Þessvegna kýs ég ekki Borgarahreyfinguna frekar en aðra flokka

Margir hafa undrast viðbrögð mín við Borgarhreyfingunni og ég get svosem skilið að fólk sem er samdauna þeirri hugmynd að fulltrúalýðræði sé æðsta birtingarmynd réttlætis og frelsis telji Borgarahreyfinguna vera beinlínis róttækt skref í átt til þátttökulýðræðis. Flestir virðast ekki skilja að rót þeirrar spillingar og valdníðslu sem var forsenda efnahagshrunsins, og sem allt okkar afar vonda viðskiptasiðferði hvílir á, er sjálft stjórnkerfið.

Halda áfram að lesa

Lýðræðið er pulsa

Fyrir nokkrum vikum setti listamaður upp á Háskólatorgi verk sem lýsir eðli þess lýðræðis sem við búum við.Þetta er myndband sem sýnir fólk að borða pylsur. Þú mátt velja hvaða meðlæti þú færð með pylsunni þinni af því að þú ert svo rosalega frjáls. Pylsan/pulsan er samt sem áður það eina sem er í boði. Þú horfir á pylsugerð og fólk borða pylsur svo lengi að þú kemst að raun um að hvorugt sé sérlega geðslegt, hvað þá skemmtilegt. Halda áfram að lesa

Lýðræði er kjaftæði

Lýðræðið sem við búum við er undarlegt stjórnfyrirkomulag. Lýsa má ferli þess í 7 skrefum

1 Aðdragandi kosninga.
Á þessu stigi taka sig saman hópar fólks sem telja sig öðrum hæfari til að hugsa fyrir fjöldann og ráðskast með örlög hans, gefa kjósendum ýmis loforð sem útilokað er að þeir gætu staðið við þótt þeir vildu, og reyna jafnframt að sannfæra lýðinn um að allir hinir hóparnir séu vanhæfir og vinni af óheilindum. Halda áfram að lesa

Kosningar eru engin lausn

‘Maður velur bara illskársta kostinn’ sagði félagi minn einn forpokaður. Já það er einmitt það Jón Kjartan, það eru engir góðir kostir í boði, bara misvondir. Og hversvegna ætti maður að sætta sig við illskársta kostinn? Því ekki að búa til eitthvað nothæft? Elskan, mótmælaaðgerðir bitna alltaf á saklausum, mér þykir það leitt. Ekki samt nógu leitt til að horfa aðgerðalaust á endalausa valdníðslu í nafni lýðræðis og frelsis. Halda áfram að lesa

Étum lýðræðið

Bráðum sjáum við hið svokallaða lýðræði í framkvæmd. Við fáum að skrifa x til að hafa áhrif á það hverjir komast næst í kjöraðstöðu til að bulla, ljúga, svíkja, svindla og stela.

Þeir sem eru búnir að fá nóg af flokkakerfinu hafa um tvennt að velja; að mæta ekki eða skila auðum eða ógildum kjörseðli. Reyndar hefur það ekki áhrif á niðurstöður kosninga að skila auðu eða ógildu. Ef væri t.d. möguleiki á auðum þingmansstól út á það væri hugsanlega hægt að sætta sig við þetta en því miður, áhrif þeirra sem ekki styðja flokkakerfið eru ENGIN. Þetta ófullkomna lýðræði sem við búum við er þannig ekki ætlað þeim sem vilja ekki neinn af þeim sem eru í framboði á þing, hvað þá þeim sem ekki gútera þetta stjórnskipulag.

Þeir sem sjá ekki réttlæti í þessu fyrirkomulagi ætla að taka sig saman um að mæta á kjörstað og halda uppi atkvæðaþófi. Hanga í kjörklefanum eins lengi og þeir komast upp með. Ef mönnum leiðist vistin í klefanum má stytta sér stundir með því að fróa sér. Það yrði aukinheldur táknræn aðgerð þar sem kosningar við þessar aðstæður eru ekkert annað en pólitískt runk.

Þeir sem vilja ganga lengra taka við sínum kjörseðli en skila honum ekki. Við getum stungið kjörseðlinum í vasann og farið með hann heim og skeint okkur á honum, brennt hann eða hengt hann á ísskápinn til að minna okkur á hvernig lýðræðið virkar í raun, eða selt hann einhverjum sem á eftir að fara inn í klefann.

Við getum líka étið kjörseðlana eða allavega sagst hafa gert það. Ennfremur má troða kjörseðlinum upp í félagsheimilið á sér. Hvorttveggja mjög táknrænt. Í versta falli verður sérsveitin send á staðinn og látin strippa þá sem skila ekki seðlinum. Þeir fara varla að dæla upp úr okkur.

Þetta er þitt atkvæði. Þú ræður hvað þú gerir við það. Ef þú fílar ekki þessa fokkans gerð af lýðræði gerðu þá eitthvað róttækara en að sitja heima til að lýsa óánægju þinni.

Runk

Ég hef lítið fylgst með fréttum undanfarið og þurfti virkilega á þessu fríi að halda. Þegar maður hefur ekki opnað fréttavefi í nokkra daga breytast áherslurnar í því sem maður tekur eftir. Alveg eins og þegar maður kemur heim úr ferðalagi og tekur allt í einu eftir skellu á vegg, móðu milli glesrja eða öðrum hlutum sem maður var orðinn samdauna. Halda áfram að lesa

Ég skammast mín fyrir þessa forsetanefnu

Einu sinni kaus ég Ólaf Ragnar til að gegna forsetaembættinu og ég hef hingað til verið sátt við að hafa hann þótt mér finnist hann orðinn full þaulsetinn.

En nú er ég búin að skipta um skoðun. Ég vil ekki sjá það að maður sem styður mannréttindabrot Kínverja með því að þiggja partýboð og það m.a.s. boð þar sem tekið er fram að ákveðnir samfélagshópar séu ekki þóknanlegir. Hvað varðar bullið í honum um að árangur náist í mannrétindamálum með því að sýna harðstjórum virðingu (fyrir hvern fjandann á að virða þá?) þá auglýsi ég hér með eftir upplýsingum um það hvenær í veraldarsögunni stjórnvöld hafa hætt við útrýmingu þjóða, þjóðarbrota eða samfélagshópa og aflagt dauðarefsingar, pyndingar og önnur mannréttindabrot, fyrir kurteisleg tilmæli frá viðhlæjendum sínum.

Ég fær ekki betur séð en að það sem hingað til hefur skilað árangri séu viðskiptaþvinganir og fordæming alþjóðasamfélagsins. Ekki verður séð að mannréttindi í Kína hafi fengið meira vægi þótt við höfum boðið fjöldamorðingjanum Jiang Zemin til veislu. Það kom mér ekki svo mikið á óvart á sínum tíma þótt Halldór Ásgrímsson teldi það við hæfi að snudda utan í hann en Ólafur veldur mér virkiega vonbrigðum.

Ég skammast mín fyrir að hafa þetta sem forseta.

mbl.is Götum lokað vegna embættistöku

 

Með lafandi tungu

Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem hefur völd. Það vald er, eins og allt annað vald, keypt fyrir peninga. Flokkurinn býr í haginn svo þeir sem eiga marga péninga, geti eignast fleiri péninga og þeir borga. Allir glaðir. Nema þeir sem þjást vegna þess hve íslenskir auðmenn græða mikið á ósiðlegum skítafyrirtækjum en þeir eru hvort sem er ekki á kjörskrá. Þeir búa á Indlandi, Mexíkó og í Kína og margir þeirra kunna ekki einu sinni að lesa, hvað þá að þeir hafi áhrifavald til að æsa íslenska hryðjuverkaógnarrunkara upp í það að blogga um glæpastarfsemi þeirra sem mótmæla ódáðum stóriðjufyrirtækja gagnvart fólki og náttúru. Halda áfram að lesa

Borgarahreyfingin er fyrirlitlegt flokkskerfisskrípi og máttlaust í þokkabót

mbl.is Borgarahreyfingin býður fram
Borgarahreyfingin er ekki nýtt stjórnmálaafl. Borgarahreyfingin er gamalt, þreytt, ónýtt stjórnmálaafl, semsagt hefðbundinn flokkur. Hún er þó sýnu fyrirlitlegri en aðrir flokkar að því leyti að hún hafði ekki einu sinni döngun til að móta sína eigin stefnu. Halda áfram að lesa