Hversvegna er annað mál að brjóta rúðu í Nornabúðinni en Fjármálaeftirlitinu?

Ég nenni varla að standa í að svara þeim sem sjá ekki mun á því að brjórta rúðu í Nornabúðinni eða að brjóta rúðu í Fjármálaeftirlitinu eða skemma rafmagskapal í eigu 365 miðla. Ég ætla samt að útskýra þetta einu sinni enn, svona fyrir þá sem eru raunverulega að leita svara:Sko. Annarsvegar er ráðist gegn valdastofnunum og stórfyrirtækjum sem hafa misnotað vald sitt, endalaust logið og svikið og stefnt sjálfstæði þjóðarinnar í hættu með vanrækslu eða öðrum afglapahætti. Valdastofnanir og stórfyrirtæki geta svo beitt fyrir sig lögreglu, en hana skipa einu mennirnir í samfélagi okkar sem hafa lagalegan rétt til að beita ofbeldi, einu mennirnir sem hafa rétt til að beita vopnum og eru heilaþvegnir til þess að vinna hvaða skítverk sem er samkvæmt skipun. Eina leiðin til að draga valdastofnanir, stórfyrirtæki og valdamikla einstaklinga til ábyrgðar, er með öflugum þrýstingi hins almenna borgara og með því að ögra ramma laganna, sem oft eru sett sérstaklega til að vernda vald þeirra.

Hinsvegar er um að ræða einyrkja sem hefur ekki ógnað fjárhagslegu öryggi nokkurs manns, hefur nákvæmlega ekkert vald, engin vopn nema orð sín og hugarorku og ekki einu sinni líkamsburði til að slást við 12 ára barn hvað þá meir. Það er engin ástæða til þess að almennir borgara taki lögin í sínar hendur gagnvart mér, því ef ég geri eitthvað ólöglegt, eða er bara grunuð um það, þá er ekkert mál að fá lögregluna til að rannsaka það og hún mun sannarlega ekki halda hlífiskildi yfir mér ef ég vil fá frið til að ráðstafa fé og eignum annarra án samþykkis þeirra.

Rúðubrotin hjá Fjármálaeftirlitinu voru svar (mjög aggressívt svar) við þeirri valdhrokaaðgerð að loka opinberri stofnun fyrir fólki sem heldur uppi óþægilegum kröfum. Rúðubrotin í Nornabúðinni eru svar við þeim ósköpum að kona sem engu ræður og á enga einkaþotu og engan frænda í valdastöðu, skuli endalaust vera rífandi kjaft.  Þar fyrir utan, þá var ekki bankað upp á hjá mér á auglýstum afgreiðslutíma, heldur komið í skjóli nætur, sem gerir samanburðinn ennþá bjánalegri, því ég hef aldrei lokað á fólk þótt það eitthvað út á mig eða minn rekstur að setja. Ég hef ekki einu sinni lokað kommentakerfinu á blogginu mínu fyrir vitleysingum á borð við Björn bónda og Ólaf Hrólfs.

Ég hef séð töluvert marga viðra þá skoðun að mótmæli og kröfur eigi eingöngu að beinast gegn störfum manna en ekki þeim sjálfum persónulega. Ég er þessu ósammála. Á bak við valdastofnanir og stórfyrirtæki eru spilltir og valdamiklir einstaklingar sem oft hafa hag að því að viðhalda óréttlæti. Mér finnst í góðu lagi að angra þá, því fólk hættir ekkert að bera ábyrgð á gjörðum sínum þegar vinnudeginum lýkur. Það krefst hinsvegar meiri vandvirkni að heimsækja fólk en að mæta því í vinnugallanum.

Share to Facebook

2 thoughts on “Hversvegna er annað mál að brjóta rúðu í Nornabúðinni en Fjármálaeftirlitinu?

  1. ———————————————————–

    Vel mælt, Eva. Kjarni málsins. Á ekki að vera nokkur leið að misskilja þetta.

    Björgvin R. Leifsson, 3.1.2009 kl. 12:40

    ———————————————————–

    Góður pistill Eva, kemur að kjarna málsins. Það er varhugavert ef að dólgar úr hópi sjáfstæðismanna eru að fara að ráðast að fóki í skjóli nætur vegna þess að það tjáir sig um spillingu meðal valdhafa og auðmanna.

    Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.1.2009 kl. 13:02

    ———————————————————–

    Í báðum tilfellum er um skemmdarverk að ræða og í báðum tilfellum er það framið vegna ólgu. Í báðum tilfellum er þetta drígt vegna hatus og reiði og í báðum tilfellum þótti flestum sem sá atburðinn þetta mjög miður og kann meira í brjósti þeim sem varð fyrir barningum. Ég stend fastur á þeirri skoðun minni að ofbeldi og skemmdarverk leysi ekki nokkurn vanda. Borgaraleg óhlíðni gengur upp ef fólk t.d lætur handtaka sig án mótþróa eins og Gandí gerði á sínum tíma og á því liggur regin munur.

    Hér eru megin rökin fyrir því að ég held að mótmæli verði að vera innan vissra skekkjumarka.

     það er mjög auðvellt fyrir hægriöfgamann eða lögreglumann að fara í slagtog með ykkur til að koma óorði á þessi mótmæli með því að láta verr en þið sjálf og lögreglan gæti hæglega gert það líka. Þetta þekkist erlendis frá og hafa samtök víðsvegar um allan heim verið brotin niður með slíkum aðgerðum eins og black panders
    Lögreglan gæti einnig gefið út þá yfirlýsingu að einhver í þeirra röðum hafi stórskaðast og liggi nær dauða en lífi á gjörgæslu eða eitthvað ámóta og með þeim hætti unnið samúðarfylgi með sér þó svo að engin fótur sé fyrir fréttinni. Slík vinnubrögð hafa verið drígð víða erlendis svo afhverju ætti það ekki að getað gerst hérna ?
    Brynjar Jóhannsson, 3.1.2009 kl. 13:05

    ———————————————————–

    Einu gleymir þú, Eva, og það er að þú og félagar þínir talið ekki fyrir hönd þjóðarinnar. Það gera stjórnvöld ekki heldur. Stjórnvöld tala fyrir hönd þjóðarinnar í þann tíma sem hún ( þjóðin ) ákveður. Við búum við „lýðræði“ sem hefur skilað okkur talsverðu í gegnum árin. Núverandi stjórnvöld hafa gleymt hvaðan þau fengu umboð sitt. Þjóðin þ.e. meirihluti hennar, þarf að standa saman um lausnir en ekki sundruð.  Þessi háværi, fámenni hópur, sem hefur verið með læti hefur ekki bent á neinar lausnir. Lausn ykkar á vandamálunum er að einhver víki. Það skiptir ekki máli hver, bara einhver. Þá hefur reyndar nafn Davíðs Oddsonar helst verið nefnt í þessu sambandi. Setjum nú svo að Davíð hætti. Hvað þá ??  Hver á næstur/næst  að víkja ?  Ríkisstjórnin, svo alþingismenn og svo allir embættismenn og svo fólkið í landinu.

    Hvar endar það ??  Stjórnleysi ?? Er það lausnin á okkar vanda ? Held ekki.

    Við sem búum hér í þessu landi ákváðum fyrir talsvert löngu að það er lýðræðislegur meirihluti sem fer með völdin á hverjum tíma. Ef við erum ósátt við hann, kjósum við nýjan og svo áfram og áfram. En alltaf er einhver sem er ósáttur við nýja meirihlutann, ekki satt ? Það er niðurstaðan sem við verðum að sætta okkur við, ef við viljum hafa þetta með lýðræðislegum hætti. Kannski viljum við ekki, þá er ég að tala um meirihluta þjóðarinnar, hafa þetta svona og þá kemur það í ljós. Þú sérð að það er alveg sama hvernig við snúum þessu máli. Alltaf kemur þetta svona upp :

    Meirihluti  og minnihluti.

    En lykilatriðið í þessu máli er : Ofbeldi leysir ekki vandamál, hann býr til ný.

    Palli (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 13:15

    ———————————————————–

    Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að tala fyrir þjóðina. Mótmælendur tala fyrir sjálfa sig, enda eru þeir hvorki kjörnir, né ráðnir til þess að tala fyrir aðra. Þeir eru heldur ekki kjörnir eða ráðnir til að gefa öðrum skipunum eða taka ábyrgð á þeim.

    Kröfur okkar hafa verið mjög fáar og skýrar og eru ljósar hverjum þeim sem hefur eitthvað fylgst með fréttaflutningi af þeim.

    Það er ekki í mínum verkahring að ákveða hver eigi að taka við verkefnum Davíðs Oddssonar eða annarra óhæfra manna. Ekki frekar en ég ætti að útnefna nýjan lækni í stað vanhæfrar fyllibyttu sem hefði gert tilraunir á sjúklingum sínum.

    Já, ríkisstjórnin á að sjálfsögðu að víkja og sjálf vildi ég sjá meira en bara kosningar, ég vil sjá nýtt stjórnkerfi sem býður ekki upp á það að mikil völd safnist á fáar hendur.

    Hvar endar það? Í stjórnleysi? Hversvegna í ósköpunum ætti það að enda í stjórnleysi þótt óhæft fólk víki úr sætum? Sjálf er ég mjög hrifin af hugmyndinni um stjórnvaldsleysi en þar sem hún gengur aðeins upp i litlum stjórneiningum væri ekki hægt að koma því á nema þá hugsanlega á mjög löngum tíma. Það er þó alveg á hreinu að lausnin á okkar vanda felst í meira lýðræði og minni spillingu.

    Þetta er ekkert spurning um það hvort lýðræðislega kjörinn meirihluti eigi að fá að sitja í friði. Þessi lýðræðislega kjörni meirihluti hefur brugðist og þegar þjónar bregðast nógu illa, þá eru þeir reknir.

    Ég er sammála því að ofbeldi leysir ekki vandamál, enda hef ég aldrei mælt með ofbeldi. Það getur hinsvegar leyst vandamál að hrekja óhæft fólk frá völdum.

    Eva Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 16:27

    ———————————————————–

    OK. Ég skil. Ég má brjóta rúðu hjá þeim sem mér finnst að hafi vegið að mér ómaklega eða valdið mér skaða. En aðrir, sem meta það sem svo að ég hafi vegið að þeim ómaklega eða valdið þeim skaða, mega ekki brjóta rúðu hjá mér? Munurinn er auðvitað augljós, mér finnst ég hafa rétt fyrir mér og aðrir hafa rangt fyrir sér.

    Þú metur sem sagt ofbeldi og skemmdarverk út frá samhenginu sem slíkt er framið. Gott og vel. Ég er nú reyndar á þeirri skoðun að skemmdarverk sé alltaf skemmdarverk, sama hvaða ástæðu sá sem slíkt fremur telur sig hafa.

    Þú segir að það sé vont fyrir þig að verða fyrir skemmdarverkum því þú eigir enga einkaþotu eða slíkt. Er þá í lagi að brjóta rúðu hjá þeim sem eiga einkaþotu?

    Þú firrar þig ábyrgð á hegðun krakkabjánanna sem fylgja þér í einu og öllu. Eva, þú er í þeirra huga og flestra annara leiðtogi þeirra (þó svo að þú viðurkennir það ekki). Þessir krakkar eru ekki sterkari á svellinu en svo að sófa-aktívisminn blómstrar þegar einhver segir þeim hvað á að gera. Þetta verða seint krakkar flokkaðir sem beittustu hnífarnir í skúffunni. Hvernig má þá vera að þú heimtar afsögn ráðherra fyrir mistök sinna undirmanna, en neitar sjálf að axla ábyrgð á mistökum þinna undirmanna? Það að þykjast ekki kannast við þá og reyna að þvo hendur þínar af þeim er bara aulaþvottur sem gengur ekki upp.

    Á ríkisstjórnin að víkja? Var hún ekki kjörin til fjögurra ára? Var kannski kosið um hver ætti að stjórna í 4 ár EÐA þangað til eitthvað stórt gerðist? Jújú, þinn flokkur komst ekki til valda. Þannig er lýðræðið, stundum þarft að leyfa öðrum að ráða ef fyrir slíku er meirihluti. Það á lítið skylt við lýðræði að vilja bola í burtu kjörnum fulltrúum og planta sínum eigin eftir hentugleika bara af því að ÞÉR finnst svo mikil ástæða til þess. Lýðræði kallast það þegar mín rödd er jafngild þinni. Fasismi kallast það þegar þú krefst þess að þín rödd fái að heyrast hærra, og jafnvel eingöngu, af því að þú ert ósammála mér.

    Að lokum vona ég að skemmdarvargarnir sem eru að pönkast á húsinu þínu náist, því ég (ólíkt þér) finnst það aldrei í lagi að skemma eigur annara. Punktur. Mér er sama þó viðkomandi hafi bestu ástæðu í heimi að eigin mati.

    Og eitt stykki risastórt knús til Ingibjargar Sigurðar- og Soffíudóttur. 😀

    Liberal, 3.1.2009 kl. 17:04

    ———————————————————–

    Sæl. Eva.

    Hversvegna er annað mál að brjóta rúðu í Nornabúðinni en Fjármálaeftirlitinu?
    Hér er stór munur á að ráðast á einstakling sem hefur skoðanir á þjóðlífinu og eyðileggja eigur hans einungis vegna skoðanir hans er einfaldleg níð og sýnir einungis vanþroska gerandann, hér er verið að ráðast á þín helgu vé.

    Kv. Sigurjón Vigfússon

    Rauða Ljónið, 3.1.2009 kl. 17:23

    ———————————————————–

    Sæll Liberal. Seg mér af hverju nafn þitt kemur ekki fram á blogginu þínu ef smellt er á „Höfundur“?

    Björgvin R. Leifsson, 3.1.2009 kl. 17:34

    ———————————————————–

    Hann hlýtur bara að heita Liberal fullu nafni maðurinn.

    Eva Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 17:55

    ———————————————————–

    Liberal, ég er búin að tyggja þetta ofan í þig og þú virðist enn ekki skilja. Ég held ekki að það sé vegna þess að þú sért svona vitlaus. Ég held að þig langi bara að halda uppi einhverjum tilgangslausum þrætum. Ég er til í skoðanaskipti en ég nenni ekki að þræta við þverhausa sem taka engum rökum og eru með hausinn fastan uppi í rassgatinu á sér.

    Einu ætla ég þó að svara vegna þess að ég veit að margt skynsemdarfólk hugsar á sömu nótum og þú um það mál. Þessir krakkabjánar sem þú segir fylgja mér eru langflestir fullorðið fólk (það sést t.d. mjög vel á myndböndunum frá Kryddsíldarmótmælunum að þátttakendur í beinu aðgerðinni við Hótel Borg eru á öllum aldri). Þetta fólk lítur ekki á mig sem neinn leiðtoga enda er ég það ekki. Ástæðan fyrir því að þú og margir aðrir telja mig vera leiðtoga aðgerasinna er sú að ég er áberandi talsmaður beinna aðgerða. Það er einmitt út af svona tilfellum sem margir aktivistar nota grímu í mótmælaaðgerðum. Þeir kæra sig ekki um að aðgerðir þeirra séu persónugerðar. Ég hef ekki hulið andlit mitt og ég hef alltaf skrifað undir nafni. Og hvað gerist? Jú, allskonar fólk telur mig vera leiðtoga!

    Eva Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 18:06

    ———————————————————–

    Það eru fleiri brotnar rúður hjá Evu en öll mótmælin þúsunda um mótmælenda í13 vikur vegna hruns Íslands og óhæfra stjórnvalda hafa kostað fram til þessa – það sýnir best hve agaðir mótmælendur eru fram og með sínar línur á hreinu. – Ég óttast að viðbrögð lögreglu, ISG og Stöðvar2 geri mótmælendum erfiðara um vik að hafa línurnar og mörkin skýr. – Lögregla, fjölmiðlar og stjórnvöld ættu fremur að nota atburði áramótanna til að sýna fólki þetta og hrósa mótmælendum fyrir en að mála mótmælendur þeim litum sem þeir hafa kosið.

    Helgi Jóhann Hauksson, 3.1.2009 kl. 18:35

    ———————————————————–

    Neeei Helgi Jóhann, nú ertu eitthvað að misreikna. Það hefur vissulega orðið kostnaður vegna mótmælafunda og aðgerða og hann er öllu meiri en kostnaðurinn við þessar tvær rúður hjá mér. En það er bara hægt að reikna með því að þegar yfirvöld bregðast og neita að axla ábyrgð á því, þá hljótist kostnaður af tilraunum til að koma þeim frá.

    Eva Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 18:48

    ———————————————————–

    Sæl Eva – ég er hér bara að telja gluggarúður og eftir því sem  ég kemst næst hafi þrjár verið brotnar hjá þér (tvær alveg og ytra glerið á einni) en mótmælendur hafi brotið ytra gler á einni rúðu við lögreglugstöðina og svo eina við fjármálaeftirlitið eða alls 2 – er ég að msireikna?

    – Ég veit að ég er ekki að telja með hurðir eða neitt annað.

    Helgi Jóhann Hauksson, 3.1.2009 kl. 19:45

    ———————————————————–

    Sæl Eva! Takk fyrir góðan pistil og vel valin orð.

    Þú ert manneskja sem ekki er annað hægt enn að bera virðingu fyrir og Íslendingum sem hægt er að gera það við, fer því miður fækkandi.

    Þetta sníst ekki um gluggarúður eða neinar eigur. Mér finnst þetta fyrst og fremst snúast um virðinu við þig.

    Hafðu það sem best. Átt það skilið.

    Óskar Arnórsson, 3.1.2009 kl. 20:46

    ———————————————————–

    Ég styð hvert orð hjá manni sem kallar sig Liberal.

    Vill vekja athygli á því að í stað þess að svara fyrir sig málefnalega, þá er gripið til skítkasts við þessum góða pistli hans. En það segir allt um innræti þess sem slíkt gerir og undirstrikar bara það sem rétt er..

    Skemmdarverk og ofbeldi er aldrei réttlætanlegt!

    Viðar Freyr Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 21:45

    ———————————————————–

    Tja, skemmdarverk voru meðal atriða á „stefnuskrá“ neðanjarðarhreyfinga í Evrópu gegn nasismanum á sínum tíma. En það var kannski ekki réttlætanlegt? Sömuleiðis hefur ofbeldi stundum þótt eina leiðin til að brjóta ógnarstjórnir á bak aftur. En það er kannski heldur ekki réttlætanlegt?

    Björgvin R. Leifsson, 3.1.2009 kl. 22:44

    ———————————————————–

    Það var gert blaðamál út af rúðubroti hjá þér – ég tel þig reyndar hafa unnið fyrir þessum rúðubrotum þar sem þér þykir í lagi að brjóta rúður annarsstaðar og valda skemmdum – mótmæli þín duga ekki því aðgerðir ykkar tala sínu máli.

    Þann 9.12.08 var brotist inn í vinnuaðstöðu mína tölvu stolið ásamt allskonar fylgihlutum – mótorhjólajakka ( sem er merktur með Sniglamerkinu og Hrósi 1999) staðurinn lagður í rúst. Það voru engin blaðaskrif – ekki einu sinni getið um að innbrot hafi átt sér stað – og hvað með það – smátt og smátt er verið að kynda undir ofbeldi – eins og þið hafið gert frá upphafi – kanski er rótin að tjóninu mínu ( gögnin í tölvinni eru – voru – margra ára vinna ),

    Væri nú ekki ráð að slaka á – róa óróaseggina -þannig að við höfum hugsanlega meiri möguleika á því að hafa vinnustaðina okkar í lagi?

    Ólafur I Hrólfsson

    Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.1.2009 kl. 06:32

    ———————————————————–

    „Tja, skemmdarverk voru meðal atriða á „stefnuskrá“ neðanjarðarhreyfinga í Evrópu gegn nasismanum á sínum tíma. En það var kannski ekki réttlætanlegt? Sömuleiðis hefur ofbeldi stundum þótt eina leiðin til að brjóta ógnarstjórnir á bak aftur. En það er kannski heldur ekki réttlætanlegt?“

    Við búum í lýðræðislegu samfélagi þar sem við erum frjáls til þess að setja upp reglurnar sjálf og kjósa okkar fulltrúa skv. þeim reglum sem við sjálf setjum upp.  Þannig kostir voru ekki til staðar í Nazista-Þýskalandi og því eru viðbrögð sem undirjarðarhreyfingarnar stóðu í, sættanleg.

    MacGyver, 5.1.2009 kl. 17:14

    ———————————————————–

    Við erum frjáls til að kjósa okkur fulltrúa en þegar þeir fulltrúar hafa gjörsamlega brugðist trausti okkar, hefur enginn vald til að reka þá nema þeir sjálfir.  Lög hafa þeir sett sem gerir fámennum glæpaklíkum fært að gera okkur að öreigum og þrátt fyrir endalausar lygar og leynimakk, sér ekki nokkur maður sóma sinn í því að segja af sér. Slíkir stjórnarhættir eiga lítið skylt við lýðræði. Slíka stjórnarhætti ber að brjóta á bak aftur með öllum tiltækum ráðum. Ég ætla rétt að vona að þurfi ekki að koma til borgarastyrjaldar til þess að svo megi verða.

    Eva Hauksdóttir, 5.1.2009 kl. 18:26

    ———————————————————–

    Það eru ákveðin lög sem má beita ef stjórnin stendur ekki við sínu, þessi lög hafa ekki verið beitt. Alþingismenn setja fram lög, við kjósum alþingsmenn þannig við setjum fram lög. Ég held þú skilur ekki hvað lýðræði felur í sig. Lýðræði er einfaldlega að fólkið stjórnar. Fólkið hefur ákveðið að hver stjórn sem það kýs fái að stjórna í 4 ár og eftir 4 ár eru kosningar og skv. fólkinu eru ýmis lög sem geta verið beitt á sitjandi stjórn ef hún stendur sig ekki vel. Þetta er lýðræði.

    Ég hef útskýrt þetta fyrir þig áður þannig að ég vona að þú hætti að misnota orðið lýðræði í framtíðina. Ég skil ekki hvers vegna fólk þarf alltaf taka orð með jákvæða merkinu og stimpla sin málstað á hann hvort sem hann passi eða ekki. Þetta eru eins og þegar anti-hommar segjast berjast fyrir „fjölskyldueininguna“ eða þegar sumir striðshópar segjast berjast fyrir „frelsi“.

    MacGyver, 5.1.2009 kl. 21:19

    ———————————————————–

    MacGyver,

    Mér væri mikill akkur í því að heyra um þessi lög sem við getum beitt ef stjórnin vinnur gegn vilja þjóðarinnar. Ég er búin að lesa stjórnarskrána og einhver lög um þetta mál  og þeir möguleikar sem ég hef séð er

    a) Forseti leggur niður ríkisstjórn. Nema hvað forseti framkvæmir vald sitt gegnum forsætisráðherra, og ég sé ekki fyrir mér að það muni nokkurn tíma gerast að Geir segi bara „Ok, þetta er orðið gott krakkar“

    b) Vantrauststillaga á ríkisstjórn samþykkt. Hefur verið reynt. Var ekki samþykkt enda spillingin með meirihluta á þingi.

    c) Við beitum beinum aðgerðum til að sýna vilja þjóðarinnar þar til þau eru svo grá og gugginn af stressi að þau meika ekki lengur að vera í ríkisstjórn. Er það tilviljun að Imba fer að kasta sprengjum í stjórnarsamstarfið daginn eftir kryddsíldina og næstu daga á eftir?

    Eru fleiri möguleikar í stöðunni?

    Nonni, 5.1.2009 kl. 21:44

    ———————————————————–

    MacGyver veit greinilega ekki að það er langt frá því að hans skilgreining á lýðræði sé alþjóðlega viðurkennd, óumdeilanleg alheimssannindi. Sjálfri finnst mér fulltrúalýðræðið ófullkomið og umdeilanlegt en ekki nenni ég að standa í þrætum við þá sem hafa bitið í sig einhvern stórasannleik.

    Eva Hauksdóttir, 6.1.2009 kl. 00:17

    ———————————————————–

    ‘eg hef aldrei sannfærst um neinn „stóra sannleika“. Er hann til?

    Lýðræði og Stjórarskrá eru ekki í sambandi á Íslandi í dag. Vitiði það ekki?

    Ef hún væri það, væri Ríkisstjórninn búin að segja af sér fyrir löngu.

    Óskar Arnórsson, 6.1.2009 kl. 08:37

    ———————————————————–

    „MacGyver,

    Mér væri mikill akkur í því að heyra um þessi lög sem við getum beitt ef stjórnin vinnur gegn vilja þjóðarinnar. Ég er búin að lesa stjórnarskrána og einhver lög um þetta mál  og þeir möguleikar sem ég hef séð er

    a) Forseti leggur niður ríkisstjórn. Nema hvað forseti framkvæmir vald sitt gegnum forsætisráðherra, og ég sé ekki fyrir mér að það muni nokkurn tíma gerast að Geir segi bara „Ok, þetta er orðið gott krakkar“

    b) Vantrauststillaga á ríkisstjórn samþykkt. Hefur verið reynt. Var ekki samþykkt enda spillingin með meirihluta á þingi.

    Eru fleiri möguleikar í stöðunni?“

    Ég veit ekki. Þeir kostir sem við höfum sett fram eru samt þeir kostir sem fólkið greinilega vill hafa til þess að reka stjórn frá völdum. Annars hefði þessi atriði verið breytt skv. almennar kosningar.

    MacGyver, 6.1.2009 kl. 09:21

    ———————————————————–

    „MacGyver veit greinilega ekki að það er langt frá því að hans skilgreining á lýðræði sé alþjóðlega viðurkennd, óumdeilanleg alheimssannindi. Sjálfri finnst mér fulltrúalýðræðið ófullkomið og umdeilanlegt en ekki nenni ég að standa í þrætum við þá sem hafa bitið í sig einhvern stórasannleik.“

    Hvað er þín hugmynd um lýðræði þá? Hver og einn Íslendingur yfir 18 getur kosið sína fulltrúa eða farið í framboð, það er ekki lýðræði? Kanski er þitt lýðræði bara samfélag þar sem allt fer fram skv þínar skoðanir, ég held við höfum annað nafn yfir þannig samfélag?

    MacGyver, 6.1.2009 kl. 09:25

    ———————————————————–

    Í mínum huga einkennist lýðræðissamfélag af almennri þátttöku áhrifum og ábyrgð. Ég vil sjá stjórnkerfi sem býður ekki upp á að mikil völd geti safnast á fáar hendur. Það merkir ekki að enginn muni stjórna, það merkir hinsvegar að ef einhver er kominn í aðstöðu til að misbeita valdi sínu þá er honum strax skipt út. Það ætti að vera innbyggt í kerfið en ekki áfellisdómur yfir einstaklingnum.

    Vandamálið við beint lýðræði er að það byggir á trausti og samvinnu og gengur því ekki upp nema í litlum stjórneiningum. Það væri þó hægt að gera miklu betur og bara þetta eina atriði, að enginn geti rekið ríkisstjórn nema hún sjálf, það gengur þvert gegn öllum skynsamlegum hugmyndum um lýðræði.

    Eva Hauksdóttir, 6.1.2009 kl. 10:22

    ———————————————————–

    Þú átt að fara beint í stjórnmál Eva, án gríns!

    Ég á annars norn sem er 1.30 cm á hæð. Hef hana upp á ískápnum til að fæla krakkana frá súkkulaði og öðru sem er þar…

    Svo er konan mín norn líka. Elska hana alveg út af lífinu…

    Ett þú ekki góð norn Eva?

    Óskar Arnórsson, 7.1.2009 kl. 09:50

    ———————————————————–

    Ég las ræðuna eftir þig á öðurm vef áðan og þennan pistil núna.

    Ég er gríðarlega glaður yfir því að loksins hafi einhverjum tekist að útskýra það sem ég hef verið að reyna að útskýra fyrir fólki seinustu mánuði. Þá sérstaklega ræðan þín á borgarfundinum. Það hefði ekki verið hægt að rökstyðja pointið á skilmerkari hátt. Bravó…

    Eeeeen…mér fallast síðan hendur þegar ég les kommentin undir þessum skrifum. Fólk virðist ætla að ríghalda í þá gömlu lummu að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir og það eru engir vondir siðblindir kallar (og konur) á Íslandi?

    Fólk virðist bara ekki ná því að það er voðalega lítill munur á því ofbeldi að láta einhverja klíku nauðga sér andlega með því að stela af manni peningum sem við höfum ekki einu sinni séð. Peningum sem ég mun koma til með að þurfa að borga upp alla mína ævi, og ekki bara ég heldur börnin mín og barna börn mín líka! Það er ofbeldi nútímans. Ég tæki spark í punginn í staðinn hvenær sem er, ég tæki jafnvel nokkur spörk í punginn.

    Farið að drullast til þess að vakna og átta ykkur á því að öllu landinu er illt í rassgatinu.

    Sú mýta að ofbeldi sé einungis líkamlegt er gömul og barnaleg rökleysa.

    Vaknið og látið hart mæta hörðu.

    Garðar Ey (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 23:43

    ———————————————————–

    Óskar. Ef ég væri vond norn, væri ég samt ekki nógu heimsk til að vinðurkenna það 

    Garðar. Ert þú minn Garðar, eða einhver sem ég þekki ekki?

    Eva Hauksdóttir, 11.1.2009 kl. 02:06

    ———————————————————–

    Þú ert góð norn Eva, eins og konan mín. Hún er að ala mig upp. Og veitir ekki af… 😉

    Óskar Arnórsson, 11.1.2009 kl. 11:50

    ———————————————————–

    Þetta er þinn Garðar 😉 Týndur en nú fundinn. Rosa langt síðan ég hef heyrt í þér. Sé þig skyndilega með gjallarhorn í mómælum á Íslandi 😉 Þú stendur þig eins og hetja og átt allt hrós sklilið fyrir að þora að segja sannleikann (undir nafni).

    Farðu vel með þig.

    Garðar Ey (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 13:25

  2. —————————————————————–

    Vel mælt, Eva. Kjarni málsins. Á ekki að vera nokkur leið að misskilja þetta.

    Björgvin R. Leifsson, 3.1.2009 kl. 12:40

    —————————————————————–

    Góður pistill Eva, kemur að kjarna málsins. Það er varhugavert ef að dólgar úr hópi sjáfstæðismanna eru að fara að ráðast að fóki í skjóli nætur vegna þess að það tjáir sig um spillingu meðal valdhafa og auðmanna.

    Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.1.2009 kl. 13:02

    —————————————————————–

    Í báðum tilfellum er um skemmdarverk að ræða og í báðum tilfellum er það framið vegna ólgu. Í báðum tilfellum er þetta drígt vegna hatus og reiði og í báðum tilfellum þótti flestum sem sá atburðinn þetta mjög miður og kann meira í brjósti þeim sem varð fyrir barningum. Ég stend fastur á þeirri skoðun minni að ofbeldi og skemmdarverk leysi ekki nokkurn vanda. Borgaraleg óhlíðni gengur upp ef fólk t.d lætur handtaka sig án mótþróa eins og Gandí gerði á sínum tíma og á því liggur regin munur.

    Hér eru megin rökin fyrir því að ég held að mótmæli verði að vera innan vissra skekkjumarka.

     það er mjög auðvellt fyrir hægriöfgamann eða lögreglumann að fara í slagtog með ykkur til að koma óorði á þessi mótmæli með því að láta verr en þið sjálf og lögreglan gæti hæglega gert það líka. Þetta þekkist erlendis frá og hafa samtök víðsvegar um allan heim verið brotin niður með slíkum aðgerðum eins og black panders
    Lögreglan gæti einnig gefið út þá yfirlýsingu að einhver í þeirra röðum hafi stórskaðast og liggi nær dauða en lífi á gjörgæslu eða eitthvað ámóta og með þeim hætti unnið samúðarfylgi með sér þó svo að engin fótur sé fyrir fréttinni. Slík vinnubrögð hafa verið drígð víða erlendis svo afhverju ætti það ekki að getað gerst hérna ?
    Brynjar Jóhannsson, 3.1.2009 kl. 13:05

    —————————————————————–

    Einu gleymir þú, Eva, og það er að þú og félagar þínir talið ekki fyrir hönd þjóðarinnar. Það gera stjórnvöld ekki heldur. Stjórnvöld tala fyrir hönd þjóðarinnar í þann tíma sem hún ( þjóðin ) ákveður. Við búum við „lýðræði“ sem hefur skilað okkur talsverðu í gegnum árin. Núverandi stjórnvöld hafa gleymt hvaðan þau fengu umboð sitt. Þjóðin þ.e. meirihluti hennar, þarf að standa saman um lausnir en ekki sundruð.  Þessi háværi, fámenni hópur, sem hefur verið með læti hefur ekki bent á neinar lausnir. Lausn ykkar á vandamálunum er að einhver víki. Það skiptir ekki máli hver, bara einhver. Þá hefur reyndar nafn Davíðs Oddsonar helst verið nefnt í þessu sambandi. Setjum nú svo að Davíð hætti. Hvað þá ??  Hver á næstur/næst  að víkja ?  Ríkisstjórnin, svo alþingismenn og svo allir embættismenn og svo fólkið í landinu.

    Hvar endar það ??  Stjórnleysi ?? Er það lausnin á okkar vanda ? Held ekki.

    Við sem búum hér í þessu landi ákváðum fyrir talsvert löngu að það er lýðræðislegur meirihluti sem fer með völdin á hverjum tíma. Ef við erum ósátt við hann, kjósum við nýjan og svo áfram og áfram. En alltaf er einhver sem er ósáttur við nýja meirihlutann, ekki satt ? Það er niðurstaðan sem við verðum að sætta okkur við, ef við viljum hafa þetta með lýðræðislegum hætti. Kannski viljum við ekki, þá er ég að tala um meirihluta þjóðarinnar, hafa þetta svona og þá kemur það í ljós. Þú sérð að það er alveg sama hvernig við snúum þessu máli. Alltaf kemur þetta svona upp :

    Meirihluti  og minnihluti.

    En lykilatriðið í þessu máli er : Ofbeldi leysir ekki vandamál, hann býr til ný.

    Palli (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 13:15

    —————————————————————–

    Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að tala fyrir þjóðina. Mótmælendur tala fyrir sjálfa sig, enda eru þeir hvorki kjörnir, né ráðnir til þess að tala fyrir aðra. Þeir eru heldur ekki kjörnir eða ráðnir til að gefa öðrum skipunum eða taka ábyrgð á þeim.

    Kröfur okkar hafa verið mjög fáar og skýrar og eru ljósar hverjum þeim sem hefur eitthvað fylgst með fréttaflutningi af þeim.

    Það er ekki í mínum verkahring að ákveða hver eigi að taka við verkefnum Davíðs Oddssonar eða annarra óhæfra manna. Ekki frekar en ég ætti að útnefna nýjan lækni í stað vanhæfrar fyllibyttu sem hefði gert tilraunir á sjúklingum sínum.

    Já, ríkisstjórnin á að sjálfsögðu að víkja og sjálf vildi ég sjá meira en bara kosningar, ég vil sjá nýtt stjórnkerfi sem býður ekki upp á það að mikil völd safnist á fáar hendur.

    Hvar endar það? Í stjórnleysi? Hversvegna í ósköpunum ætti það að enda í stjórnleysi þótt óhæft fólk víki úr sætum? Sjálf er ég mjög hrifin af hugmyndinni um stjórnvaldsleysi en þar sem hún gengur aðeins upp i litlum stjórneiningum væri ekki hægt að koma því á nema þá hugsanlega á mjög löngum tíma. Það er þó alveg á hreinu að lausnin á okkar vanda felst í meira lýðræði og minni spillingu.

    Þetta er ekkert spurning um það hvort lýðræðislega kjörinn meirihluti eigi að fá að sitja í friði. Þessi lýðræðislega kjörni meirihluti hefur brugðist og þegar þjónar bregðast nógu illa, þá eru þeir reknir.

    Ég er sammála því að ofbeldi leysir ekki vandamál, enda hef ég aldrei mælt með ofbeldi. Það getur hinsvegar leyst vandamál að hrekja óhæft fólk frá völdum.

    Eva Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 16:27

    —————————————————————–

    OK. Ég skil. Ég má brjóta rúðu hjá þeim sem mér finnst að hafi vegið að mér ómaklega eða valdið mér skaða. En aðrir, sem meta það sem svo að ég hafi vegið að þeim ómaklega eða valdið þeim skaða, mega ekki brjóta rúðu hjá mér? Munurinn er auðvitað augljós, mér finnst ég hafa rétt fyrir mér og aðrir hafa rangt fyrir sér.

    Þú metur sem sagt ofbeldi og skemmdarverk út frá samhenginu sem slíkt er framið. Gott og vel. Ég er nú reyndar á þeirri skoðun að skemmdarverk sé alltaf skemmdarverk, sama hvaða ástæðu sá sem slíkt fremur telur sig hafa.

    Þú segir að það sé vont fyrir þig að verða fyrir skemmdarverkum því þú eigir enga einkaþotu eða slíkt. Er þá í lagi að brjóta rúðu hjá þeim sem eiga einkaþotu?

    Þú firrar þig ábyrgð á hegðun krakkabjánanna sem fylgja þér í einu og öllu. Eva, þú er í þeirra huga og flestra annara leiðtogi þeirra (þó svo að þú viðurkennir það ekki). Þessir krakkar eru ekki sterkari á svellinu en svo að sófa-aktívisminn blómstrar þegar einhver segir þeim hvað á að gera. Þetta verða seint krakkar flokkaðir sem beittustu hnífarnir í skúffunni. Hvernig má þá vera að þú heimtar afsögn ráðherra fyrir mistök sinna undirmanna, en neitar sjálf að axla ábyrgð á mistökum þinna undirmanna? Það að þykjast ekki kannast við þá og reyna að þvo hendur þínar af þeim er bara aulaþvottur sem gengur ekki upp.

    Á ríkisstjórnin að víkja? Var hún ekki kjörin til fjögurra ára? Var kannski kosið um hver ætti að stjórna í 4 ár EÐA þangað til eitthvað stórt gerðist? Jújú, þinn flokkur komst ekki til valda. Þannig er lýðræðið, stundum þarft að leyfa öðrum að ráða ef fyrir slíku er meirihluti. Það á lítið skylt við lýðræði að vilja bola í burtu kjörnum fulltrúum og planta sínum eigin eftir hentugleika bara af því að ÞÉR finnst svo mikil ástæða til þess. Lýðræði kallast það þegar mín rödd er jafngild þinni. Fasismi kallast það þegar þú krefst þess að þín rödd fái að heyrast hærra, og jafnvel eingöngu, af því að þú ert ósammála mér.

    Að lokum vona ég að skemmdarvargarnir sem eru að pönkast á húsinu þínu náist, því ég (ólíkt þér) finnst það aldrei í lagi að skemma eigur annara. Punktur. Mér er sama þó viðkomandi hafi bestu ástæðu í heimi að eigin mati.

    Og eitt stykki risastórt knús til Ingibjargar Sigurðar- og Soffíudóttur. 😀

    Liberal, 3.1.2009 kl. 17:04

    —————————————————————–

    Sæl. Eva.

     Hversvegna er annað mál að brjóta rúðu í Nornabúðinni en Fjármálaeftirlitinu?
    Hér er stór munur á að ráðast á einstakling sem hefur skoðanir á þjóðlífinu og eyðileggja eigur hans einungis vegna skoðanir hans er einfaldleg níð og sýnir einungis vanþroska gerandann, hér er verið að ráðast á þín helgu vé.

    Kv. Sigurjón Vigfússon

    Rauða Ljónið, 3.1.2009 kl. 17:23

    —————————————————————–

    Sæll Liberal. Seg mér af hverju nafn þitt kemur ekki fram á blogginu þínu ef smellt er á „Höfundur“?

    Björgvin R. Leifsson, 3.1.2009 kl. 17:34

    —————————————————————–

    Hann hlýtur bara að heita Liberal fullu nafni maðurinn.

    Eva Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 17:55

    —————————————————————–

    Liberal, ég er búin að tyggja þetta ofan í þig og þú virðist enn ekki skilja. Ég held ekki að það sé vegna þess að þú sért svona vitlaus. Ég held að þig langi bara að halda uppi einhverjum tilgangslausum þrætum. Ég er til í skoðanaskipti en ég nenni ekki að þræta við þverhausa sem taka engum rökum og eru með hausinn fastan uppi í rassgatinu á sér.

    Einu ætla ég þó að svara vegna þess að ég veit að margt skynsemdarfólk hugsar á sömu nótum og þú um það mál. Þessir krakkabjánar sem þú segir fylgja mér eru langflestir fullorðið fólk (það sést t.d. mjög vel á myndböndunum frá Kryddsíldarmótmælunum að þátttakendur í beinu aðgerðinni við Hótel Borg eru á öllum aldri). Þetta fólk lítur ekki á mig sem neinn leiðtoga enda er ég það ekki. Ástæðan fyrir því að þú og margir aðrir telja mig vera leiðtoga aðgerasinna er sú að ég er áberandi talsmaður beinna aðgerða. Það er einmitt út af svona tilfellum sem margir aktivistar nota grímu í mótmælaaðgerðum. Þeir kæra sig ekki um að aðgerðir þeirra séu persónugerðar. Ég hef ekki hulið andlit mitt og ég hef alltaf skrifað undir nafni. Og hvað gerist? Jú, allskonar fólk telur mig vera leiðtoga!

    Eva Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 18:06

    —————————————————————–

    Það eru fleiri brotnar rúður hjá Evu en öll mótmælin þúsunda um mótmælenda í13 vikur vegna hruns Íslands og óhæfra stjórnvalda hafa kostað fram til þessa – það sýnir best hve agaðir mótmælendur eru fram og með sínar línur á hreinu. – Ég óttast að viðbrögð lögreglu, ISG og Stöðvar2 geri mótmælendum erfiðara um vik að hafa línurnar og mörkin skýr. – Lögregla, fjölmiðlar og stjórnvöld ættu fremur að nota atburði áramótanna til að sýna fólki þetta og hrósa mótmælendum fyrir en að mála mótmælendur þeim litum sem þeir hafa kosið.

    Helgi Jóhann Hauksson, 3.1.2009 kl. 18:35

    —————————————————————–

    Neeei Helgi Jóhann, nú ertu eitthvað að misreikna. Það hefur vissulega orðið kostnaður vegna mótmælafunda og aðgerða og hann er öllu meiri en kostnaðurinn við þessar tvær rúður hjá mér. En það er bara hægt að reikna með því að þegar yfirvöld bregðast og neita að axla ábyrgð á því, þá hljótist kostnaður af tilraunum til að koma þeim frá.

    Eva Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 18:48

    —————————————————————–

    Sæl Eva – ég er hér bara að telja gluggarúður og eftir því sem  ég kemst næst hafi þrjár verið brotnar hjá þér (tvær alveg og ytra glerið á einni) en mótmælendur hafi brotið ytra gler á einni rúðu við lögreglugstöðina og svo eina við fjármálaeftirlitið eða alls 2 – er ég að msireikna?

    – Ég veit að ég er ekki að telja með hurðir eða neitt annað.

    Helgi Jóhann Hauksson, 3.1.2009 kl. 19:45

    —————————————————————–

    Sæl Eva! Takk fyrir góðan pistil og vel valin orð.

    Þú ert manneskja sem ekki er annað hægt enn að bera virðingu fyrir og Íslendingum sem hægt er að gera það við, fer því miður fækkandi.

    Þetta sníst ekki um gluggarúður eða neinar eigur. Mér finnst þetta fyrst og fremst snúast um virðinu við þig.

    Hafðu það sem best. Átt það skilið.

    Óskar Arnórsson, 3.1.2009 kl. 20:46

    —————————————————————–

    Ég styð hvert orð hjá manni sem kallar sig Liberal.

    Vill vekja athygli á því að í stað þess að svara fyrir sig málefnalega, þá er gripið til skítkasts við þessum góða pistli hans. En það segir allt um innræti þess sem slíkt gerir og undirstrikar bara það sem rétt er..

    Skemmdarverk og ofbeldi er aldrei réttlætanlegt!

    Viðar Freyr Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 21:45

    —————————————————————–

    Tja, skemmdarverk voru meðal atriða á „stefnuskrá“ neðanjarðarhreyfinga í Evrópu gegn nasismanum á sínum tíma. En það var kannski ekki réttlætanlegt? Sömuleiðis hefur ofbeldi stundum þótt eina leiðin til að brjóta ógnarstjórnir á bak aftur. En það er kannski heldur ekki réttlætanlegt?

    Björgvin R. Leifsson, 3.1.2009 kl. 22:44

    —————————————————————–

    Það var gert blaðamál út af rúðubroti hjá þér – ég tel þig reyndar hafa unnið fyrir þessum rúðubrotum þar sem þér þykir í lagi að brjóta rúður annarsstaðar og valda skemmdum – mótmæli þín duga ekki því aðgerðir ykkar tala sínu máli.

    Þann 9.12.08 var brotist inn í vinnuaðstöðu mína tölvu stolið ásamt allskonar fylgihlutum – mótorhjólajakka ( sem er merktur með Sniglamerkinu og Hrósi 1999) staðurinn lagður í rúst. Það voru engin blaðaskrif – ekki einu sinni getið um að innbrot hafi átt sér stað – og hvað með það – smátt og smátt er verið að kynda undir ofbeldi – eins og þið hafið gert frá upphafi – kanski er rótin að tjóninu mínu ( gögnin í tölvinni eru – voru – margra ára vinna ),

    Væri nú ekki ráð að slaka á – róa óróaseggina -þannig að við höfum hugsanlega meiri möguleika á því að hafa vinnustaðina okkar í lagi?

    Ólafur I Hrólfsson

    Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.1.2009 kl. 06:32

    —————————————————————–

    „Tja, skemmdarverk voru meðal atriða á „stefnuskrá“ neðanjarðarhreyfinga í Evrópu gegn nasismanum á sínum tíma. En það var kannski ekki réttlætanlegt? Sömuleiðis hefur ofbeldi stundum þótt eina leiðin til að brjóta ógnarstjórnir á bak aftur. En það er kannski heldur ekki réttlætanlegt?“

    Við búum í lýðræðislegu samfélagi þar sem við erum frjáls til þess að setja upp reglurnar sjálf og kjósa okkar fulltrúa skv. þeim reglum sem við sjálf setjum upp.  Þannig kostir voru ekki til staðar í Nazista-Þýskalandi og því eru viðbrögð sem undirjarðarhreyfingarnar stóðu í, sættanleg.

    MacGyver, 5.1.2009 kl. 17:14

    —————————————————————–

    Við erum frjáls til að kjósa okkur fulltrúa en þegar þeir fulltrúar hafa gjörsamlega brugðist trausti okkar, hefur enginn vald til að reka þá nema þeir sjálfir.  Lög hafa þeir sett sem gerir fámennum glæpaklíkum fært að gera okkur að öreigum og þrátt fyrir endalausar lygar og leynimakk, sér ekki nokkur maður sóma sinn í því að segja af sér. Slíkir stjórnarhættir eiga lítið skylt við lýðræði. Slíka stjórnarhætti ber að brjóta á bak aftur með öllum tiltækum ráðum. Ég ætla rétt að vona að þurfi ekki að koma til borgarastyrjaldar til þess að svo megi verða.

    Eva Hauksdóttir, 5.1.2009 kl. 18:26

    —————————————————————–

    Það eru ákveðin lög sem má beita ef stjórnin stendur ekki við sínu, þessi lög hafa ekki verið beitt. Alþingismenn setja fram lög, við kjósum alþingsmenn þannig við setjum fram lög. Ég held þú skilur ekki hvað lýðræði felur í sig. Lýðræði er einfaldlega að fólkið stjórnar. Fólkið hefur ákveðið að hver stjórn sem það kýs fái að stjórna í 4 ár og eftir 4 ár eru kosningar og skv. fólkinu eru ýmis lög sem geta verið beitt á sitjandi stjórn ef hún stendur sig ekki vel. Þetta er lýðræði.

    Ég hef útskýrt þetta fyrir þig áður þannig að ég vona að þú hætti að misnota orðið lýðræði í framtíðina. Ég skil ekki hvers vegna fólk þarf alltaf taka orð með jákvæða merkinu og stimpla sin málstað á hann hvort sem hann passi eða ekki. Þetta eru eins og þegar anti-hommar segjast berjast fyrir „fjölskyldueininguna“ eða þegar sumir striðshópar segjast berjast fyrir „frelsi“.

    MacGyver, 5.1.2009 kl. 21:19

    —————————————————————–

    MacGyver,

    Mér væri mikill akkur í því að heyra um þessi lög sem við getum beitt ef stjórnin vinnur gegn vilja þjóðarinnar. Ég er búin að lesa stjórnarskrána og einhver lög um þetta mál  og þeir möguleikar sem ég hef séð er

    a) Forseti leggur niður ríkisstjórn. Nema hvað forseti framkvæmir vald sitt gegnum forsætisráðherra, og ég sé ekki fyrir mér að það muni nokkurn tíma gerast að Geir segi bara „Ok, þetta er orðið gott krakkar“

    b) Vantrauststillaga á ríkisstjórn samþykkt. Hefur verið reynt. Var ekki samþykkt enda spillingin með meirihluta á þingi.

    c) Við beitum beinum aðgerðum til að sýna vilja þjóðarinnar þar til þau eru svo grá og gugginn af stressi að þau meika ekki lengur að vera í ríkisstjórn. Er það tilviljun að Imba fer að kasta sprengjum í stjórnarsamstarfið daginn eftir kryddsíldina og næstu daga á eftir?

    Eru fleiri möguleikar í stöðunni?

    Nonni, 5.1.2009 kl. 21:44

    —————————————————————–

    MacGyver veit greinilega ekki að það er langt frá því að hans skilgreining á lýðræði sé alþjóðlega viðurkennd, óumdeilanleg alheimssannindi. Sjálfri finnst mér fulltrúalýðræðið ófullkomið og umdeilanlegt en ekki nenni ég að standa í þrætum við þá sem hafa bitið í sig einhvern stórasannleik.

    Eva Hauksdóttir, 6.1.2009 kl. 00:17

    —————————————————————–

    ‘eg hef aldrei sannfærst um neinn „stóra sannleika“. Er hann til?

    Lýðræði og Stjórarskrá eru ekki í sambandi á Íslandi í dag. Vitiði það ekki?

    Ef hún væri það, væri Ríkisstjórninn búin að segja af sér fyrir löngu.

    Óskar Arnórsson, 6.1.2009 kl. 08:37

    —————————————————————–

    „MacGyver,

    Mér væri mikill akkur í því að heyra um þessi lög sem við getum beitt ef stjórnin vinnur gegn vilja þjóðarinnar. Ég er búin að lesa stjórnarskrána og einhver lög um þetta mál  og þeir möguleikar sem ég hef séð er

    a) Forseti leggur niður ríkisstjórn. Nema hvað forseti framkvæmir vald sitt gegnum forsætisráðherra, og ég sé ekki fyrir mér að það muni nokkurn tíma gerast að Geir segi bara „Ok, þetta er orðið gott krakkar“

    b) Vantrauststillaga á ríkisstjórn samþykkt. Hefur verið reynt. Var ekki samþykkt enda spillingin með meirihluta á þingi.

    Eru fleiri möguleikar í stöðunni?“

    Ég veit ekki. Þeir kostir sem við höfum sett fram eru samt þeir kostir sem fólkið greinilega vill hafa til þess að reka stjórn frá völdum. Annars hefði þessi atriði verið breytt skv. almennar kosningar.

    MacGyver, 6.1.2009 kl. 09:21

    —————————————————————–

    „MacGyver veit greinilega ekki að það er langt frá því að hans skilgreining á lýðræði sé alþjóðlega viðurkennd, óumdeilanleg alheimssannindi. Sjálfri finnst mér fulltrúalýðræðið ófullkomið og umdeilanlegt en ekki nenni ég að standa í þrætum við þá sem hafa bitið í sig einhvern stórasannleik.“

    Hvað er þín hugmynd um lýðræði þá? Hver og einn Íslendingur yfir 18 getur kosið sína fulltrúa eða farið í framboð, það er ekki lýðræði? Kanski er þitt lýðræði bara samfélag þar sem allt fer fram skv þínar skoðanir, ég held við höfum annað nafn yfir þannig samfélag?

    MacGyver, 6.1.2009 kl. 09:25

    —————————————————————–

    Í mínum huga einkennist lýðræðissamfélag af almennri þátttöku áhrifum og ábyrgð. Ég vil sjá stjórnkerfi sem býður ekki upp á að mikil völd geti safnast á fáar hendur. Það merkir ekki að enginn muni stjórna, það merkir hinsvegar að ef einhver er kominn í aðstöðu til að misbeita valdi sínu þá er honum strax skipt út. Það ætti að vera innbyggt í kerfið en ekki áfellisdómur yfir einstaklingnum.

    Vandamálið við beint lýðræði er að það byggir á trausti og samvinnu og gengur því ekki upp nema í litlum stjórneiningum. Það væri þó hægt að gera miklu betur og bara þetta eina atriði, að enginn geti rekið ríkisstjórn nema hún sjálf, það gengur þvert gegn öllum skynsamlegum hugmyndum um lýðræði.

    Eva Hauksdóttir, 6.1.2009 kl. 10:22

    —————————————————————–

    Þú átt að fara beint í stjórnmál Eva, án gríns!

    Ég á annars norn sem er 1.30 cm á hæð. Hef hana upp á ískápnum til að fæla krakkana frá súkkulaði og öðru sem er þar…

    Svo er konan mín norn líka. Elska hana alveg út af lífinu…

    Ett þú ekki góð norn Eva?

    Óskar Arnórsson, 7.1.2009 kl. 09:50

    —————————————————————–

    Ég las ræðuna eftir þig á öðurm vef áðan og þennan pistil núna.

    Ég er gríðarlega glaður yfir því að loksins hafi einhverjum tekist að útskýra það sem ég hef verið að reyna að útskýra fyrir fólki seinustu mánuði. Þá sérstaklega ræðan þín á borgarfundinum. Það hefði ekki verið hægt að rökstyðja pointið á skilmerkari hátt. Bravó…

    Eeeeen…mér fallast síðan hendur þegar ég les kommentin undir þessum skrifum. Fólk virðist ætla að ríghalda í þá gömlu lummu að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir og það eru engir vondir siðblindir kallar (og konur) á Íslandi?

    Fólk virðist bara ekki ná því að það er voðalega lítill munur á því ofbeldi að láta einhverja klíku nauðga sér andlega með því að stela af manni peningum sem við höfum ekki einu sinni séð. Peningum sem ég mun koma til með að þurfa að borga upp alla mína ævi, og ekki bara ég heldur börnin mín og barna börn mín líka! Það er ofbeldi nútímans. Ég tæki spark í punginn í staðinn hvenær sem er, ég tæki jafnvel nokkur spörk í punginn.

    Farið að drullast til þess að vakna og átta ykkur á því að öllu landinu er illt í rassgatinu.

    Sú mýta að ofbeldi sé einungis líkamlegt er gömul og barnaleg rökleysa.

    Vaknið og látið hart mæta hörðu.

    Garðar Ey (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 23:43

    —————————————————————–

    Óskar. Ef ég væri vond norn, væri ég samt ekki nógu heimsk til að vinðurkenna það 

    Garðar. Ert þú minn Garðar, eða einhver sem ég þekki ekki?

    Eva Hauksdóttir, 11.1.2009 kl. 02:06

    —————————————————————–

    Þú ert góð norn Eva, eins og konan mín. Hún er að ala mig upp. Og veitir ekki af… 😉

    Óskar Arnórsson, 11.1.2009 kl. 11:50

    —————————————————————–

    Þetta er þinn Garðar 😉 Týndur en nú fundinn. Rosa langt síðan ég hef heyrt í þér. Sé þig skyndilega með gjallarhorn í mómælum á Íslandi 😉 Þú stendur þig eins og hetja og átt allt hrós sklilið fyrir að þora að segja sannleikann (undir nafni).

    Farðu vel með þig.

    Garðar Ey (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 13:25

Lokað er á athugasemdir.