Þingflokkur pírata vinnur nú að lagafrumvarpi sem ætlað er að auka skilvirkni þingsins og draga úr líkunum á því að mál dagi uppi. Halda áfram að lesa →
Greinasafn fyrir flokkinn: Lýðræði og stjórnsýsla
Alþingismenn sjái sjálfir um að setja nothæf lög

Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær var fjallað um álit Umboðsmanns Alþingis á samskiptum fyrrum innanríkisráðherra við lögreglustjóra í tengslum við brot á trúnaðarskyldu ráðuneytisins.
Bjarnagreiði
Löggi vill stýra samgöngustofu. Sem er áreiðanlega bara fínt. Hann er eflaust vanur því úr sínu starfi að hjálpa gömlum konum yfir götur.
Hyggst ekki funda með föngum
Félag fanga, Afstaða til ábyrgðar, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að fangelsismálayfirvöld hafni óskum samtakanna um fund með talsmönnum þeirra.Þann 5. mars óskuðu fulltrúar Afstöðu eftir fundi með forstjóra Fangelsismálastofnunar. Kvennablaðið hefur undir höndum svarbréf dagsett 4. apríl 2014, undirritað af Páli Winkel:
Vísað er til bréfs þíns, dags. 5. mars sl. Í bréfinu er óskað eftir fundi með forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins. Þá er óskað eftir að skipaðir verði tengiliðir á milli Afstöðu, Fangelsisins Litla-Hrauns og Fangelsismálastofnunar þannig að aðilar geti haft samband hver við annan ,,mjög fljótt ef um neyðartilfelli er að ræða“.
Fangelsismálastofnun mun svara erindum sem til hennar er beint. Forstjóri Fangelsismálastofnunar hyggst ekki funda með forsvarsmönnum Afstöðu. Ekki verður séð að upp geti komið neyðartilfelli sem nauðsynlegt sé að ræða ,,mjög fljótt“. Því er ekki nauðsynlegt að skipa sérstaka tengiliði.
Að sögn Guðmundar Inga Þóroddsonar eru sjálfvígshugsanir algengar meðal fanga og sjálfsvígstilraunir hreint ekki sjaldgæfar.„Það hefur sýnt sig að fangar leita ekki til fangavarða þegar þeir eru í sjálfsvígshugleiðingum, heldur til annarra fanga og þegar ástandið er þannig að fangar hafa takmarkaðan eða engan aðgang að þjónustu sálfræðinga og geðlækna eykst hættan. Nú hafa komið upp tvö tilvik á nokkrum vikum þar sem fangar hafa reynt að fyrirfara sér og við vitum um fleiri sem eru í hættu. Við lítum á það sem neyðartilvik ef fangi sér enga aðra leið út úr vanlíðan sinni og það bætir ekki stöðuna að einangra fanga eins og nú er verið að gera. Við þurfum að geta rætt þessi mál við Forsvarsmenn fangelsismálastofnunar,“ segir Guðmundur Ingi.Samkvæmt 43. grein laga um fullnustu refsinga geta fangar kosið sér talsmenn til að vinna að málefnum fanga og til að koma fram fyrir þeirra hönd.Sú spurning hlýtur að vakna hvaða tilgangi það þjóni fyrir fanga að hafa talsmenn þegar fangelsisyfirvöld neita þeim um áheyrn.
Kosningaúrslit í Reykjavík kærð
Björgvin E. Vídalín, stjórnarformaður Dögunar í Reykjavík, hyggst á morgun leggja fram kæru til Sýslumannsins í Reykjavík vegna sveitarstjórnakosninga í Reykjavík. Þess er krafist að kosningin verði úrskurðuð ógild og að borgarstjórnarkosningar verði endurteknar.
Fern rök eru færð fyrir því að ógilda skuli kosninguna.
Í fyrsta lagi er krafist ógildingar á þeirri forsendu að oddviti eins framboðanna hafi ekki uppfyllt skilyrði um kjörgengi. Bent er á að málflutningur oddvitans hafi haft ótvíræð áhrif á úrslit kosninganna þar sem framboðið hafi samkvæmt skoðanakönnunum bætt við sig fylgi upp á 8-9 prósentustig eftir að hinn ókjörgengi oddviti fór að beita sér í kosningabaráttu.
Í öðru lagi er bent á að annmarkar á atkvæðatalningu í ráðhúsinu gefi tilefni til að efast um að talning hafi verið laus við mistök eða jafnvel misferli.
Í þriðja lagi dró borgarstjórn of lengi að kjósa yfirkjörstjórn og því telur kærandi ekki hægt að treysta óhlutdrægni hennar.
Í fjórða lagi segir að samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar 25. janúar 2011 eigi jafnvel minni háttar gallar að hafa í för með sér ógildingu kosningar, þar með hafi Hæstiréttur sett bindandi fordæmi.
Til vara er þess krafist að kosningin verði ógild á þeirri forsendu að þar sem lögheimilsskráning oddvitans hafi verið ólögleg standist úrskurður yfirkjörstjórnar um kjörgengi hans ekki lög.
Of seint að dömpa Sveinbjörgu
Ég skil mæta vel að Hallur Magnússon vilji að Sveinbjörg Birna víki úr oddvitasætinu á framboðslista Framsóknar og flugvallavina en það er bara ekkert í boði. Halda áfram að lesa
Ekki víst að kærufrestur sé útrunninn
Eins og fram kom í Kvennablaðinu í gær ákvað yfirkjörstjórn í Reykjavík að gera Þjóðskrá aðvart um að einn frambjóðenda til sveitarstjórnakosninga væri ranglega skráður með lögheimili í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá barst Þjóðskrá þetta erindi föstudaginn 16. maí. Halda áfram að lesa
Yfirkjörstjórn tilkynnti Þjóðskrá um búsetu oddvitans
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur yfirkjörstjórn í Reykjavík samþykkt alla framboðslista til sveitarstjórnakosninga. Þetta hefur komið mörgum spánskt fyrir sjónir þar sem oddviti Framsóknarflokksins er að eigin sögn búsettur í Kópavogi. Halda áfram að lesa
Að þagga niður í þingmönnum
Virðing Alþingis er ekki undir því komin hversu gæfulegar samþykktir þess eru, heldur skiptir meginmáli að þingmenn gæti þess að klæðast ekki lopapeysu eða gallabuxum og muni eftir ávarpsorðunum „háttvirtur þingmaður“ og „hæstvirtur ráðherra“ þegar þeir hreyta fúkyrðum í samstarfsfólk sitt. Halda áfram að lesa
Viskubrunnur Vigdísar
Þar sem er mynd af hlekk er hægt að smella á textann sjálfan, (ekki myndina af hlekknum) til að sjá meira.
Stærri útgáfu af skjalinu má sjá hér.