Er Æðrimáttarkjaptæðið allsráðandi?

-Þú misskilur þetta, sagði hann. Æðri máttur þarf ekkert að samræmast þeirri guðshugmynd sem við ólumst upp við. Æðri máttur getur verið hvaðeina sem þú trúir að sé sterkara en þú sjálf. Ég er trúlaus sjálfur. Sennilega harðari trúleysingi en þú og í mínum huga er Æðri máttur bara samtökin. Halda áfram að lesa

Þá er sá fimmti fallinn

Sjá hér

Það er auðvitað gífurlega mikilvægt að erlend stórfyrirtæki græði peninga. Svo mikilvægt að meirihlutinn leggur blessun sína yfir það þótt náttuúrperlum sé fórnað og lífríkinu stefnt í voða. Ég get að vissu leyti skilið það þótt ég sé því ósammála. Græðgin er ekki alltaf framsýn og Landsvirkjun hefur tekist að telja almenningi trú um að íslensk heimili græði líka á þessu rugli. En hversu mörg mannsllíf eru ásættanlegur fórnarkostnaður? Halda áfram að lesa

Að útrýma fátækt

Það er dálítið klaufalega að orði komist hjá forystumönnum flokksins míns þegar þeir segjast vilja útrýma fátækt á Íslandi. Allavega ættu menn að gera grein fyrir því hvað þeir eiga við með orðinu fátækt áður en þeir taka til við að útrýma fyrirbærinu. Fátækt er nefnilega eitt þeirra orða sem hafa enga merkingu nema í félagslegu samhengi. Bentu á fátækan Íslending og spurðu stéttlausan Indverja hvort hann sé fátækur. Sennilega yrði svarið nei. Samt sem áður þjáist þessi sami Íslendingur fyrir fátækt sína, eða kannski öllu heldur fyrir óréttlætið sem fylgir því að vera lágtekjumaður í samfélagi ríkra. Halda áfram að lesa

Aldagamlar lækningaaðferðir

skottuHvernig stendur á því að um leið og við eltum ólar við allar tækninýjungar á markaðnum, ríkir mikil hrifing á aldagömlum lækningaaðferðum? Talsmenn náttúrulækninga halda því gjarnan á lofti að aðferðirnar séu fornar, rétt eins og það tryggi gæðin. Mér finnst þetta mjög flippað því hrifning á fortíðinni tengist yfirleitt söguskilningi og listhneigð en ekki gagnsemi í nútímanum. Við hrífumst af gömlum dómkirkjum og skinnhandritum vegna þess að þau bera vott um afrek þess tíma. Halda áfram að lesa

Sumir eru fullir af skít

Til skamms tíma voru allar hugmyndir mínar um krufningar sóttar í ameríska sjónvarpsþætti sem ég er ekkert viss um að séu áreiðanlegar heimildir. Ég hef heldur aldrei hugsað mikið um þær. Í síðustu viku sá ég viðtalsþátt sem vakti hjá mér nokkrar spurningar sem varða krufningar og saursöfnun í ristli. (Ath að myndskeiðið er ekki úr þeim sama þætti) Halda áfram að lesa

Hengjum bakarann!

Byrgir

Afurbataróni á Jesúflippi sprengir í nokkrar útlifaðar en afdópaðar og landinn kemur rækilega upp um skyldleika sinn við Gluggagægi og Gáttaþef. Myndbönd birt á netinu, Lille ven verður endalaus uppspretta gamanmála og skáldskapar. Þetta þykja mun áhugaverðari fréttir en tillögur Bandaríkjamanna um afnám mannréttinda þeirra sem eru ósáttir við utanríkisstefnu þeirra.

Halda áfram að lesa