Nýr markhópur

FortuneTellerCostume2

Ég hef um langa hríð haft áhuga á spádómum og er nokkuð lunkin við að spá í tarotspil og kaffibolla.

Það er dásamlegt að sjá hvernig spádómar geta gefið fólki nýja von og eflt jákvæðni og lífsvilja fólks sem á um sárt að binda. Ég hef hingað til eingöngu boðið upp á spádóma heima hjá mér og í gegnum símalínu en nú hyggst ég færa út kvíarnar og bjóða upp á þessa þjónustu á sjúkrahúsum landsins. Von mín er sú að þjónustan verði nógu vinsæl til að ríkið sjái ástæðu til að niðurgreiða hana, jafnvel að fullu þannig að ég verði einfaldlega á launum hjá ríkinu við að spá fyrir sjúklingum, þeim að kostnaðarlausu.

Með því að fara inn á spítalana og í fangelsin, eru góðar líkur á því að ég nái til fólks sem að öðrum kosti hefði aldrei leitað til spákonu í nauðum sínum. Ég vil þakka Kristínu Þórunni sérstaklega fyrir að vekja athygli mína á þessum markhópi.

 

 

Share to Facebook

One thought on “Nýr markhópur

  1. Sigurður Hólm Gunnarsson @ 22/10 00.34

    Þú ert alveg að fara á kostum þessa dagana! Skrifaðu þingmanninum þínum bréf og segðu honum frá þessari skemmtilegu hugmynd.

    Ég hugsa að allir geti haft gott af þjónustu tarotlesara á spítölum. Auðvitað þarf ekki að þvinga neinn til að trúa á tarotlestur. Tarotlesarar gætu líka hjálpað veikum efasemdamönnum. T.d. með því að kenna þeim kapla eða með því að spila við þá veiðimann 🙂

Lokað er á athugasemdir.