Út um rassgatið á sér

Stundum efast ég um að fólk geti virkilega verið eins vitlaust og það gefur sig út fyrir að vera. Umræðurnar á Moggablogginu í framhaldi af uppákomu nokkurra aktivista í Kringlunni í gær eru gott dæmi. Hver bloggarinn af öðrum lýsir hneykslun sinni en virðist ekki hafa áttað sig á því hvað málið snýst um. Halda áfram að lesa

Þarf þetta ekkert að vinna?

Þegar Þórunn Gréta ákvað að fara sem skiptinemi til Þýskalands, undirbjó hún sig vel. Ekki bara með því að læra þýsku heldur gerði hún líka ráð fyrir tekjumissi og auka útgjöldum. Hún vann mikið og eyddi litlu og þegar hún fór út átti hún peninga til ferðarinnar. Hugsanlega hafa afar og ömmur gaukað að henni nokkrum mörkum en ég veit að það var ekki mulið undir hana og að mamma hennar var ákaflega stolt af því hvað hún sýndi mikinn sjálfsaga. Mér fannst Þórunn Gréta vera dugleg stelpa og reikna með að allir sem þekkja hana taki undir það. Halda áfram að lesa

Gegn gegn-göngum

gegnÉg verð að játa að mér finnst ólíklegt að það þjóni tilgangi að ganga gegn ofbeldi, slysum og öðru sem hvorki yfirvöld né almenningur hafa lagt blessun sína yfir. Kröfugöngur og mótmælaaðgerðir beinast yfirleitt að stofnunum og stjórnvöldum sem eiga völd sín undir velþóknun kjósenda eða fyrirtækjum sem eru háð neytandandum. Slíkar aðgerðir hafa þó minni áhrif en ætla mætti. Halda áfram að lesa

Opið bréf til íslenskra rökleysulúða

stop-Af hverju bara Kárahnjúkavirkjun, af hverju mótmæla þeir ekki öllu hinu líka?
-Af hverju fara þeir svona að? Af hverju ekki einhvernveginn öðruvísi?
-Hvað með álverið á Grundartanga, finnst þeim það allt í lagi?
-Hvar voru lopapeysuhipparnir þegar þeir byrjuðu að grafa sundur Hafnarfjarðarhraun?
-Af hverju mótmæla þeir ekki alveg eins botvörpuveiðum? Halda áfram að lesa

Undanþágu til að ræna menntamálaráðherra takk

land

Liggi fyrir rökstuddur grunur um að tiltekinn einstaklingur sé öðrum hættulegur, er hægt að fá hluta af mannréttindum hans aflétt, tímabundið. Það er hægt að svipta hann frelsi, dæma hann til að greiða sektir fyrir glæpi sem sannanir finnast fyrir eða taka frá honum það sem fullvissa er fyrir að hann hafi stolið. Halda áfram að lesa