Með lafandi tungu

Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem hefur völd. Það vald er, eins og allt annað vald, keypt fyrir peninga. Flokkurinn býr í haginn svo þeir sem eiga marga péninga, geti eignast fleiri péninga og þeir borga. Allir glaðir. Nema þeir sem þjást vegna þess hve íslenskir auðmenn græða mikið á ósiðlegum skítafyrirtækjum en þeir eru hvort sem er ekki á kjörskrá. Þeir búa á Indlandi, Mexíkó og í Kína og margir þeirra kunna ekki einu sinni að lesa, hvað þá að þeir hafi áhrifavald til að æsa íslenska hryðjuverkaógnarrunkara upp í það að blogga um glæpastarfsemi þeirra sem mótmæla ódáðum stóriðjufyrirtækja gagnvart fólki og náttúru.

Samfylkingin á hinsvegar öngva péninga til að kaupa atkvæði með en dónt vorrý, það er til önnur leið til að komast í ríkisstjórn. Markmið þeirra sem skipa framboðslista virðist nebblega ekki alltaf vera það að ná völdum og hafa áhrif, heldur eitthvað allt annað og það ku tryggja langa og innistæðulitla setu í ríkisstjórn að taka aldrei einarða afstöðu til neins sem skiptir máli heldur að gapa upp í húsbónda sinn og dilla skottinu. Nema Samfó hafi beinlínis logið til um áform sín, hafi aldrei ætlað sér að fresta frekari stóriðju þar til margumrædd rammaáætlun lægi fyrir.

Það er allt í lagi að segja frá núna að Samfylkingartíkin hafi af æsingi yfir því að komast í ríkisstjórn, elt Sjallana, dillandi skottinu, með lafandi tungu og krafsað mold yfir eitt mikilvægasta kosningamálið. Þeir sem kusu Samfylkinguna út á stóriðjustoppið eru löngu búnir að átta sig á því að Fagra-Ísland var bara kjaftæði til að ná í atkvæðin þeirra.

Margt má læra af Rómverjum og þrátt fyrir svikin þarf Samfó ekki að hafa neinar áhyggjur af því að kjósendur reki hundspottið heim. Ekki á meðan húsbóndinn sér til þess að þá skorti hvorki brauð né leika.

mbl.is Yfirlýsing kemur á óvart
Share to Facebook