Bara eitthvað annað

Ár eftir ár flykkjast þúsundir manna niður á Austurvöll við þingsetningu og sýna vanþóknun sína í verki. Margir þeirra sem eru sáttir við það hvernig samfélag okkar er rekið í dag, telja allt vera á réttri leið eða að það sé ekkert skárra í boði, skilja bara ekki hvað mótmælin snúast um. Hver er krafan? er spurt. Halda áfram að lesa

Að svíkja málstaðinn með því að stíga upp í jeppa

Einu sinni hélt ég því staðfastlega fram að ég væri kapítalisti. Ég trúi nefnilega alveg á frjáls viðskipti og að markmið viðskipta eigi að vera það að fá meira út úr þeim en maður leggur í þau. Ég vil ekki sjá stéttlaust samfélag þótt mér ofbjóði þær öfgar að sumir búi við örbirgð en öðrum gæti ekki enst ævin til að njóta eigna sinna. Ég álít fullkomlega rétt og eðlilegt að fólk njóti góðs af því að þroska hæfileika sína og vinna af metnaði og ósérhlífni. Mér finnst allt í lagi þótt sumir leyfi sér meiri lúxus en aðrir. Mér finnst m.a.s. í lagi að fólk njóti góðs af eignum foreldra sinna.

Öfgar eru ekkert vandamál

Í gær átti ég samtal við mann sem finnst rosalega gott mál að svara „þessum öfgamönnum“ og á þá við grímulausa kynþáttahatara sem kalla sig þjóðernissinna.

Það sem ég hef við þetta fólk að athuga er ekki öfgastefna þess. Öfgar eru ekkert annað en það sem víkur frá norminu. Þar sem einhver breidd er í skoðunum hljóta öfgar alltaf að vera til. Halda áfram að lesa

Hjartarsalt í minningu Sævars Ciesielksi

Undir stéttinni í bakgarðinum mínum býr maurasamfélag. Stundum sé ég kvikindin hreinlega streyma upp úr glufu milli hellnanna, hundruðum saman og marsera upp á þröskuldinn. Ég strái dátlitlu hjartarsalti á þröskuldinn og í kverkarnar, þeir forðast það og halda sig mest úti í garði. Þetta eru skaðlaus grey, jafnvel dálítið krúttleg hvert um sig um en verða ógeðþekk þegar þau koma saman í þúsundatali. Mér er sama um þá í hæfilegri fjarlægð en vil síður hafa þá iðandi á eldhússborðinu mínu.

Halda áfram að lesa

Glæpur múffukonunnar

Í fyrrasumar stóðu aktivistar fyrir norðan að skemmtilegu framtaki. Bökuðu helling af flottum muffinskökum og seldu í lystigarðinum. Fengu sjálfboðaliða til að vera með lifandi tónlist og gerðu úr þessu fjölskylduskemmtun. Söfnuðu 400.000 kr handa fæðingardeild sjúkrahússins. Nú í sumar ætluðu þessar duglegu konur að halda annan múffudag en þeim var bannað það. Vegna heilbrigðissjónarmiða, sko. Kaka bökuð í heimahúsi er nefnilega svo heilsuspillandi að það má ekki selja hana. Halda áfram að lesa

Ómar Valdimarsson finni sér vinnu sem hann ræður við

Ómar R. Valdimarsson segist eftir að hafa lesið Hæstaréttardóminn, sannfærður um sekt sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ég velti því fyrir mér hvort Ómar hafi virkilega ekkert frétt af því að þeir sem dæmdu málið voru hinir sömu og fóru með rannsókn þess. Halda áfram að lesa