Því betur sem ég skoða mál Pauls Ramses, því meira ógeði fyllist ég. Á mótmælafundi í dag komu fram upplýsingar sem ég hef ekki séð í fjölmiðlum. Ég vil af því tilefni beina eftirfarandi spurningum til Útlendingastofnunar.
Greinasafn fyrir flokkinn: Mannréttinda og friðarmál
Bætum Ramses við ímyndina
Ég veit að fullt af fólki brást við strax eftir sjónvarpsfréttir í gær og sendi Ingibjörgu Sólrúnu tölvupóst en hverjar eru líkurnar á því að hún hafi lesið þann póst fyrr en vélin var farin í loftið í morgun?
Í mínum kunningjahópi kom fram ein hugmynd um aðgerð sem hugsanlegt væri að næði eyrum ráðamanna ÁÐUR en Paul Ramses kveddi íslenska grund. Hún var sú að hlaupa út á flugbrautina og reyna að tefja vélina í því að fara í loftið. Þetta var eina hugmyndin sem ég hef ennþá séð sem átti nokkurn möguleika á að vekja athygli í tæka tíð. Ég er innilega stolt af þeim sem þó reyndu.
Heimskan er vond
Það er þetta sem ég á við þegar ég tala um að það þurfi að uppræta heimsku. Lesið það sem sumir bloggaranna hafa um þetta mál að segja. Hvað vill hún út? Er ekki í lagi með ykkur fíflin ykkar? Halda áfram að lesa
Mikið ósköp á hann Magnús Þór bágt
Oh, mig svíður svo í sálina þegar ég heyri svonalagað.
Hvað sem öllu kreppugrenji líður eru flestir Íslendingar ósiðlega ríkir. Og jájá, það er til fullt af fólki á Íslandi sem á bágt en ástæðan fyrir því er misskipting, og kannski að einhverju leyti eymdarhvetjandi kerfi en ekki það að við höfum ekki bolmagn til þess að halda utan um þá sem raunverulega þurfa á því að halda.
Varúð! Þessi færsla er röfl sem þú nennir ekki að lesa, hugsa um eða hafa skoðun á
Ég komst ekki á Víðimelinn í dag. Ætlaði að taka saman eitthvað smáræði um Tíbet en fann þessa athyglisverðu og auðlesnu umfjöllun í staðinn. Halda áfram að lesa
Vitaskuld
Einn moggabloggari hefur tjáð sig um dóm yfir manni sem Kínverjar dæmdu til fimm ára fangavistar fyrir að krefjast mannréttinda. Enginn hefur ´kommentað´ á færsluna þegar þetta er ritað. Færslur vegna fréttar af pólsku glæpagengi eru hinsvegar á þriðja tug og mikill fjöldi athugasemda við hverja færslu. Enda snertir hugsanleiki þess að einhver lemji mann og annan á Íslandi okkur miklu meira en mannréttindabrot og þjóðarmorð í fjarlægum heimshlutum. Halda áfram að lesa
Við eigum rétt á að vita það líka
Um daginn stóð Útvarp Saga fyrir skoðanakönnun á því hvort fjölmiðlar ættu að gefa upp þjóðerni meintra afbrotamanna og þjóðarsálin álítur víst að það sé rétt, gott og nauðsynlegt. Ekki er ljóst hvaða tilgangi það á að þjóna, nema þá helst þeim að auðvelda okkur að meta líkurnar á glæpahneigð út frá þjóðerni. Ef kemur t.d. í ljós að 20 Pólverjar hafa verið sakaðir um líkamsárásir, þá hlýtur það að segja eitthvað um eðli og innræti Pólverja almennt og full ástæða til að kenna börnum okkar að varhugavert sé að umgangast slíkan óþjóðalýð og aðra negra. Halda áfram að lesa
Nokkrar staðreyndir í framhaldi af fyrri færslum
Fleiri en 800.000 Indverjar hafa hrakist frá heimilium sínum vegna stóriðju.
Miðað við þær stóriðjuframkvæmdir sem eru í deiglunni í Indlandi má reikna með að 1,5 milljón til viðbótar hrekist á vergang á næstu árum.
Sagan af Devram Nashupatinath
Devram Nashupatinath er bóndi. Hann býr við ána Narmada á Norður Indlandi. Hann á 7 börn. Devram tilheyrir Adivasi fólkinu. Hann ólst upp á sama landi og langalangafi hans og þar bjó hann þar til í fyrra. Ekki af því að landið væri svo frábær bújörð heldur af því að hann átti ekki um neitt annað að velja. Devram er ólæs og tilheyrir einni af lægstu stéttum samfélagsins.
Þá er sá fimmti fallinn
Sjá hér
Það er auðvitað gífurlega mikilvægt að erlend stórfyrirtæki græði peninga. Svo mikilvægt að meirihlutinn leggur blessun sína yfir það þótt náttuúrperlum sé fórnað og lífríkinu stefnt í voða. Ég get að vissu leyti skilið það þótt ég sé því ósammála. Græðgin er ekki alltaf framsýn og Landsvirkjun hefur tekist að telja almenningi trú um að íslensk heimili græði líka á þessu rugli. En hversu mörg mannsllíf eru ásættanlegur fórnarkostnaður? Halda áfram að lesa