Eftirlifendum Grenfell-slyssins refsað

Þrátt fyrir fyrri loforð Theresu May um að nota ekki Grenfell-slysið sem afsökun fyrir því að kanna stöðu þeirra innflytjenda sem lifðu af, hefur nú verið staðfest að til þess að fá aðstoð verði þeir sem komust af að skrá sig hjá útlendingastofnuninni og lúta útlendingalögum. Það mun svo velta á aðstæðum hvað verður um þá en þeir geta átt von á brottvísun að 12 mánuðum liðnum. (Sjá hér.) Halda áfram að lesa

Pottþétt ráð gegn skattsvikum

Nefnd á vegum fjármálaráðherra hefur fundið nýja og skothelda aðferð til þess að koma í veg fyrir skattsvik. Lagt er til að fimm- og tíuþúsundkróna seðlar verði einfaldlega teknir úr umferð. Nefndin var skipuð í kjöfar uppljóstrunarinnar um Panamaskjölin og virðist því sem markmiðið sé sérstaklega að bregðast við svikum af því tagi. Halda áfram að lesa

Iþþ, piþþ, litlinn þinn

Nú er komið í ljós að þvert á það sem ætla mætti af fréttaflutningi og umræðunni um hryðjuverk, eru það þjóðernis- og aðskilnaðarsinnar sem bera ábyrgð á flestum hryðjuverkum í Evrópu. Þeir sem eru svo svellandi af þjóðrækni að þeir hika ekki við að drepa og meiða eru hinsvegar ólíklegir til þess að þurfa að gjalda þess heldur en þeir sem gera nákvæmlega það sama í nafni trúar sinnar, eða öllu heldur trúartúlkunar sem fáir aðhyllast. Halda áfram að lesa

Ummæli vikunnar

Helsta hitamál vikunnar var vopnaburður lögreglu á fjölskylduskemmtunum. Skoðanir stjórnmálamanna og ríkislögreglustjóra  hafa varla farið fram hjá neinum en mig langar að vekja athygli á eftirfarandi ummælum sem birtust á Facebook í vikunni.

Halda áfram að lesa

Enn eitt hryðjuverkið

The Guardian greindi frá því í gær að ekki færri en sjö manns hafi látist og 119 særst í þremur sprengjuárásum í Kabúl síðustu daga. Fyrsta sprengjan sprakk við jarðarför þegar einn mótmælenda sem létu lífið í mótmælum gegn stjórnvöldum núna á föstudag var borinn til grafar. Tvær sjálfmorðssprengjuárásir fylgdu í kjölfarið. Meira en þúsund manns voru þar samankomnir og talið er líklegt að tilkynningar um fleiri særða eða látna eigi eftir að berast. Halda áfram að lesa

Íkorninn sem safnar forða til vetrarins

Þegar ég var fimmtán ára gengu allar stelpur með stutta, ljósa trefla og í gallabuxum. Nema ég. Ég klæddist víðum buxum, sítrónugulum, vínrauðum eða skærblágrænum og gróf upp ógnarlangan, svartan trefil með rauðum dúskum, sem móðir mín hafði notað á sínum sokkabandsárum.  Þann trefil bar ég við öll hugsanleg tækifæri, ekki bara af því að mér fannst hann flottur – þetta var ekki síður einhverskonar yfirlýsing. Halda áfram að lesa