Varúð! Þessi færsla er röfl sem þú nennir ekki að lesa, hugsa um eða hafa skoðun á

Ég komst ekki á Víðimelinn í dag. Ætlaði að taka saman eitthvað smáræði um Tíbet en fann þessa athyglisverðu og auðlesnu umfjöllun í staðinn.

Ég mætti á aðalfund félagsins Ísland Palestína í gær og það var fróðlegt eins og endranær.
Allir vita að fólk er stöðugt að deyja og slasast í skotárásum í þessu volaða landi en vissir þú t.d:

-að um 40% palestínskra karlmanna hafa setið í fangelsi?
-að þegar lög voru sett, sem bönnuðu giftingar milli Ísraelsmanna og araba, voru þau gerð afturvirk og fjölskyldufólk sótt inn á heimili sín og rekið yfir landamærin?
-að Palestínumenn eru undir herlögum, sem merkir m.a. að hershöfðingjar geta ákveðið að tiltekin athöfn sé ólögleg, án þess að nein lög séu samþykkt eða kynnt?
-að stundum er fólk dæmt á grundvelli „leynigagna“ sem hvorki verjandinn né sakborningurinn fá að sjá eða vita hver eru og að stundum er jafnvel sakarefnið sjálft leynilegt?
-að stóri hópar landnema hafa rekið fólk út af heimilum sínum og sölsað þau undir sig án þess að herinn geri nokkuð til að stoppa það?
-að þegar fórnarlömbin reyna að fara löglega leið til að fá heimili sín aftur, hefur hústökuliðið venjulega öðlast eignarrétt á þeirri forsendu að það hafi lagt í kostnað til viðhalds á húsnæðinu?
-að sumsstaðar er Palestínumönnum bannað að aka bíl?
-og að þótt þeir eigi að nafninu til rétt á sjúkraflutningum, eru dæmi um að fólk þurfi að bera slasaða og sjúka á börum bæjarenda á milli og að börn hafi fæðst heima eða úti á götu vegna þess að sjúkrabíllinn kom bara ekkert?
-að dæmi eru um að hermenn hafi skotið gúmíkúlum (sem eru bara gúmíhúðaðar stálkúlur sem oft hafa valdið örkumlun og dauða) á 5-6 ára börn fyrir að kasta steinum að skriðdreka?
-að Ísraelsmenn sem mótmæla múrnum og aðskilnaðarstefnunni missa leikskólapláss og önnur félagsleg réttindi?
-að svokallaðir landnemar næta iðulega við jarðarfarir Palestínumanna til að fagna dauða arabans með söng og dansi og að alltaf má eiga von á því að hermenn komi og geri vopnaleit á öllum jarðarfarargestum?

Ég gæti haldið áfram lengi kvölds og samt hef ég ekki einu sinni komið þangað og ekki eru það dagblöðin og rúv sem upplýsa okkur um þennan hvunndagsveruleika. Þessar upplýsingar koma aðallega frá túristum og sjálfboðaliðum sem hafa orðið vitni að ástandinu og eru að hamast við að vekja athygli á því. Það mun nefnilega ekkert skána, ekki í Paelstínu, ekki í Írak og ekki í Tíbet, fyrr en venjulegt fólk sem hefur engin völd, hefur aldrei komið nálægt stjórnmálum og skuldar meira en það á, kemst að þeirri niðurstöðu að mannréttindabrot í öðrum löndum komi okkur við.

Share to Facebook

One thought on “Varúð! Þessi færsla er röfl sem þú nennir ekki að lesa, hugsa um eða hafa skoðun á

  1. _____________________________________________________________________

    Það er alveg rétt. Mig svimar.

    Posted by: Kristín | 31.03.2008 | 20:40:30

    —   —   —

    Þessi færsal er sko óröfl!

    Posted by: HT | 31.03.2008 | 22:29:14

    —   —   —

    Þessi færsla er sko óröfl!

    Posted by: HT | 31.03.2008 | 22:56:19

    —   —   —

    Þetta þarf að fara víða!

    Posted by: hildigunnur | 1.04.2008 | 8:37:46

    —   —   —

    Segðu mér Eva, á Ísraelsríki tilverurétt ?
    Ég væri afskaplega fylgjandi því að aðilar hættu að slátra hvor öðrum og skrifuðu undir friðarsamninga en það er bara ekki að gerast svo hvað viltu gera ?

    Posted by: Guðjón Viðar | 1.04.2008 | 13:24:53

    —   —   —

    Til GV: Friðarsamningar: „það er bara ekki að gerast “ nei, það er ekki að gerast akkúrat núna, á þessu augnabliki, það er alveg rétt hjá þér, en margir hafa trú á því að það muni geta gerst og jafnvel fyrr en fólk grunar, t.d. Eric Hazan, gyðingur sem skrifar mikið um þessi mál og fleiri honum hugleikin hér í Frakklandi. Hann hefur t.d. minnt á stríðslokasamninginn sem Alsír og Frakkland gerðu á sínum tíma, það gerðist allt mjög hratt eftir margra ára blóðugt stríð og mjög ljóta hluti sem enn er verið að gera upp. Engan hefði órað fyrir samningnum mánuði áður en hann var undirritaður.
    En það er ljóst að herskáir Ísraelar (sem njóta síður en svo stuðning allra gyðinga) eyðileggja fyrir slíkum möguleikum með því að halda níðingshætti áfram.
    Eva getur svarað fyrir sig sjálf, en ef þú hefur lesið hana reglulega, veistu alveg hvað hún vill gera.

    Posted by: Kristín | 1.04.2008 | 13:46:37

    —   —   —

    Kristín, ég heyri ekki enn lausnir. Hvað mundir þú gera ?

    Posted by: Guðjón Viðar | 1.04.2008 | 15:28:25

    —   —   —

    Vitanlega áttu SÞ ekkert með að gefa Ísraelsmönnum land Palestínumanna án samráðs við þá. Ísraelsmenn höfðu heldur engan rétt til þess að hernema fleiri svæði, hvað þá að byggja aðskilnaðarmúr. Úr því sem komið er verða Ísraelsmenn að fá að halda einhverju landi því burtséð frá því hvar ætti þá annars að koma þeim fyrir, þá hafa nú nokkrar kynslóðir Ísraelsmanna búið í landinu og að mínu mati væri siðferðilega ennþá verra að sundra heilli þjóð en að láta eingarnám SÞ viðgangast.

    Ég vildi helst að Ísraelsmenn gengju að því að fá að halda því landi sem SÞ stálu handa þeim, gegn góðri aðstoð til að gera Palestínu að íbúðarhæfu ríki.

    Þar sem Ísraelsmenn hafa enga samninga virt og það er ekki einu sinni í sjónmáli að þeir standi við gefin loforð um að hætta frekari uppbyggingu á herteknum svæðum, vil ég að ríki sem telja sig frjáls og lýðræðisleg, eins og t.d. Ísland, tækju sig saman um að þrýsta á Bandaríkjamenn um að láta af allri aðstoð við Ísrael. Það minnsta sem Íslendingar geta gert er að lýsa yfir viðurkenningu á Palestínuríki, það væru allavega smáskilaboð til Bússa. En það mun auðvitað ekki gerast. Við vijum ekki taka áhættuna á því að ergja stóra bróður, sama hversu mikill hroði viðgengst í skjóli hans.

    Posted by: Eva | 1.04.2008 | 15:35:59

    —   —   —

    Veistu Eva, ég er bara 100% sammála þér : „Ég vildi helst að Ísraelsmenn gengju að því að fá að halda því landi sem SÞ stálu handa þeim, gegn góðri aðstoð til að gera Palestínu að íbúðarhæfu ríki.“. Þetta er nákvæmlega það sem ég vill að gerist líka.

    Posted by: Guðjón Viðar | 1.04.2008 | 16:53:46

    —   —   —

    Verst að maður er svo fjári vonlaus um að BNA hætti stuðningnum – og því miður skiptir litlu máli í því samhengi hver verður ofan á í næstu forsetakosningum!

    Posted by: hildigunnur | 1.04.2008 | 19:26:09

    —   —   —

    Það sem ég tel vera lausnina er að Palestína verði endurreist, með þeim skilmálum að Ísraelar fái að lifa þar áfram, jafnvel verði tekið upp nafnið Palestína-Ísrael og svo verður náttúrulega erfitt mál að ákveða hvaðan Ísraelar eiga nákvæmlega að bakka, sums staðar byggðu þeir sjálfir, sums staðar sitja þeir í húsum sem þeir hafa nýlega rifið úr höndum annarra. EN aðalmálið er EITT LAND, eitt ríki, ein stjórn, allir sáttir, FRIÐUR. Og það er möguleiki í stöðunni.

    Posted by: Kristín | 1.04.2008 | 23:29:36

    —   —   —

    Frábær pistill, takk.
    Varðandi lausn Kristínar þá leyfi mér að efast um raunhæfi þess að hægt sé að sameina þessi ríki í eitt og hvað þá að blönduð stjórn þessara hópa myndi virka. Ísraelar hafa misþyrmt palenstínsku þjóðinni í gegnum margar kynslóðir og slíkt gleymist ekki svo auðveldlega. Hugmyndin „forgive and forget“ er mjög falleg, en bara alls ekki raunhæf.

    Posted by: Borghildur | 1.05.2008 | 15:29:18

Lokað er á athugasemdir.