt. Ég sá ekkert ofbeldi sjálf, nema auðvitað þá ótrúlegu aðgerð lögreglu að beita piparúða innan dyra. Slíkt er forkastanlegt og ég verð ekki hissa þótt þetta verði til þess að aðgerðum verði beint sérstaklega gegn lögreglunni næst. Halda áfram að lesa

Ég skammast mín fyrir þessa forsetanefnu

Einu sinni kaus ég Ólaf Ragnar til að gegna forsetaembættinu og ég hef hingað til verið sátt við að hafa hann þótt mér finnist hann orðinn full þaulsetinn.

En nú er ég búin að skipta um skoðun. Ég vil ekki sjá það að maður sem styður mannréttindabrot Kínverja með því að þiggja partýboð og það m.a.s. boð þar sem tekið er fram að ákveðnir samfélagshópar séu ekki þóknanlegir. Hvað varðar bullið í honum um að árangur náist í mannrétindamálum með því að sýna harðstjórum virðingu (fyrir hvern fjandann á að virða þá?) þá auglýsi ég hér með eftir upplýsingum um það hvenær í veraldarsögunni stjórnvöld hafa hætt við útrýmingu þjóða, þjóðarbrota eða samfélagshópa og aflagt dauðarefsingar, pyndingar og önnur mannréttindabrot, fyrir kurteisleg tilmæli frá viðhlæjendum sínum.

Ég fær ekki betur séð en að það sem hingað til hefur skilað árangri séu viðskiptaþvinganir og fordæming alþjóðasamfélagsins. Ekki verður séð að mannréttindi í Kína hafi fengið meira vægi þótt við höfum boðið fjöldamorðingjanum Jiang Zemin til veislu. Það kom mér ekki svo mikið á óvart á sínum tíma þótt Halldór Ásgrímsson teldi það við hæfi að snudda utan í hann en Ólafur veldur mér virkiega vonbrigðum.

Ég skammast mín fyrir að hafa þetta sem forseta.

mbl.is Götum lokað vegna embættistöku

 

Mótmælandi bara til að vera á móti?

Eiríkur Harðarson skrifar tjásu við færslu sem ég birti í gær. Athugasemdin er svohljóðandi

Samkvæmt höfundarboxlýsingu þinni, kemur fátt annað upp í hugann en að þú hreinlega sért mótmælandi til að geta verið á MÓTI. þeim mun meira sem ég kynni mér málin, þá sækir æ fastar á huga minn að fólk“ekki allir“ telji það vera svo COOL.

Eiríkur er ekki sá fyrsti sem viðrar þetta viðhorf til svokallaðra mótmælenda, og finnst mér við hæfi að gefa greinargott svar.

Halda áfram að lesa

Þetta er bara ekki rétta aðferðin

Í hvert sinn sem Saving Iceland hreyfingin beitir mótmælaaðgerðum sem ögrar ramma laganna, fer bloggheimur á límingunum og er það vel. Greinilegt er að efasemdir um borgaralega óhlýðni eru mjög sterkar og sú skoðun á fullan rétt á sér. Það er þó nákvæmlega sama hverju er mótmælt og á hvaða hátt, alltaf koma fram hópar sem vilja frekar að einhverju öðru sé mótmælt (þótt sama fólk nenni auðvitað ekki að standa í því að skipuleggja slík mótmæli sjálft) og eins eru alltaf einhverjir sem hafa skoðun á því hvaða aðferð eigi að nota. Halda áfram að lesa