Á ýmsum kristlingavefsíðum sem bera heiti á borð við „god hates america“, „god hates fags“ og annað álíka kærleiksríkt, er þeirri skoðun lýst að flóðbylgjan þann 26. des sé svar Guðs við hnignandi siðferði. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Trúmál
Er fyrirgefning endilega af hinu góða?
Það er nokkuð vinsæl villukenning sem margir andans menn, sálarlífs- og samskiptafrömuðir halda fram, að fyrirgefning sé allra meina bót. Því er þannig oft haldið fram að maður eigi að fyrirgefa þeim sem gera manni illt af því að það sé svo mannskemmandi að burðast með hatur og hefndarfýsn. Halda áfram að lesa
Spunkhildur vill að kirkjan komi að verkfallsmálum
Spunkhildur nokkur, bráðskemmtilegur bloggari, stakk upp á því núna um daginn að kirkjan legði sitt af mörkum til að auðvelda þjóðinni þetta langa og stranga kennaraverkfall. Rökin eru auðvitað þau að það sé og hafi verið yfirlýst stefna kirkjunnar að styðja þá sem eiga við vanda að etja og að kirkjan hljóti að tileinka sér orð Krists „leyfið börnunum að koma til mín“. Halda áfram að lesa
Kennum börnum að nota tarotspil
Uppeldishlutverk grunnskólans verður æ mikilvægara og sífellt fleiri námsgreinar eru teknar upp. Það hlýtur að teljast undarlegt í meira lagi að enn hefur ekki frést af neinum áformum um að kenna spádómslist tarotpilanna í skólum landins. Halda áfram að lesa
Hvað eru framliðnir eiginlega að pæla?
Alveg finnst mér hann Þórhallur miðill stórkostlegur. Stundum er engu líkara en að skilaboðin að handan séu ætluð mér persónulega. Halda áfram að lesa
Ekki aðskilnað heldur nýja kirkju
Nýr markhópur
Ég hef um langa hríð haft áhuga á spádómum og er nokkuð lunkin við að spá í tarotspil og kaffibolla. Halda áfram að lesa
Leyfið börnunum að koma til mín
Ég er flokksbundin í VG og mér finnst algerlega nauðsynlegt að leikskólabörnum séu kynnt sjónarmið míns flokks. Þar sem fóstrurnar á leikskólunum hafa ekki staðið sig í stykkinu, hef ég nú ákveðið að fara sjálf inn á leikskólana og kenna börnunum réttar skoðanir. Halda áfram að lesa
Siðferði, trúleysi, trú
Þessvegna ræða trúlausir þetta samt
Þessi færsla er hluti af pistlaröð
Í fyrri pistum hef ég rætt helstu ástæðurnar fyrir því hversvegna samræður trúaðra og trúlausra ganga svo illa. Það er útilokað að við verðum nokkurntíma sammála svo hversvegna halda trúleysingjar uppi umræðu um trúmál? Ég lýk þessari röð á tilraun til að svara þeirri spurningu.